Lögrétta


Lögrétta - 09.04.1919, Blaðsíða 3

Lögrétta - 09.04.1919, Blaðsíða 3
í speglinum. Þar situr vor ástmey, sjálfselskan, og sýnir oss þennan heiöursmann, svo gildan á velli’ og gáfa'öan og glæstan á allan veg, vort inndæla eigið „jeg“. En þaö er sá, sem vjer metum mest, sú manneskjan, sem oss reynist best, er alt af jafn alúöleg. I>ar blasir hún viö þjer, veran sú, sem veröur þjer, lasm, til dauöans trú, og mjakar þjer áfram mjóa brú, sem máske er klökk og veik og hál þínum heiðarleik. En sú veröur eklci’ af syndum hreld, hún samþykkir hvern þann hræfareld, sem kemur á hugans kveik. En láttu ei spegilinn launhæöinn ljúga því að þjer, væni minn, aö kappskák tapi vist kóngurinn í kvennamálum viö þig, b.vaö vel sem hann vandar sig. Þótt líki þjer vel þitt lag og snið mun lítill hróöurinn út á viö — rjett merst upp í meöalstig. Jak. Thor. Frjettir. Tíðin hefur verið fremur köld síö- astl. viku, en þó allgott veöur hjer sunnanlands, en í Eyjafiröi og um norðausturhluta landsins hafa yeriö liríðar töluveröar og snjókoma. — I efrihluta Rangárvallasýslu, þar sem askan einkum skenidi jörö, er sagt ilt útlit meö afkomu fjenaöar, jarð- laust á allstóru svæöi þar og hey á þrotum. Skipaferðir. „Gullfoss" kom aö vestan 5. þ. m. og fer vestur aftur 12. þ. m. — „Borg“ fór til Khafnar 5. þ. m. og með henni Sig. Eggerz ráðherra og E. Nielsen framkv.stj. — „Botnía" fór frá Khöfn í gær. „Lagarfoss“ fór hjeðan vestur um haf 3 þ. m. Bæjarstjórnin. Það kom fram á síðasta bæjarstj.fundi, að Samvinnu- fielögin ætla að fara að reisa hús á Arnarhólstúni, vestan við Lands- bókasafniö, og aö Eimsk.fjel. íslands hefur keypt af C. Zimsen konsúl hús- iö við Pósthússtræti 2 hjer í bænum og ætlar að reisa þar einhverjar við- bótarbyggingar. — Samþ. voru til- lögur frá nefnd, sem skipuö hafði verið til þess aö íhuga, hvernig best yrði ráðstafað fje því af söluverði botnvörpunganna 1917, sem kom í hlut Rvikurbæjar, en í nefndinni voru: Ág. Jósefsson, Br. Bjarnhjeð- insdóttir og Sighv. Bjarnason. Sam- þyktin er svohljóöandi: 1) 100.000 krónum skal verja til þess að mynda styrktarsjóð fyrir sjómanna- og verkamannafjelög (karla og kvenna) í Reykjavík, þau sem nú eru eða síðar kunna að verða stofnuð, og eru í Al- þýðusambandi Islands. Vöxtum af höfuðstólnum, sem aldrei má skerða, skal variö til styrktar þeim meðlim- um fjelaganna, sem veröa fyrir slys- um eöa heilsutjóni. Fulltrúaráð verka- lýðsfjelaganna í Reykjavik kýs tvo nænn, og bæjarstjórn Reykjavíkur einn mann til þess að semja reglu- gerð fyrir sjóöinn. Stjórnarráöið stað- festir reglugerðina. 2) 25.000 krón- um skal varið til styrktar „Sjúkra- samlagi Reykjavíkur“. Höfuöstólinn má aldrei skerða, en vöxtunum skal varið i þarfir samlagsins. Leggist snmlagið niöur, rennur höfuöstóllinn í sjóð þann, er nefndttr er í tölulið 1. 3) Afganginum af ofannefndu fje skal variö til þess að stofna alþýðu- bókasafn í Reykjavík, undir stjórn bæjarstjórnar. Sjera Þorsteinn Briem er nú kom- inn að Mosfelli í Grímsnesi, kom aö norðan með „Lagarfossi“ síðast. Dáin er nýl. í Hafnarfiröi frú Krist- ín ólafsdóttir, ekkja Böövars sál. Böðvarssonar, en dóttir sjera Ólafs Pálssonar áður dómkirkjuprests í Rvík. Nýr botnvörpungur er koniinn liingaö frá Englandi, sem „Belguni" heitir, eign Jes Zimsens konsúls o. fl. Skipstjóri er Þórarinn Olgeirsson. Jr _________.