Lögrétta


Lögrétta - 09.04.1919, Blaðsíða 4

Lögrétta - 09.04.1919, Blaðsíða 4
t 54 LÖGRJETTA r r r Notíð eingöngu FRYSTIVJELAR frá THOMAS THS. SABROE & CO., AARHUS, sem eru notaðar um allan heim og þykja alstaðar bestar. Hafa hlotið mikið lof og fjölda hæstu verðlauna. Hjer á landí eru vjelar þessar notaðar hjá Sláturfjelagi Suðurlands, Reykjavík; Sameinuðu íslensku verslununum, Akureyri, og ísfjelagi Vestmannaeyja: Bimsls.ipafjelag íslancls °g Samoinaöa guíxisliipalj olagiö nota eingöngu þessar frystivjelar í skipifm sinum. 2700 vjelar af öllum stærðum þegar seldar. Biðjið um upplýsingar og verðlista. Einkasali á íslandi O. J. Johnsen Vestmannaeyjum. settist svo aS i Bangkok, höfuíSborg- inni í Síam, stofnaöi þar verslun og skipaútgerö og græddi fje. 1894 kom hann heim aftur til Danmerkur, og var þaö þá erindi hans, aö koma á stofn Austur-Asíu-fjelaginu. Hanr, sneri sjer fyrst til Tietgens etatsráös, en Tietgen sagði honum, að best mundi fyrir hann að snúa sjer til „gyðinganna hinu megin við götuna“, en það var Is. Glúckstadt og L,auu- mandsbankinn,, sem -Tietgen vísaði þannig á. Þar gekk erindið vel. Aust- ur-Asíufjelagið var stofnað í marts 1897 með lítilli skrifstofu við Frí- höfnina. Nú er það stærsta og vold- ugasta fyrirtæki danska ríkisins. H. N. Andersen hefur alla tíð verið æðsti stjórnandi þess. Nú hefur hann lengi verið búsettur í Khöfn. Hann kvað vera mjög alþýðlegur maður og blátt áfram í framgöngu, en starfsmaður hinn mesti; koma jafnan á skrifstofu sína kl. 8 að morgni og vinna þar til kl. 7 að kveldi, en fara þá heim og gang& snemma til rekkju. Eftirmæli. Stefán ólafsson. Þeir eru margir merkismennirnir, er vjer eigum á bakaðsjáþettasíðastaár. Fins þeirra vildi jeg minnast með nokkrum orðum, en það er Stefán Ól- afsson kennari á ísafirði. Stefán var fæddur 5. júní 1857, sonur sira Ólafs dómkirkjuprsts í Reykjavík, síðar prófasts á Melstað. Faðir síra Ólafs var sr. Páll, er druknaði árið 1823 með Þórarni Öfjord, sem Bjarni Thorarensen hefur ort um (B. Th. Ljóðmæli 1884, bls. 99.). Móðir sr. Ólafs var Kristín dóttir sr. Þorvalds Böðvarssonar á Holti undir Eyjafjöllum, sem margt stór- menni er frá komið. (Sbr. Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar eftir Th. Krabbe). Móðir Stefáns var Guð- rún, dóttir Ólafs Stephensen úr Við- ey. Stefán var yngstur systkina sinna, var hann í skóla er hann misti föð- ur sinn og hætti þá við nám. Hann var um tima kennari við barnaskól- ann á ísafirði, en árið 1882 giftist hann Sigríði dóttur sr. Jóns Hall- dórssonar í Stórholti. Bjó Stefán fyrst i Garpsdal en síðan að Brandagili í Hrútafirði 0g hafði hið mesta rausn- arbú. Var hann sjálfkjörinn sveitar- * höfðingi, og þótti þar engu ráði vel ráðið, nema hann rjeði. Þegar Stefán bjó í Garpsal skoruðu hjeraðsbúar á hann að gefa kost á sjer til þing- mensku, en Stefán vildi ekki. Er það ólíkt þvi sem nú gerist, er menn ota sjer fram til þess starfa, þótti bæði skorti traust og hæfileika. Árið 1908 fluttist Stefán hingað til ísafjarðar og dvaldi hjer síðan. „Hann var svo vel ættaður, sem adir þeir, er komnir eru af Ragnari loðbrók". Þetta datt mjer oft í hug er jeg sá Stefán Ólafsson. Hann bar svo glögg einkenni stórættaðs manns: Mikill maður vexti, íturvaxinn og djarflegur, og fyrirmannlegur í lát- bragði. Svo kom hann mjer fyrir sjónir fyrst er jeg sá hann, en síðar, er jeg kyntist honum, virtist mjer