Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 10
IO BREIÐABLIK. köllun til að ganga námsveg'inn, hafi verið það unt. Margt efnilegt ungmenni hefir orðið heima að sitja með sárt enn- ið, þegar aðrir betur settir hafa lagt út á námsbrautina. Hér í landi hafa efni íslendinga miklu rýmri orðið. Dvölin hér er að sönnu ekki löng orðin,-—að eins tuttugu til þrjátíu ár. Samt sem áður má svo heita, að efnahagur alls þess fólks, er svo lengi hefir í landi verið, sé prýðis- góður orðinn, þar sem engin óhöpp hafa staðið í vegi. Efnahagurinn er því eigi lengur sá þröskuldur, sem verið hefir. Langflest- um íslenzkum foreldrum, sem nokkuð lengi hafa verið bér í landi, er það nú í lófa lagið, að menta börnin sín, ef þau hafa til þess nokkura löngun. Enda er skólafyrirkomulagið einkar hentugt. En stundum ber það við, að það sem heitast var þráð, meðan það var miklum örðugleikum háð og því sem næst ó- kleyft, verður lítilsvert í huga manns, þegar það er lagt mönnum upp í hend- ur. Það er þá ekki lengur það eftir- sóknarefni, sem það áður var. Vér erum hræddir um, að svo hafi farið hér fyrir íslenzkum unglingum. Um leið og skólagangan varð þeim skylda, sem heimtað var af þeim að inna af hendi, og skóladyrnar öllum jafn-opnar, heflr mikið af námsþorstanum horfið og mentunarfýsnin dofnað. En svo má það eigi vera. Vér ís- lendingar erum bóknámsþjóð um fram flestar þjóðir aðrar. Hæfileikar vorir ganga lang-mest í þá átt. Vér ættum að lata verða ljós af þeim eins mikið og oss er unt. Inn á skólana þurfum vér þvu um fram alt að beina hugum æskulýðsins. Oss liggur lífið á því að mentast. Ann- ars verðum vér troðnir undir í þrengslun- um og samkepninni, svo ekkert verður úr oss. Hin síðari ár hefir tala þeirra, er námsveginn ganga, stöðugt farið vax- andi og vonum vér, að áframhald verði af því. Einkum hafa landar vorir í Bandaríkjunum gengið þar á undan og gefið göfugt eftirdæmi. Hér í Kanada er tala þeirra, er náms- veginn ganga ár frá ári, stöðugt að aukast. En mikið þarf hún að vaxa fram úr því sem enn er orðið, ef vel á að vera. Hvergi hafa íslenzkir námsmenn vak- ið meira eftirtekt en hér við Manitoba- háskólann, þó alls staðar sé þeim sér- lega vel borin sagan. Stórkostlegu lofsorði hefir verið á þá lokið á hverju vori að afstöðnu prófi. Það er orðið hér alrnent viðurkent með skólamönnum, að þeir muni alment betri námshæfileik- um gæddir en námsmenn annarra þjóð- flokka. Verðlaunin fyrir bezta frammistöðu lenda lang-oftast hjá þeim. Svo var það í fyrra. Og svo var það enn við nýafstaðin próf í Collegedeildinni hér við háskólann. Þar útskrifuðust nú tveir íslenzkir nemendur: Þorbergur Þorvaldson og jungfrú Emily Anderson. Fekk Þorberg- ur silfurmedalíu, fyrir burtfararpróf í náttúruvísindum en hún ágæta einkunn. Við prófið í næst-efsta bekk fekk Hjörtur Leó ioo doll. verðlaun fyrir próf í stærð- fræði og Guttormur Guttormsson sömu- leiðis ioo doll. fyrir próf í gömlu mál- unum. Báðar þessar námsgreinar, sem lesnar eru nær því eingöngu tvö síðustu árin af þeim, seni þær velja, eru álitnar hinar erfiðustu allra þeirra, sem völ er á við skólann. Jón H. Christopherson frá Grund í Argyle-bygð fekk 40 doll. verðlaun fyrir próf í þýzku. Einn íslendingur gekk undir lögfræð- ispróf í þetta sinn. Hjálmar Ágúst Bergman, sonur Eiríks Hjálmarssonar Bergman á Gard- ar, N. D. er fæddur 22. ág. 1881. Var inn- ritaður viS Luther-Colleg-e, Decorah, Ia, haust-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.