___________________________________53_ Hittöng. í bókaverslun undirritaSs eru og verða framvegis ávalt fyrirliggjandi nægar birgðir af alskonar ritföngum, (alsk. pappírstegundir, umslög, penn- ar, blek a. þ. h.). Alt selt lægsta verði sem mögulegt verður. Virðingarfylst. Fjetur Jóhannsson. Breiðablikum, Seyðisfirði. Det kgl. oktr. Söassurence-Compag'm tekur að sjer allskonar sjóvá,tryg-siiagar. Aðalumboðsmaður fyrir Island Egg’ert Claessen, yfirrj.málaflutningsmadur. ei til sölu á Blönduósi, meö góöri erfðafestu-lóð. — Húsið er 12 ára gam- alt, óvanalega sterkviðað, og að öllu leyti vel bygt, og vel viö haldið. Stærð 16 X ál. tvilyft, meö jafnstórum kjallara, sundurhólfuöum í 5 hluta. Á neðri hæð er rúmgott pakkhús, sundurskift geymsluherbergi meö skápum, stór, þægileg sölubúö, skrifstofa og gangur upp í ibúðina. — Efri hæðin öll innrjettuð til ibúðar, sundurskift í 8 herbergi, auk forstofu og 2 fataklefa. Á framhlið hússins eru veggsvalir og viö bakhlið tvílyftur skúr 3)4 X 4 ál. meö inngangi í íbúðina o. fl. Húsinu fylgja 2 matjurta- garðar. Því getur einnig fylgt slátrunar- og kjöthús úr timbri og járni, aö stærð 19 X 21 al. og steinsteypubygging, með hesthúsi, fjósi, áburðarhúsi og heyhlöðu. Öll standa húsin á samanhangandi lóö og öll hafa þau vatns- leiðslu. Fylgt gæti ennfremur: Afgirt erfðafestuland um 10 dagsláttur, alt graslendi, meö talsverðu túni, ágætum kartöflugarði, og hitt annað rná hvort sem vill nota til slægna eða beitar. Gott mótak er í nær öllu þessu landi, og þar hús fyrir eldivið. Semja ber við Magxms kanpm. Steiánssoxi á Blöndósi. íslendingasögur. Árni Pálsson bókavörður skýrir frá þvi í Mrg.bl., að hann ætli að veita almenningi til- sögn og leiðbeiningu um lestur á Is- lendingasögum í einni af kenslustof- um háskólaas einhverjar ákveðnar stundir vikulega. Ætlast hann til þess, að þeir, sem kensluna nota, lesi viss- an sögukafla undir hvern tíma, en í tímanum skýrir hann þau atriði í hon- um, sem torskildust eru, og talar um stjórnarfar landsins og þjóðfjelags- skipun á þeim tíma, er sagan segir frá, og um bókmentir Islands og menningu að fornu. Ættu einkum unglingar hjer i bænum að nota sjer þetta tækifæri til þess aö fá opnaða fyrir sjer heima fornsagnanna. Eitt- hvað á kenslan að kosta, en óákveðið cnn, hve mikið. Kvenrjettindafjelagið hefur skemt- un í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld og næstu kvöld og ætlar þar m. a. að sýna kafla úr skáldsögu Jóns Thor- oddsen „Maður og kona“. Matth. Þórðarson fornmenjavörður sjer um útbúnað á leiksviðinu. Er það kvöld- vakan í Hlíð, sem sýna á. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir leikur húsfreyj- una, en frú Helga Torfason húsbónd- ann. Guðjón Guðlaugsson alþm. hefur keypt hús þau og jarðeign, sem Jón sál. Kristjánsson prófessor átti áður hjer suður við Öskjuhlíðina, og setst þar aö. Hann er nú aö sækja fjöl- skyldu sína norður. A. Courmont hefur nú fengið lausn frá konsúlsstörfum hjer og heitir sá, er skipaöur hefur verið hjer i hans stað franskur konsúll, E. T. de Beauregard og kom hann hingað meö Botniu síðast. Hr. A. Courmont fór heim til Frakklands í síðastl. mánuði. Trúlofuð eru Sæmundur Ólafsson frá Dúki í Skagafirði og frk. Elin- borg Jóhannesdóttir frá Útibliksstöð- um í Miðfirði, systir B. Líndals lögfr. á Svalbarðseyri. Þjóðernisfjelag Vestur-fslendinga. Mánud. 