bann þó meiri á allan vöxt en mjer bafði í fyrstu sýnst. Á þroskaárum sínum var Stefán vel efnaður. Var hann hinn mesti rausnarmaður og sást lítt fyrir í þeim sökum, eyddist bonum því meir fje en til safnað- ist og var því fremur fjelítill síðari hluta æfinnar. Hæfði það að sönnu ekki vel svo stórlyndum manni, en þó varð þess aldrei vart að hann bæri sorgir um slíka hluti. Leit hann á það sem smámuni og taldi sig hafa verið lánsmann í öllu því, er nokkru varðaði, og var það áreiðanlega rjett á litið. En það lán hans var stærst, að hann var svo vel giftur, sem menn geta best verið. Stefán var áhuga- mikill um opinber mál, og stóð ætíð framarlega í fylkingu er deilt var um landsmál. VgjM því, sem öðru, hrein- skilinn og heill. Var það orð á hjer á ísafirði, að hann væri mikill vin samherja sinna, en óblíður sínum and- skotum. Eftir að Stefán fluttist hingað til ísafjarðar gerðist hann kennari, kendi fyrstu árin aðallega músik, því í þeirri grein hafði hann notið ágætr- ' ar kenslu í æsku — var nemandi Sv. Sveinbjörnson tónskálds. — Siðustu árin kendi hann einnig börnum, og var það mjög eftirsótt að koma börn- um í skóla Stefáns Ólafssonar. Veit jeg ekki hvorum hefur þótt meira fyr- ir um fráfall hans: börnunum eða foreldrum þeirra. Stefán var vinfast- ur maður og raungóður. Hann var gleðimaður mikill og kunni flestum mönnum betur að vekja glaðværð og halda henni við, því maðurinn var fjölbreyttur að gáfurn og mentur vel. Kona Stefáns lifir mann sinn 0g sex börn þeirra: Guðrún, Ólafur, Jón, Páll, Stefán og Margrjet. ísfirðingur. Norðan af nyrstu töngum Eftir Kristján Eggertsson frá Grjótnesi. íslenska þjóðin hefur — eins og raunar allar þjóðir nú á dögum — þungan storm í fangið, þreyttan fót og kaldan. Alt leikur á riðuskjálfi; öllum megin syrtir að. — Það orkar tvímælis, hvort áfram verður komist og velli haldið í lífsbaráttunni, eða fallast látið undan brekkunni.Til allr- ar hamingju var íslenska þjóðin það á veg komin, að henni er ekki algerð glötun búin, þó til baka horfi um srund, þótt ávalt sje það bagalegt, í allri framsókn, að hopa á hæli. Hvað veldur örðugleikunum? Mennirnir og uáttúran? Evrópisku stórveldin stiga djöfladans á bjargræðisvegum sjálfra sin og smáþjóðanna. En náttúran hamast og þrengir að á aðra hlið. Lít- um til baka. Stríðið hófst í byrjun ágúst 1914. Vörur hækkuðu þegar í verði, og hef- ur því haldið áfram síðan. Nú eru út- lendar nauðsynjavörur orðnar fjór- falt dýrari en þær voru fyrir stríðið, og einstöku tegundir hafa jafnvel tí- faldast að verði. Innlendar vörur hafa ekki stigið í verði að sama skapi, og þar af leiðir, að best mun að búa að sínu, eftir því sem föng leyfa. Sumar- ið 1916 kom út grein í Lögrjettu eftir Guðm. á Sandi, og fjallar hún um óhagstætt árferði tuttugustu aldarinn- ar. Jeg þarf ekki að bæta um verkin hans, en tek þar við, sem hann hætti. Veturinn 1916—'17 var nokkuð snjó- þungur, en gat þó ekki talist vondur. Góan var veðurmild, en með einmán- uði hófust kuldar og fannkoma, og hjelst það tíðarfar lengst fram á sum- ar; t. d. um kuldann, skal þess getið, að í elleftu viku sumars var hjeluð jörð eina nótt, og svo hafði verið við og við að þeim tíma. Samt sem áður varð spretta dágóð, og heyjaðist vel framan af sumri. En fyrir miðjan ágúst gekk til norðaustanáttar, og hjeldust síðan kuldar og illviðrí fram á haust. Hey hraktist, og varð úti til stórra muna. Veturinn