Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 4
ÞÓ AÐ sólin sé oft í sumar er sjaldan vel hiýtt. Það er mikill loftkuldi, og næðingar. Reyndar er ekkert nýtt að það séu næðing- ar á íslandi. Yfir sumarið langar marga til að geta notað tómstund- ir sínar til þess að velta sér í sólskini fáklæddir, og er sannarlega ekki illa varið tímanum til þess að nota hið stutta norðlæga sum- ar þannig. En gallinn er sá, að það er óvíða skjól-. Nú er mikið iagt upp úr því að koma upp alls konar heppilegum surnardvalar og skemmti stöðum, og þar í flokki er Heiðmörk. Hvers vegna ekki að koma upp sólbaðsstöðum, þar sem álierzla er lögð á mjög gott skiól, bæði með grónum görðum og tjöldum eða einhverju slíku? Vafalaust yrði slíkur staður vinsælastur allra á sólríku, en svölu og næð- ingssömu sumri. ★ *** ★ ÚTLENDINGUR, sem hér var á ferð nýlega, lét svo ummaelt um okkar höfuðborg, að hún væri mjög efnileg, „Allt er nýtt, en enginn hefur haft tíma til að taka til“. Honum bóttu hótelin góð Honum þóttu bílamir glæsilegir. Honum þóttu nvju húsin glæsi- leg, en samt fannst honum einhver Klondyke-svipur á öllu, eins og allir hefðu orðið skyndilega afskaplega ríkir, og væru ekki al- veg vissir um, hvernig þeir ættu að bera sig til við allt þetta ríki- dæmi. Sverrir Þóroddsson svif- flugmeistari íslands. Þessi mynd af honum er tekin austur á Hellu í síðustu viku. SVERRIR ÞORODDSSON bar siffur úr býtum á Svifflug- mótinu, sem haldið var á Hellu I vikunni sem leiS. Mótið tókst vel, en veður var ekki sem bezt og var því flogið minna en ætl- að hafði verið í fyrstu. Sverrir lilaut titilinn Svif- lugmeistari íslands '63 Flugmálafélag íslands (Iceland Aero Club) gekkst fyrir Svifffug- nneisíaramóti íslands að HcIIu á Kangárvöllum dagana 14. til 21. iúli sl. Keppendurnir voru alls 5, íjór::' úr Svifflugfélagi íslands í Reykia- vík og einn úr Svifflugfélagi Akur <eyrar. Svifflugféiögunum á Sauð- árkróki og Blönduósi var einnig boðið að senda þátttakendur, en það gátu þau ekki þegið, vegr.a skorts á reyndum svifflugsmönn1 m |(»ar sem þau hafa rétt liafið slarf- semi sína. Keppnin var að venju einstaul ingskeppni og tvíþætt, þ.e. hraöi ■og vegalengd eru lögð til grund- vallar útreikninga á stigum kenp- <endanna. Vegna mismunar á hæfni .svifflugna þeirra sem notaðar voru á' mótinu, voru hlutfallstölar Þeirra metnar og keppendum gefn ;tr forgjafir (Handicap) samkvæmt Ihí. Til þess að meistaramót í svif- flugi geti orðið úrslitamót þarf yhinnst 3 gilda keppnisdaga, en •*nest 5. Til þess að keppnisdagur teijist gildur verða minnst kepp cnda að komast þá I.ágmarks Vegalengd sem keppnisnefndin á- teveður fyrir hvern dag keþpninn- -ár. í slíkrí keppni er stuðst við hita VPPstreymi. Að þessu sinni vcru véðurskilyrði all erfið þrátt fynr riægilegt sólskin. Var það vterk •iorðlæg átt sem truflaðj mtaupp Ætreymið flesta daga mótsins. S‘oð #>að mjög glöggt að lágmarksfjuidi Keppnisdaga (3) næðist, en svo íór ^það að lokum. Mótið var sett á Helluflugvelli, sunnudaginn 14. júlí af Baldvini -Jónssyni hrl. forseta Flugmálafé- íggsins, að viðstöddum flugmál.i ráðherra, Ingólfi Jónssyni sem var verndari mótsins. Ó Árangur keppendanna varð #lve,rn keppnisdag sem hér segir: f IV. júlí, þríhyrningsflug: Hella- Keldur-Gunnarsholt-Hella Qelðin iíogin tvisvar) alls 63,6 km. £ Sverrir -Þóroddsson 1000 Þórhallur Filippusson ö'i5 Þörhallur Filippusson 945 Þorgeir Pálsson 500 Leifur Magnússon 933 Leifur Magnússon ■'.77 Sverrir Þóroddsson 811 Arngrímur Jóhannsson Ak. 231 Arngrímur Jóhannsson Ak 648 18. júlí, þríhyrningsflug: Heua- Samanlögð stig keppendanna Affallsbrú-Keldur-Hella alls 52,8 hvers um sig urðu: km. stig slig Sver.rir Þóroddsson 2GG2 Þórhalur Filippusson 1000 Þórhallur Filippusson 2550 Leifur Magnússon 867 Þorgeir Pálsson 2256 Sverrir Þóroddsson 851 Leifur Magnússon 2177 Þorgeir Pálsson 758 Arngrímui- Jóhannsson Ak 1268 Arngrímur Jóhannsson Ak 389 Efsti maður mótsins, Sverrir 20. júlí, þríliyrningsflug: Hella- Þóroddsson, lilaut titilinn Svif- Ilraungerði-Skálholt-Hella, alls flugmeistari