7. þ. m. var fundur haldinn hjer i bænum af nokkrum tugum manna, sem sjerstaklega voru á hann boðaðir, til þess aö ræöa um stofnun fjelags hjer á landi með þeim til- gangi, að efla samhug og samvinnu milli íslendinga austan hafs vestan, og gaf hreyfing sú, sem nú er vöknuð meðal Vestur-íslendinga i átt til sam- taka og fjelagsmyndunar til viðhalds ísl. þjóðerni og tungu, tilefmð til fundarhaldsins. Á fundinum voru m. a. ráðherrarnir báðir, sem nú eru hjer heima, allir blaðaritstjórar og flestir þingmenn,sem í bænum eru.Ennfrem- ur formenn ýmsra fjelaga og stofn- ana o. fl. Uppástungan um fjelags- myndunina hjer fjekk ágætar undir- tcktir einróma, og var hún samþykt og nefnd þeirri, sem boðaö hafði til fundarins, falið að sjá um allan und- irbúning fjelagsmyndunarinnar, en í henni eru: sjera Sigurbj. Á. Gíslason, sem er írumkvöðull þess, að málinu var hreyft, Einar H. Kvaran rithöf., Ben. Sveinsson bankastj., Guöm. Finnbogason prófessor, Sv. Björns- son lögmaður og ritstjórarnir Tr. Þórhallsson og Þorst. Gíslason. — Veröur nánar skýrt frá þessu máli í næsta blaði. Rvíkurhöfn. Bæjarstj. er nú að taka lán, 1 milj. kr., til þess að gera upp- fvllingu við eystri hluta hafnarinnar, á sama hátt og að vestanverðu. Lánid er alt fengiö hjer í bænum, 200 þús. kr. hjá hlutafjel. Kol og Salt, 350 þús. kr. hjá bönkunum, hvorum um sig, og 100 þús. kr. hjá Eimskipafjel. Is- lands, og tekið til 30 ára gegn 6%. Uppfyllingin á að verða 22 þús. fer- ínetrar að stærð. Hf. Kol og Salt hef- ur sótt um, að fá leigða 7000 fer- metra á hinni nýju uppfyllingu fyrir verslun sína. iUiðgert er, að byrjað veröi á verkinu i næsta mánuði og að það standi yfir í tvo ár. Einar Gunnarsson, áöur ritstjóri, flytur sig í vor hjeðan úr bænum og fer aö búa vestur á Snæfellsnesi, á jörð, sem hann á þar, nálægt Dritvík, en þar er Þorst. Jónsson kaupm., í fielagi við E. G. o. fI., aö koma upp útgerðarstöð. LÖGRJETTA Eimskipfjalag íslands er nú að panta smiði á nýju skipi í Khöfn, og fór útgerðarstjórinn í þeim erindum fyrir fáum dögum áleiðis til Khafn- ar. Þetta á að verða flutningaskip, allmikið stærra en önnur skip fjelags- ms, um 1600 tonn. Eimsk.fjel. kvað nú eiga fyrirliggjandi nægilegt fje tii þess að borga þetta skip. Fisksala í Englandi. Snorri Sturlu- son seldi þar afla sinn 27. f. m. fyrir 2471 pd. sterl. og Skallagrimur 31. f. m. fyrir 3567 pd. sterl. íslandsvinir. Fyrir nokkrum árum stofnuðu nokkrir Þjóðverjar fjelag, er þeir nefndu „íslandsvinfjelag“. Þessi fje- lagsskapur gekk í þá átt, að kynna heiminum land vort og þjóð, náttúru landsins, bókmentir fornar og nýjar og annað sem orðið gæti til þess að minna heiminn á þetta eyðisker okkar, ísland. Fjelagsslcapur þessi er nokkurs konar áframhald afstarfsemi Konráðs Maurers, hins heimsfræga þjóðrjettarfræðings, í þarfir íslend- inga — þótt með öðrum og auknum hætti sje. Hann var Þjóðverji, og í miklum metum hjá* löndum sínum, fyrir lærdóm og viðsýni, og máttu þvi orð hans mikils, er hann hafði hið miklá álit stórþjóðarinnar aö baki sjer. En allir vita hvaða stuöning Jón Sigurðsson hafði af ritum Maurers og Maurer, í baráttu sinni fyrir sjálf- stæði íslands. Það verður því ekki aiinað sagt, en að íslendingum hefur lengi verið mikill liðsauki og stuðn- ingur af Þjóðverjum, beinlinis Og ó- beinlinis; þannig er þaö Þjóðverji, sem samiö hefur þá ítarlegustu og bestu bók um ísland, sem enn hefur samin verið, Paul Hermann. og er þaö ekki gagnslitið, fyrir hina fá- mennu og afskektu þjóð, að slíkt rit skuli vera til og ritað á máli, sem margir tugir miljóna lesa, og flestir ínentaðir menn skilja. Þá