gekk í garð , annan okt., með þvílíku fannkyngi, ! að fje fenti í stórhópum hjer úti við, sjó. Frost voru svo mikil, að aka mátti yfir ár og vötn þremur vikum fyrir vetur. Þetta tíðarfar hjelst, með j spilliblotum við og við, fram að ára- ! mótum. — En þá tók út yfir. Árið 1918 byrjaði svo að segja — með ódæma frasthörkum; klæddi alt klakahjúpi, bæði sjó og land, svo að hvergi sá skilgreiningu á; óf saman í eina bendu úthaf og andnes, ár og grundir, fell og daladrög. — Um þorrakomu mildaðist tiðin nokkuð, og færðist í það horf, sem venjulegt er um hávetrarveðráttu hjer. Góan var góð, en megnaði þó eigi að þíða frerann til neinúa muna. — En sjór- inn hafði brotið af sjer böndin, og drundi við ströndina. Var á honum vígamóður eftir fjörbrotin, leit helst út fyrir það, að hann væri að láta í Ijós fögnuð sinn yfir fengnum sigri, þar sem hann hafði hrundið „íslands forna fjanda“ af herðum sjer, eitt- hvað norður í Dumbshaf. í heild sinni var veturinn sá harðasti, sem komið hefur síðan 1880—81, að eldri manna sögn. — Sumarið gekk í garð með einmuna veðurblíðu sem hjeltst fram undir júnimán.Iok. Enþátókuvið norðaustan úrsvalir stormar og níst- ingskuldi nótt og dag. Veturinn hafði skilið eftir menjar -hörku sinnar; tún og harðvelli var helkalið. Alt spratt illa. Svo byrjaði slátturinn. Veðráttan var altaf stirð, kuldi og sólskinsleysi, nema ein vika í ágúst byrjun, sem^ var sannkölluð sólarvika. Svo fjell alt í samt lag aftur, en þó komu þerri- clagar öðru hvoru, svo að hey náðust stórskemdalitið lengi vel. — En laust fyrir miðjan september tók af skar- ið. Stormurinn þaut og þyrlaði með sjer hverju þvi lauslegu, sem fyrir varð. Hann ýfði yfirborð vatnanna, og þeytti löðrinu á undan sjer ppp á bakkana. Þar varð það að svelli. Mýrarnar frusu og mosinn brotnaði undan fótum manns, þegar gengið var um þær. Hver sá, sem á votu engi stóð daginn þann, hefur hlotið að veita því eftirtekt, að orfið svellaði í höndurn hans, þar sem deigla kom á það. Kólgubakkinn yfir hafinu fet- aði sig lengra og lengra upp á loft- ið, færðist nær og nær. Svo dimdi að öllum megin. Hríðin skall á. Dagarn- ir næstu voru þessum líkir. Næsta vika og þar næsta sigldu í sama kjöl- íarið. Mönnum er það gjarnt, að nema staðar við og við, og líta yfir farna leið, ekki síst hafi eitthvað Jireytt fótinn á göngunni. Einnig verður mönnum það fyrir, að skyggja hönd yfir auga og horfa fram, leitandi að betri leiðum. Það er engum efa bund- ið, að besta ráðið, til þess að stand- ast brotsjóa styrjaldarinnar, er það, að hafa mikinn búpening, og tryggar afurðir af honum. — Góð sönnun þess, að velmegun þjóðanna bygg- ist æfinlega á framleiðslu og engu öðru. Þess vegna eiga sem flestir að vinna að henni. — En hjer togast tvent á; öðrum rnegin þörf þess, að hafa mikinn fjenað, en hinum meg- in örðugleikarnir á því, að afla nægi- legs fóðurs —• tryggja fyrir fellis- hættunni. Margir hafa risið upp og ritað um afnám horfellis, hrópað há- stöfum um að gera þá þjóðarsvívirð- ing landræka, og lagt á ráðin um það, hvernig henni skyldi komið fyrir kattarnef. —• Slíkt er góðra gjalda vert, og sýnir hlýjan hug til lands cg þjóðar — löngun þess, að gera gagn. Jeg hef Iesjð nokkrar ritgerð- ir þessa efnis og virðist mjer ráða- leysið skína í gegnum öll ráðin, sem þar eru fram borin. Jeg mun leitast við að sanna það í fáurn orðum. — Karl á Ljósavatni ritar um „hey- forðabúr á hverri