Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIILA ANDREWS — Það urðu dálítil mistök, já, svaraði hún. Það urðu skipti á eternum og flavininu. — Eter og flavín. Hvernig er unnt að rugla því saman? Það er þó ekki líkt, hvorki, livað við kemur lykt eða útliti? — Nei, maður skyldi ekki ætla það, sagði systirin kald- ranalega. — Ég verð að játa, að mér þykir mjög leitt, að þetta skyldi koma fyrir herra War- ing. Mér feliur engan veginn og líð ekki vanrækslu á minni deild. Hún bað mig að setja flöskurn- ar á borðið. Jake missti allan áhuga á flösk unum. Hann sagðist sjá, að yfir- hjúkrunarkonan væri önnum kaf in og að það væri bezt fyrir hann að koma sér. Áður en yfirhiúkrunarkonan fékk nokkru svarað, kom systir Davis inn og sagði að það væri símaviðtal við yfirhjúkrunarkon una á skrifstofunni. Systirin bað mig að bíða, þangað til hún kæmi aftur. -Ég hélt, að Jake myndi fara með hcnni, en hann stóð kyrr og starði fram ganginn. Svo gekk hann að borðinu og tók eina flöskuna. Hann tók tapp- ann tir og lyktaði að innihaldinu. — Það er allt í lagi með þessa. — Hann setti flöskuna til hlið- ar. — Þér skuluð ekki gera allt erfiðara fyrir yður, systir. Hvers vegna farið þér ekki að lesa sund ur flöskurnar á meðan þér bíðið eftir yfirhjúkrunarkonunni? Við metum alltaf röskleika hér á sjúkrahúsinu. -Ég var alltof örvæntingarfull til þess að hugsa um það, hvers vegna hann lét svo lítið að tala við mig. — Já, já, ég skal gera það. Hann brosti! Hann brosti raun verulega til mín — tii mín og engrar annarrar. — Verið þér ekki svona ör- vinglaðar, systir. Ég veit, að þér hafið verið ófyTirgefanlega kæru lausar, en . . . þetta er ekki eins dæmi. — Er það ekki?. Það komu dálitlar kiprur við munnvik lians. — Ég man eftir því, að síðast var það séravatn og eter og stúdentarnir stóðu í röðum við vaskann til að reyna að skrúbba af sér rauða litinn. Svo minntist hann þess víst allt í einu, hver hann var, því að allt í einu horfði hann yfir höfuðið á fliér og sagði veggnum, að ung ar hjúkrunarkonur ættu að venja sig á að vera samvizkusamar. — Já, herra Waring, svaraði ég auðmjúklega, og þegar hann fér laneaði mig mest til að faðma að mér flöskurnar, sem ég hafði hatað svo innilega nokkr- um míntútum áður. Ég hafði bú izt við, að hann yrði argur og reiður. En vingjarnleg orð hans voru eins og sverð og skjöldur fyrir mig gagnvart öllum heimin um. Ég heyrði allt, sem yfirhjúkr unarkonan hafði að segja mér, — og það var hreint ekki svo lít- ið, — en það hafði engin áhrif á. mig. Og þegar hún loks þagn aði og sendi mig út í þvottaher- bergið til þess að þvo flöskurnar sigldi ég gegnum ganginn í sælu vímu. Mér fannst lífið ekki geta vaggað mér blíðlegra en nú. Það tók tíma að þvo flöskurn ar og því næst fór langur tími í að fjarlægja flavínlitinn úr vask anum. Gulur vökvinn hafði slezt út um allt, — líka niður á svunt una mína. Astor kom tii að sækja mig. Yfirhjúkrunarkonan vill fá að tala við þig. Ætlarðu að fara svona inn til hennar? Hérna. Hún rétti mér hreina svuntu. Hún er alltof stór á þig, en það er skárra en að vera eins og þú hafir lent i eggjakasti. Yfirhjúkrunarkoan nnefndi auð vitað, að svuntan væri alJtiof stór og kappinn væri dálítið skakkur eins og venjulega. — Já, systir Standing, sagði hún að lokum. — Ég