hafa og ymsir aðrir Þjóöverjar ritað fyr og síðar miklu meira og rjettar um land vort og þjóð, en aðrir. En hvernig er þetta þakkaö og metiö ? Það sjest best, hve þakklætistil- finningin ristir djúpt, þegar náung- inn er i neyð. — Nú eru Þjóðverjar og þeirra liðar allir í neyð — og hvað þýðir það? Þaö er sama sem að segja, að um hundrað miljónir manna — hundrað miljónir — eru í neyð, skort- ir mat, aö meira eöa minna leyti, og flestar lífsnauðsynjar. ,Þvi miður eru íslendingar svo fáir og fátækir, aö þeim er þaö um megn, þótt þeir vildu, að ljetta Þjóðverjum þetta böl, sem hvílir ekki að eins á þeirra herðum sem nú lifa, heldur uæstu kynslóðum einnig. En hitt gætu íslendingar — þeir gætu í verkinu sýnt ,,íslandsvinafjelaginu“ vináttu og þakklæti, með því að skjóta sam- an allálitlegri fjárhæð, og senda því, svo sem ytri vott urn, að við viturri hvaða gagn þeir hafa gert þessari þjóð, að við.sjeum ekki fáfróðari en það. Neyðin, hungrið er hræðilegt í Þýskalandi. Einn af „íslandsvinum“ ritar mjer brjef um áramótin ,og síöan mun heldur hafa versnað en batnaö á'- standið. Tilefni brjefsins er þaö, að ungur maður í Reykjavík baö mig fyrir litla peningaupphæö („borg- un“ nefndi hann það, fyrir eitthvað) til eins af íslandsvinunum þýsku, er jeg sigldi til Danmerkur um áramót- in. Brjef þetta, er jeg nefndi, hafa Englendingar opnað og athugað og sent áfram. Hann segir svo, meðal annars: „— — Jeg varö sárfeginn peningunum, á þessum hræðilegu tímum, í vandræðum með hvern skild- iug og sveltum þó frá rnorgni til kvölds.“ „------hungriö, sem er ein- mitt nú ægilegra en nokkru sinni áð- ur. Ó, að mjer og mínum auðnaðist að þola þetta“. ,,— — helst vildi jeg flytja búferlum til íslands og síðan deyja þar, því ástandið hjer hjá okk- ur veröur ægilegra dag frá degi.“ — Og þetta eru engar ýkjur. ,,Frónið“ flytur 8. mars þ. á. at- hugasemdalaust, aftast hjá auglýs- ingum, skýrslu Mr. Churchills um hernaðarástandið. Þar segir svo: „Þjóöverjar eru í þann veginn aö verða hungurmorða og þjóðlíf þeirra i stórum háska, vegna hungurs og örbirgðar. Nú væri því tíminn kom- inn til þess aö ákveða friöarskilmál- ana.-------Meö því að draga það á langinn ættu bandamenn þaö á hættu að hafa enga til að semja við.“ Að hafa enga til að semja við! Nú kynnu hinir gætnu íslending- ar, sem unna svo mjög smáþjóöa- vernd Englendinga og þeirra banda- rnanna, aö segja sem svo, aö þaö væri móðgun viö þá, ef íslendingav færu að sýna þessum þýsku vinurn trygö og þakklátssemi fyrir veittar velgerðir. Á þessu er engin hætta. Þvert á móti ætla nú Bandamenn að selja matvæli og lífsnauðsynjar til miðveldanna í stórum stíl. Svo virð- ist, sem íslendingar sjeu margir hverj- ir svo einfaldir, að halda það, að Bandamenn viti ekki vel um starf- semi íslandsvinfjelagsins og kunn- ingskap Islendinga og Þjóðverja. Er- indrekar Bandamanna hjer eru bæði gáfaðir og mentaðir menn, og mun vandalítið að vita með sanni um hug- arþel einstakra manna, ef þeir hiröa nokkuö um það. Meðan styrjöldm stóð, var ýmiskonar einræði og yfir- gangur bandamanna bæði afsakan- legri og skiljanlegri, þótt erfitt væri aö eygja gagnsemi þeirra af ýhisum ráöstöfunum, sem oss var óhagræði að. En nú, er þeir hafa svo gersigr- að Þjóðverja, tekið allgr nýlendur þeirra, stór og auðug heimalönd, flota o. s. frv., er það óhugsandi, að þeir sjái sjer nokkurt ógagn gert með því, þótt fáeinir gamlir og gráhærðir bók- mentamenn fengju einhvern