Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 7
HIN SlÐAN Anarkistar og ambassadórinn ELLEFU æsingamenn ruddust fyrir skömmu inn í kúb- anska sendiráðið' í London og lögðu hendur á ambassadorinn, dr. Federico De Cordova Castro, brutu gleraugu hans og börðu hann hér og þar. Ambassadorinn kærði atburðinn og telur að þarna hafi átt hlut að máli félagar úr samtökum stjórn leysingja (anarkista). Æsingamennirnir Iétu sér ekkí nægja að berja á ambassa dornum heldur ruddust um húsið, brutu og brömluðu og rót- uðu í hirzlum. — Talsmaður anarkista hefur játað að þeir hafi komið hér við sögu. Hafi þeir viljað mótmæla „mis- höndlun pólitískra fauga á Kúbu“. Maðurinn með gleraugun á myndinnl hér fyrir ofan er dr. Cordava Castro. Kærastan ekki til! í FIMM dýrleg ár hélt Antonio Abreu í Lisbon að hann skrifaðist á við unnustu sína. Þau skiptust á ástabréfum og' Antonio sendi sinni heittelskuðu dýrar gjafir og GÓÐ SALA MEIRA en ein milljón ein- taka af hljómplötunni „All star festival“ hefur selzt í heiminum. í Vestur-Þýzka- 'landi hefur hún selzt mest eða í 175 000 eintökum, í öðru sæti er Svíþjóð með 170 000 plötur, þá kemur Hol- land með 110 000 plötur, Bretland með 67 000, Sviss með 53 700, Japan meö 51 300 og Norcgur með 50 000 eintök. „All star festivall“, sem gefin er út til ágóða fyrir flóttamannahjáfp SÞ hefur selzt sérstaklega vel á Norfðurlöndum að sögn út- gefendanna. Vinsælust í Israel ,LAG Gerrys og The Pacemakers, „How do you do it“ er um þessar mundir efst á vinsældalistanum í ísrael. Um plötusöluna þar í landi er það annars að segja, að þar selj ast mest amerískar og enskar hljómplötur. Af öðrum lögum, sem unglingarn ir í ísrael eru hrifnastir af núna má nefna „Puff“ (Peter, Paul og Mary), „Like Ive never been gone“ (Billy Fury) og „I will fol- low him“ (Little Peggy March). Sígaunum mismunað KYNÞÁTTAHISRÉTTI tíðkast í Ungverjalandi engu síður en til dæmis í Banda- ríkjunum, segir útvarpið í Budapest. Hér eru fórnar- lömbin að vísu ekki litað fólk heldur sígaunar. ógrynni af peningum. Það var að- eins eitt í fari unnustunnar — hinnar ímynduðu Marie Freitas — sem Antonio gat ekki sætt sig við: Öll þeirra bréf fóru um hendur kunningja Antonios, Leca aö nafni en hann hafði komið þeim í bréfa samband. Auk þess var Marie svo leiðinleg að draga giftingu þeirra alltaf á langinn. Loks kom þar, að Antonlo gat ekki unað þessu lengur. Hann sneri sér til lögreglunnar og bað hana að rannsaka málið, þar sem hann óttaðist að ekki væri allt með felldu. Kom þá í ljós að Leca, kunningi Antonios, hafði staðið fyrir „bréfablöffinu”, hirt gjafir og peninga ástkonunnar í- mynduðu — og auðvitað logið upp allri sólarsögunni af kvenmannin Smygiuðu i fangelsi SCOTLAND YARD hefur kom- ið upp um bófaflokk, sem hafði með höndum að smygla hvers kyns góssl eins og sfgarettum, tóbaki, útvarpstækjum og fleiri hlutum inn í ýmis brezk fangelsi. Talin var hætta á að bófar þessir smygl uðu inn fyrir múrana áfengi og jafnvel skotvopnum, svo að flýtt hefur verið rannsókn málsins. GEÐSJUKDOMAR eru eitt al- varlegasta vandamál Japana nú á dögum. Félagsmálaráðuneytið jap anska reiknar með því að hvorki rneira né minna en 1.300.00 geð- sýkistilfelli