jörð“ (Tíminn 26. tbl., II. árg.). Heldur hann, að ef það fyrirkomulag næði fram að ganga, þá muni „Fellir“ gamli land- rækur verða. Jeg er honum samdóma um það, að fellishættan minki mjög, ef að hver bóndi hefur dálítinn forða ' um fram það, sem hann þarínast í hörðum vetri, því það þykir sannað, að enginn-sá þurfi að deyja úr hungri, sem hefur nógan mat og matarlyst. Hann tekur t. d. bónda úr nágrenni sínu, sem hefur á fóðrum: 100 ær, 25 lömb, 4 hesta og 2 kýr. Hann vill, að þessi bóndi leggi árlega fyrir rúm- lega x6 vættir af heyi, í tiu ár, þá nemur forðinn i66y2 bagga. — Ef að bóndi þessi tekur til láns af forð1 anum, þá er hann skyldur til þess, að borga það alt á næsta ári. Setj- unx nú svo, að tíundi veturinn, frá þvi að forðabúrið var stofnað, yrði svo harður, að alt gæfist upp. Á eftir honum kæmi grasleysissumar, líkt og þetta síðastliðna.. Falli þannig, þá bygg je8. bóndanum veitist það erfitt, að borga alt lánið og hafa þó góðan ásetning, nema þá því að eins, að hann fækki fóðrunum til muna. 1 illaga frá Valtý Stefánssyni fer í þá átt, að hver bóndi sje skyldaður tii þess, að hafa það fóður á haust- nóttum, handa hverri skepnu, sem nægja mundi í hörðum vetri. Jeg sje ekki, að hægt sje að fullnægja tillög- um þessara manna, nema með því eina móti, að skera af fóðrunurn, þar til birgðir eru nógar. — Stefán Stefánsson ritar um „grasbrest, felli og fóðurbirgðafjelög", (Islendingur, 38. tbl., 4. árg.). Hann er dálítið víð- sýnni en hinir, horfir ögn til beggja handa. En honum fer þó líkt og þeirn leiðsögumanni, sem fetar stórum skrefum að áfangastað, stikar yfir gil og grófir, en gætir þess minna, hvort þeir, sem hann er að vísa veginn, geti fylgt honum eftir, svo að þeir nái sama náttstað og hann. Lítum yfir niðurlagsorð hans: „1918 var ísland viðurkent fullvalda konungsriki, og þá var hafinn fjelagsskapur um land alt í því skyni, að firrast algerlega horfelli og er hann síðan algerlega úr sögunni hjer á landi.“ Áður í grein- inni talar hann um grasbrest, fóður- bætisskort og að líkindum komi ekki til mála, að kaupa útlendan fóður- bæti. Hann vill láta bændur halda sæmilegum bústofni, en vera þó ör- tígga gegn felli, hvað sem á gangi, þrátt fyrir fóðurbirðaskort. — Þetta er meiri bjartsýni en jeg hef áður þekt. —‘ • Þessir menn, sem jeg hef nú nefnt, eru ekki þeir einu, er láta mál þetta til sín taka. Hrópin berast hvaðanæfa að; hrópin urn það„ hvað búmanns- viti margra sje áfátt. Að menn skuli ekki sjá það, að hafa 40 ær, sem nægi- legt fóður hafa, geti gefið meira af sjer en 80 ær, sem kvaldar eru fram við lítinn kost. Þetta getur nú verið. En hver vill neita því, að 80 ær í góðu lagi, gefa helmingi meira af sjer en 40 ær, þó þær sjeu í góðu higi líka? Og þess vegna er það freistandi að tefla á tvær hættur. Margur heiðursmaður setur upp vandlætingasvip yfir þeirri heimsku bændanna, að ætla ekki hverri skepnu fóður til hins ítrasta. Undrast þá ein- íeldni, að sjá ekki muninn á því, að leggja kindina in að haustinu, og tá fult verð fyrir, eða hinu, að drepa bana úr hor með vordögunum, og hafa þó kostað miklu til. Munurinn er mikill, það er satt. En annar mun- ur er mikill líka. Ef aö kindin lifir gefur hún oftast nær af sjer mörg- um sinnum hærri rentur, en verslan- ir geta veitt. Nú í nokkur ár hef jeg veitt því eftirtekt, hvað ærnar mín- 21- gefa árlega af sjer í hreinan ágóða. Það leikur á ýmsu, sem eðlilegt er. Þetta ár gaf versta raun, en þó varð ágóðinn sem næst 50%. 