Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK. 9 Af honum vil eg læra í þessu sem öðru. Hann talaði við föður sinn á himnum. Varði til þess öllum tímum, sem hann mátti. Fór aldrei til annarra, heldur beint til hans, miðilslaust. Hið sama kendi hann öðrum. Eitt sinn er samt um það talað, að and- arnir töluðu við hann — þeir Móses og Elías á fjallinu. En alt sýnist benda til þess, að þeir hafi leitað hans, hann ekki þeirra. Og engflar komu og þjónuðu honum. Ef trúaður maður gjörir eitthvað í baen til drottins og" samvizka hans varar hann ekki við, hefir hann fullkomna ástæðu til að halda, að hann sé að gjöra rétt. Þá þolir hann þó hann sé dæmdur fyrir það af öðrum. En gjöri hann eitthvað, sem er bæninni til fyrirstöðu, sem er svo vaxið, að það er sambandi sálar hans við drottin til trufl- unar :■— þá hefir hann ástæðu til að halda hann sé á rangri leið. Trúaður maður hlýtur að verða þess var, ef hann gætir sín, verði honum það á að ganga fram hjá skaparanum og dýrka skepnuna. Og þá má hann ekki balda lengra. Hann snýr við og forðar sér. Eftir þessu skyldi hver maður prófa sig, þar sem um þetta er að ræða. Áfellisdómarnir þungu koma aldrei nema illu af stað. Þeir hafa þegar gjört æsing miklu meiri út af þessu en skjddi. Þeim, sem nota þetta til að sverta þá menn, sem við það eru riðnir og ná sér niðri á þeim, verður sannarlega mest um þann skaða að kenria, sem af kann að hlotnast. Ef eitthvað í þessu kann að vera var- hugavert og óholt, gefa þeir því mestan byr í segl. Þegar eitthvert tilfinninga- mál er á ferðum, er um að gjöraað hugsa sem stillilegast, tala sem varlegast, breyta sem bróðurlegast. Mennirnir, sem hér eiga hlut að máli, eiga það skilið, að huglátlega sé til móts við þá komið og rætt um svo alvarlegt mál. Að úthrópa þá sem varga í véum er hrópleg synd og ósómi hverjum góðum manni, um leið og það er að hella olíu í eldinn. Síðasta orðið sé til tilraunamannanna sjálfra. Farið varlega. Hér er vandi óumræðileg'a mikill á ferðum. Lítilsigld þjóð, fljót að hlaupa eftir hverri nýjung, lítið vald til að stjórna æstum tilfinning- um, gjarnt til að lenda út í öfgar og ófærur. Leiðið hana sem fyrst fram hjá öndun- um og frani fyrir andann! ír ^ íslenzkir námsmenn. 9 y V 'i EITT af því, sem blað vort ætlar sér að leggja sérstaka rækt við og hlynna að eftir mætti, er mentan hinn- ar yngri kynslóðar. Ef nokkuð á að verða úr oss Vestur- íslendingum hér í landi, þurfum vér um fram alt að eignast heilan hóp mentaðra manna, bæði karla og kvenna, er orðið gætu til gagns og prýði í sem allra- flestum stöðum mannfélagsins. Frá alda-öðli hafa íslendingar verið mentunar-þyrst þjóð. Fróðleiks og námsfýsn hefir verið eitt hið glöggasta einkenni hennar fram á þenna dag. En þar hefir fátækt þjóðarinnar stað- ið í vegi. Bæði hefir hún verið í vegi þess, að skólafyrirkomulagið hafi verið hentugt fátækri alþýðu, og 'svo einkum verið þrándur í götu þess, að nærri því öllum, sem fundið hafa hjá sér hvöt og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.