litinn fjárstyrk, svo þeir þyrftu ekki að svelta eins mikið hjer eitir, sem áöur. Þaö vita allir, aö hjer á landi eru margir góöir menn, sem harma af al- lmg þetta veraldarböl, stríöið, og óska þess, bæði þjóöar sinnar og anriara vegna, aö sárin grói sem fyrst — án þess að leggja hatur á annan hvorn málspartinn, eða metast um upptökin ; að þeim liggja dýpri rætur en svo, að dagdómar tilfinningamanna grafi fyrir þær. — Og þrautseigur er Þjóöverjinn, þegar hann fer af stað, hvort sem er með pálnum eða pennanum. Enn þann dag í dag, eru „íslandsvinirnir“ að kynna land vort og þjóð. Meistari Carl Kúchler hjelt fyrirlestra um ís- lrtnd í haust, og sýndi 120 skugga- myndir hjeðan, í ca. 20 borgum í Belgíu. Einnig í Sachsen og síðar i Berlin og Wilhelmshaferi. Og enginn má sjá það fyrirfram, hve stórkost- legt gagn íslandi getur orðið að slikri starfsemi; hún verður ekki metin til peninga og ekki verður okkar gagn minna fyrir það, þótt Þjóðverjar hefðu eitthvert gagn af því lika. Það væri því óskandi, að góðir menn í höfuðstaðnum vildu nú gang- ast fyrir því, að senda stjórn „Is- iandsvinfjelagsins" einhverja pen- ingaupphæð, til miölunar meðal þeirra Islandsvina, sem mesta hafa þörfina. Og enginn skyldi ætla, að vegur vor aukist í augum Engla og þeirra fjelaga, þótt þeir sæju okkur gleyma góðum vinum, þegar þeir eru uauðulega staddir. Til slíks ódreng- skapar dettur þeim aldrei í hug að reyða okkur, síst er þeir hafa Þjóð- verja svo algert á valdi sínu sem nú að ófriðarlokum. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. H. N. Andersen etatsráð, íorstj. Austúr-Asíufjel., ber nú höfuð og herðar yfir alla danska fjesýslu- menn, eins og Tietgen gerði á sinni tið. Fyrir skömmu fjekk hann fíls- orðuna, og er hún hið stærsta virð- ingarmerki sem dönskumríkisborgara getur hlotnast heima fyrir. Viö þetta tækifæri skýrir „Politiken" frá ýmsu itm starfsemi Andersens, sem ekki befur áöur verið almenningi kunnugt. Hún segir, að hann hafi verið mesta stoð dönsku stjórnarinnar í viðskift- unum út á við nú á ófriðarárunum, farið fjölda ferða fyrir hana ýmist á fund ensku stjórnarinnar eða þýsku stjórnarinnar í viðskiftasamninga er- indum. Alls hafi hann á þessum ár- tun fariö 28 sinnum yfir Noröursjó- iun, þrátt fyrir allar hættur, sem á þeim leiðum hafa veriö, og sumar þær ferðir hafi hann farið er verst stóð og í vetrarstormum. Blaðið segir, að hann muni vera eini maður- inn i Evrópu, sem hafi getað farið beina leið frá Sir Edward Grey til Bethmann-Hollweg ríkiskanslara. Um árangur af þessum ferðalögurn hafi ekkert verið birt opinberlega, en kunnugir menn þeim málum viti, aö hann sje afarmikill. Þegar mest þrengdi að á stríðsárunum og hætta þótti á því vera, að landið lenti inn í ófriðarhringiöuna, þá segir blaöið aö viökvæðiö hafi verið í kauphöll- inni: „Andersen veröur aö ráöa fram úr þessu.“ Og hann hafi aldrei brugð- ist því trausti, sem menn báru til hans. Það sje honum aö þakka, hve þolanlega og aö sumu leyti hagkvæma viðskiftasamninga Danmörk hafi fengið á ófriðarárunum. Allir hinir betri og heiðvirðari menn dönsku verslunarstjettarinnar hafi skipað sjer undir hans merki, en sorinn úr stjett- inni hafi valið aðrar leiðir. Hans Níels Andersen etatsráð er fæddur í Nakskov á Lálandi 10. sept. 1852, sonur timburmeistara þar, og sjálfur var hann í æsku timbursmiður og fór í siglingar 16 ára gamall. Hann

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.