1913 og 1915 voru bestu árin, þá gáfu þær rúm- lega 100%. Jeg gat þess í upphafi, að nú væru erfiðir tímar. Flestir bændur eru of fiárfáir til að standast dýrtíðina, og eina úrræðið til þess, að ekki reiði alveg um þvert bak, er það að halda í bústofninn, eftir því sem framast er unt. Margir bændur eru Jiannig settir, að ef bústofn þeirra rýrnar að nokkrum mun, frá því, sem nú er, hvort heldur fyrir það að þeir drepi hann niður á blóðvelli, eða felli úr hor, þá er framtíð þeirra, sem bænda, eyðilögð. — Og þó að fóðurbirgðir sjeu nú í minna lagi, og „Norðri" hafi kaldlyndur verið og ekkert út- lit sje til þess, að skap hans rnuni ljettast um sinn, þá get jeg engan áfelt fyrir það, þó hann setji dálítið djarflega á sig, leggi á „tæpasta vað- ið“, til þess að bjarga sjer og sínum frá fátækt 0g eymd í framtíðinni. — Hver vilf kasta fyrsta steininum? Þið Eggertar 0g Guðmundar og aðr- ir góðir menn, sem hugsið um lands- ins gagn og nauðsynjar. Það eru eng- in huggunarorð í eyru bændanna, skipanir um að skera af fóðrum, ein- mitt þegar mest á ríður að halda siofninum, svo þeir geti verið sjálf- bjarga og búið að sínu, ef á þarf að halda ; þvt nú er hjer ekki sú gnótt fanga, sem á landnámstíð, á afla- brögðin er ekki treystandi, ef í harð- bakka slær. Og íslendingar eru komrtir á þenna dag, af Jtvxj að þeir liafa oft og tíð- urn lagt á „tæpasta vaðið“ og venju- lega tlotið yfir um. Annars mundi „þjóðarsálin" fyrir löngu fallin í val- inn, — komin undir „græna torfu“. Líklega verður mjer brugðið um það, að jeg vilji halda hlífiskildi yfir hordauðanum. Látum hvern segja sent hann lystir. — En tilgangur minn með þessum línum er sá, að sýna fram á það, að leita verður fleiri leiða en enn heíur gert ver- ið, til þess að hordauðinn verði land- rækur, því að jeg tel það enga leið að drepa af fóðrum, þegar of fátt er fyrir. — Við erum of fátækir til þess. Það er fellir líka. En jeg vil ekki kaupa það dýrum dómum af „Felli“ gamla, að snáfa hjeðan, jeg hef meiri skömm á honum en svo. Og þeir, sem hyggja á, að koma honum fyrir nú þegar, án Jiess að skarð verði í vör Skíða að loknu verki, þeim skjátlast aigerlega. Þeir munu sanna það, að hann rís Upp við dogg og glottir, meðan þeir kyrja líksönginn. Við þurfum að læra betur. Við er- um á valdi Fellis enn sem komið er. Því er miður. Þess vegna meg- um við engan áfella fyrir það, þó hann hætti sjer mikið, bindi sjer stundum þyngri bagga en hann fær borið. Hann reynir Jió að bjargast. Það á ekki við, aö standa hnípinn í skúmaskotumoghreyta þaðan ónoturn að þeim vegfaranda, sem orðið hefur fótaskortur, og slett sig út. Slíkt væri að leggjast á byrðina. Það hlýðir betur, að kveða vísuna hans Jóns Ó- lafsonar, þessa: Við skulum ei æðrast þótt inn komi sjór og endur og sinn gefi’ á bátinn. En halda sitt strik, vera í hættunni stór og horfa ekki um öxl, það er mát- inn. Heill sje hverjum þeim, sem hvet- ur til drengskapar og dáða, gengur á undan með ljós í hendi og lokkar aðra til fylgdar sjer. Vinnur að því, að fá alla þá, — sem hafa hendurn- ar djúpt niðri i vösunum, eða erm- arnar langt yfir fingur frarn, — til að lyfta höndunum, brjóta upp erm- arnar og rita á skjöld sinn: „Störf- um að ræktun lýðs og lands, þá höf- um við sigur um síðir.“ Fjelagsprentsmiðjan

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.