íslands. Verðlauna- 82,7 km. afhending mun fara fram síðar, stig en meistarinn hlýtur 2. bikara, Þorgeir Pálsson 1000 Framh. á 12 síðu Þetta er umhugsunarefni. Við höfum þó verið ríkir eða lifað eins og ríkir menn siðan á stríðsárunum og ættum að vera búnir að hlaupa úr okkur mesta hróllinn. En það er fleirum en þessum áðurnefnda útlending. sem finnst eins og við hér á þessu landi högum okkur eins og við viljum stinga upp í okkur nýjum bita, áður en við erum búin að renna þeim næsta á undan almennilega niður. EKKI verður komizt hjá því að gera rækilega athugun á or- sökum þess hve banaslys í umferð eru tíð á síðustu mánuðum. Það er óhugnanleg staðreynd, að umferðarslys fara vaxandí þrátt fyr- ir síauknár tilraunir til slysavarna. Bílafjöldinn vex, og bílarnir stækka en alltaf fækkar fólkinu, er kemur á hvem bíl í landinu. Og.ekki bætir það úr skák, að sífellt verður það algengara að unglingar, sem í rauninni hvorki þekkja bíla né umferð, og sízt af öllu sjálfa sig, fá bíla til umráða. Og svo eru gangandi vegfarendur. Þeir eru oft líkari sauð- kindum á veglausum öræfum, heldur en viti bornum mönnum í borg. Barnaskólakennari utm Keeler 12 ára gamla: „AUGNAIIILII HENNAR SIENZI ENGINN KARLMAÐUR" Réttarhöld standa nú yfir í sam- bandi við Profumo-málið í Engl- andi. Hver vændiskonan af ann- arri kemur fyrir réttinn og segir sögu sína. Hvernig á að bæla þessi hneyksli niður? Hvað géta hinir íhaldssömu Englendingar gert til þess að halda virðingu sinni, þegar þetta mál er feett á oddinn? Búast má við, að Elísabet Englandsdrottning hugsi á annan hátt en venjulega íil fyrirrennara síns, Viktoríu drottningar. Ætli Elísabet hafi ekki löngun til að gera sömu athugasemd og Vikt- oría gamla forðum, þegar óvið- eigandi saga var sögð í návist hennar hátignar. Viðbrögð drottn- ingarinnar voru: Hún setti upp sinn kaldranalegasta svip og sagði: „Enginn hefur gaman af þessum þvættingi," og svo var málið útrætt. Nei, satt að segja, þá hefur Elísabet varla gaman af sögunum, sem berast úr vitnastúkum Engl- ands til umheimsins þessa dagana. En hvað á hún til bragðs að ta tn? Ekki getur drottningin tekið mái- ið eins auðveldlega af dagsskrá og látið það fá sömu útreið, sem I fyrrgreind saga fékk. Nei, *i ál | þetta er miklu umfangsmeira. I Úthlutun sokkabandsorðunnar j hefur nú farið fram. Elísabct I drottning var brúnaþyngri v:ð ! þessa athöfn, en hún hefur verið nokkru sinni fyrr opinberlega, und- anskilið er þó það atvik við gift- I ingu systur hennar, er lítill, haltur og vesæll köttur læddist inn meðal háaðalsmannanna. Köttur þessi ! fangaði svo hug prinsessunnaí’, að hún hefur ekki getáð séð af honum síðan. Reynt hefur verið að kemba kattargreyið og hefur , hann nú fengið stóran rauðan j borða um hálsinn. Kötturinn lep- ■ ur nú mjólk sína daglega af gull- j diskum konungsfjölskyldunnar, , ekki amalegt hlutskipti. ! Ekki tókst að útrýma kattar- I lyktinni við ensku hirðina. Eftir Profumo-hneykslið hefur þessi óþægilegi ilmur breiðst um allt ríkið og út fyrir það. Ilmur þessi er blandaður siðferðis- og félags- legum lyktarefnum sorans, ilm- j vökva hástéttanna, málningarlit- I um frá penslum Wards læknis, rússneskum kaviar og stingandi kattapestinni frá Christine Keeler eins og hún sæti á heitu alúminí- umþaki, er kæmi uppgufuninni af stað. Rrentsverta ensku dagblað- ! anna hefur ekki sloppið við óþ<'f* 1 inn. Hún reynir að soga að sér eins mikið af honum og mögulegt er. Blöðin eru algjölega ónæm ! fyrir ólykt. j Elísabet mun þurfa á öllum sín- ' um sálarstyrk að halda, eins og Viktoría gamla á sínum tíma, -ii þess að halda í föstu gömlu skorð- unum öllum ákvæðum þeim og 1 reglum, sem lifað hafa úr fortið- inni. Ef það mistekst, þá er stjórn in og traust fólksins fokið. Hvað er það sem orsakar slíka ringulreið? Jú, Christine Keeler stúlka, sem frekar vildi fá skart- gripi og pelsa, en að splundra heilli ríkisstjórn. Christine fædd- ist í hafnarborginni Wraysbury í Englandi og ól fyrstu ár ævi sinn- Framh. á 13. síðu 4 26. júli 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.