er mjög óánægð með yður, — ég vil, að þér farið . . . Ó, hugsaði ég, örvingluð, — nú sendir hún mig til forstöðukonunnar, og ég lok- aði augunum. — Systir Standing, hvæsti hún. — Eruð þér sofnaðar? Hún sagði þurrlega, að það gleddi sig, að ég væri vakandi — í framtiðinni viijið þér kannski vera svo elskulegar að hh'sta á mig, þegar ég tala til yðar? Takk. Ég vil, .að þér farið inn á númer 4 og seíja sárabindi á litla strák inn, sem er þar inni. Hann hrufl aði sig á hálsinum, en þótt sár- ið sé ekki mikið, er hann siálf- ur ákaflega áhyggjufullur út af því. Hann heitir Trevor Brown. — Hún brosti meira að segja pínulítið. — Þér verðið að vera nærgætnari við hann og, þegar þér eruð búnar að búa um skein una flytur lögregluþjóninn. sem fylgdi honum hingað sjúklinginn heim. Trevor Brown var sex ára. Hann var dökkhrærður, óhreinn í framan og í fantaskapi. — Ég sagði honum, að hann þyrfti ekki að fylgja mér, sagði hann reiður og benti í áttina til lögregluþjónsins. — En þér vit ið, hvernig þessir snuðrarar eru, systir, — þeir hlusta aldrei á mann. — Ég á bara að fylgja þér heim til mömmu þinnar, Trevor, sagði lögregluþjónninn vingjarn- lega. — Hún er áreiðanlega á- hyggjufull út af þér. Trevor fuss aði. — Mamma mín. Hún er ekki áhyggjufull. Hún veit, að ég get bjargað mér sjálfur. Lögregluþjónninn leit á mig. — En þú gazt nú ekki gætt þín betur en þetta. 18 Trevor tók á skeinúnni. Ég hefði bjargað mér sjálfur, ef þú hefðir ekki farið að sletta þér fram í það, sem þér kom ekkert við. Ég fór að setja grisjubindi á hálsinn á Trevor. Hann var hrif inn af plástrinum. sem ég setti yfir. — Ég býst við að ég hafi næstum hálfsbrotnað, systir, spurði hann með greinilegu stolti í röddinni. — Þú hefðir getað það, Trevor. — Hefurðu nokkurn tíma séð hálfsbrotinn mann, systir, spurði hann fullur áhuga. Lögregluþjónninn kímdi og ég baðst afsökunar á revnsluleysi mínu. Ég hef ekki verið hjúkrun arkona nema stuttan tíma, Tre- vor. Hann fullvissaði mig um, að ég ætti tímann f.vrir mér. Ég sá það strax á beltinu þinu, að þú ert ný hérna, sagði hann. Þú færð svart belti eftir árið er það ekki? — Já, sagði ég og brosti til hans. Þú veizt allt um reglurn- ar hérna á sjúkrahúsinu. — Auðvitað. Ég hef alltaf ver ið að koma hingað alveg síðan ég var lítill. Nú, jæja, sagði ég og brosti. Þegar Trevor var farinn með fylgdarliði, var ég send í ýmsar sendiferðir og síðan fékk ég skip un um að aðstoða systur Kavis í einum kvenskoðunarklefanum. Ég var búin að vera þar um klukkutíma, þegar yfirhjúkrunar konan benti mér að koma. Hún var mjög alvarleg á svipin. — Systir. Viljið þér fara strax inn á matstofuna og sækja te handa tveimur. Farið með það inn á númer 2. Þar er ungt par. . . Þau eru viti sinu fjær og líklega vilja þau ekki teið, — en reynið að fá þau til að drekka það. Bíðið eftir mér þar inni. Ég verð fyrst aö fara inn til bamsins þeirra, en ég kem aftur eins fljótt og ég get. Og ef þau spyrja um barnið, þá segið, að yður þyki það leitt, en þér getið ekkert um það sagt, því að yður hafi aðeins verið fal ið að færa þeim te. Það var margt um manninn á matstofunni, en ég þóttist ekki sjá þau illúðlegu augnatillit, sem fylgdu mér, þegar ég olnbogaði mér fram í fremstu röð. — Ég kem frá móttökudeiid- inni . . . sagði ég. — Það