finnist í Japan. Er það 1,4 pct. af íbúum Japans og er því 1 af hverjum 71 íbúanna andlega veill. Óttast ráðuneytið að þessar tölur muni stíga á næstu árum og andlegir sjúkdómar færast mjög í vöxt. í Japan eru nú 571 geðveikra- hæli og 283 tauga- og geðsjúk- dómadeildir á annars konar sjúkra húsum. Samanlögð sjúkrarúm fyr- ir geðveika eru þó ekki nema 116.000 í öllu Japan eða aðeins 120 rúm á hverja 100.000 íbúa. Af framantöldum ástæðum taka geðveikrahælin í Japan við fleiri sjúklingum en þau raunverulega geta. Þetta skapar glundroða og ringulreið og veldur mikilli þröng á þingi. Ríkið þykir ekki standa sig vel í þessum málum í Japan. Það eru aðeins 24 stofnanir fyrir vangefna, sem ríkið rekur upp á eigin spýt- ur og auk þess 162 hæli og 41 skóli fyrir andlega vanþroskuð börn. Færri komast á þessar stofn anir hins opinbera en æskilegt er og bíða því um 800.000 árangurs- laust eftir slíkri vist. Fjöldi afbrota, sem framin eru af geðveikissjúklingum, fer mjög vaxandi í Japan. Þeir myrða fólk, leggja eld í hús og mannvirki og beita sakláusa samborgara of- beldi. Er það mikið áhyggjuefni hugsandi mönnum, hvert ófremd- arástand rikir í þeim efnum. Japanir hafa talsvert aðra skoð un á geöveiki en Vesturlandabúar. Til dæmis er drykkjuhneigð, sem nú er almennt farið að telja til geðveiki á Vesturlönduni, ekki tal in til geðsjúkdóma í Japari. Hinst vegar er þar engu síður reynt að hjálpa drykkjusjúklingum með hælisvist áður en það er um sein- an. Lungu flutt milli manns BANDARISKIR Iæknar unnu það þrekvirki öðru sinni í síðastliðinni viku að flytja Iungu úr látnum manni yfir í lifandi mann. Sá látni var 33 ára gamall en hinn lif andi 44 ára. Aðgerðin, sem er mjög erfið og vandasöm, virð ist ætla að heppnast. Bandarískir læknar unnu hliðstætt þrekvirki í fyrsta sinn í sögu læknavísindanna fyrir um það mánuði en sjúklingurinn lézt skömmu eftir aðgerðina úr öðrum og óskyldum sjúkdómi. ff KALLA KJÖR áá 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.20 20.00 20.30 20.50 21.30 21.30 22.00 22.10 — Hannes er alveg í öngum sín- um vegna þess aö konan hans ætl- ar að vera í burtu í hálfan mánuð.22-30 — Já, hann bjóst við, að hún yrði allan mánuðinn að heiman. 23-15 Föstudagur 26. júlí _____ 1 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 830 Fréttir. <—» 8.35 Tónl. — 10.00 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veð- urfr. Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). Harmonikulög. — 18.50 Tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Efst á baugi (Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson). Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir norðlenzka höfunda. Erindi: Hlóðahella Hallveigar (Helgi Hjörvar rithöfundur). Gítarleikur: Andrés Ségovia leikur lög eftir Bach. Útvarpssagan: „Alberta og Jakob“ eítir Coru Sandel; XVII. (Hannes Sigfússon). Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Keistarinn í Alaska" eftir Peter Groma; XVIII. (Hersteinn Pálsson). Menn og músik; VI. þáttur: Brahms (Ólafur Ragnar Grímsscr* hefur umsjón með höndum). Dagskrárlok. HIN SfÐAN ALÞÝSUBLAÐI0 — 26. júlf 1?63.: JS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.