liggur á. Ég fékk bakkann strax og hélt til númer 2. Yfirhjúkrunarkonan sást livergi. Ungur maður og ung kona stóðu úti við gluggann. Ég skýrði frá því, að yfirhjúkrunar konan hefði sent mig. — Hún hélt kannski að þið hefðuð lyst á te- bolla. Konan sneri sér við. Hún var grátandi. — Systir, — hvernig líður henni? Maðurinn hennar lagði hand- legginn á öxlina á henni. — Vertu ekki að spyrja að þessu, elskan. Við fáum strax að vita, hvernig henni liður þegar ein- hver niðurstaða hefur fengizt. Yf irhiúkrunarkonan lofaði því. Ég vildi, að ég hefði getað sagt eitthvað huggandi og róandi við þau, en ég vissi ekki, hvað ég ætti að segja, — ekki aðeins vegna þess, að ég vissi ekki, um hvað var að ræða heldur einnig af því, að ég hafði aldrei fyrr séð slika sorg fyrr----Ég hellti tei í bollana þeirra. — Það er kalt úti. — Reynið að drekka þetta, — það er gott fyrir ykkur, sagði ég. Konan þurrlcaði sér um augun. — Takk, þúsund þakkir. En ég get ekki drukkið einn sopa, hvað þá meira. En hún tók við boll- anum, þegar ég rétti henni hann. — Allt í lagi, — ef þér haldið, að það geri eitthvað gagn. Hún var svo skjálfhent, að bollinn skrölti á undirskálinni. Ég tók af henni skálina og hún stóð kyrr með bollann milli handanna. — Þér skiljið . . . ég hélt, að hún væri að leika sér með hinum krökkunum . . . ég sá þau ekki . . . en ég heyrði, að þau voru að leika sér fyrir utan eldhús- gluggann allan morguninn. Hún hefur alltaf verið svo þæg . . . Hún var aldrei vön að fara ein út á götuna . . . Þess vegna datt mér ekki í hug að gá að henni, þegar ég fór út að verzla. Ég sagði nágrannakonunni, að ég væri farin og hún lofaði að líta eftir krökkunum. Mér datt ekki . hug, að neitt gæti verið að . . . Hún skalf eins og hrísla í vindi . ... en hún hafði farið niður að ánni. Þegar ég kom heim aft ur var lögreglan þar og þeir spurði eftir mér . . . Hún fór aft ur að gráta og reyndi ckki að halda aftur af tárunum. Ég tók bollann úr höndunum á henni og allt í einu lagði hún hóf uðið á öxlina á mér. Svona, svona, sagði ég. Ég vissi ekki, hvað ég gæti annað sagt, og með þeim orðum huggaði mamma okk ur krakkana, þegar við vorum lítil. Mig langaði mest til að fara að gráta líka, en það gat ég ekki, því að ég fann, að maðurinn hennar leitaði líka trausts hjá mér. Ég er fegin, að þér eruð hérna, systir, sagði hann lágum rómi. Það er léttir fyrir konuna mína að geta talað við aðra konu. Hann drakk annarshugar teið, sem ég færði honum, — þér skilj ið, systir . . . hún kunni ekki að synda. En . . . þeir náðu henni upp í tíma . . . var það ekki? ... Var það ekki? Ilún nær sér aft- ur . . . er það ekki? Rödd hans brast, Yfirhjúkrunarkonaii kom inn rétt í þvi, að hann sleppti orðinu, en ég tók eftir því, að hún svar aði ekki spurningu hans. Hún horfði með meðaumkun á ungu hjónin. — Það var gott, að þið fenguð te. þ Systir? Konan lyfti liöfðinujlaf öklinni á mér. — Hvernig líður henni? Systir lagði handlegginn uíán um hana. — Setjizt þér. Setjiz’t þið bæið. Ég vil fá að tala við ykkur. En áður en hún hélt á- fram bað hún mig að fara inn á númer 12. Systir Davis getur þurft á yður að halda, — ég verð hérna inni stundarkorn. -— Ég kom sjálf með mat, ef þið skylduð ekki bjóða mér. núgga. 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.