Alþýðublaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 2
Kitstjórar: Gísli J. Áslþórsson (&D) og Benedikt Gröndal,—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi: 14:906 — Aðsetur: AlþýðuhúMð. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hveríisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framsókn gegn neytendum SÍÐASTLIÐIÐ VOR réðust framsóknarmenn á ríkisstjórnina fyrir síhækkandi (verðlag og töldu hana eiga „heimsmet í dýrtíð“. Þetta var eitt mesta ikosningamál þeirra og átti að lokka kjósendur frá stjórnarflokkunum til framsóknar. Ef til vill hef- ur það að einhverju leyti tekizt. Nú eru engar kosningar framundan og annað 'hljóð í blöðum framsóknarmanna. Þau halda sem sagt uppi harðri baráttu fyrir ENN MEIRI VERÐ- HÆKKUNUM og finnst sýnilega ekki nóg, það sem neytendur verða að bera. Hér fara á eftir þrjú dæmi um þessa baráttu framsóknarblaðanna: TÍMINN endurprentar og tekur undir kröfur iðn- rekenda um hærri álagningu á vörur þeirra. TÍMINN heimtar dag eftir dag afnám alls verð- lagseftirlits, sem muncli þýða hærri álagningu í öllum liðum verzlunarinnar. DAGUR á Akureyri lætur ekki nægja lögboðnar hækkanir á landbúnaðarvörum, sem brátt munu koma til framkvæmda, heldur heimtar MUN MEIRA verð fyrir búvörur og kallar það „undirlægjuhátt við höfðafjölda kaupstaða- búa“ að samþykkja það ekki umyrðalaust. Af þessum dæmum verður Ijóst, að neytenda sjónarmið eru ekki til hjá framsóknarblöðunum. Þar er eingöngu 'hugsað um hærra verð fyrir fram leiðendur og milliliði — þótt hinn óbreytti neyt- andi verði að borga. Alþýðublaðið viðurkennir, að framleiðendur og verzlun verði að fá sanngjamt verð og álagn- ingu eftir þörf. En við minnum á, að neytendur landsins eiga líka rétt í þessum málum. Sjónar- mið þeirra eru alltof oft fótum troðin, þegar 'full- trúar framleiðenda beita hinum miklu áhrifum sínum til að knýja yfirvÖId til að veita þeim hærra verð og þarmeð meiri tekjur. Það er furðulegt, að flokkur, sem telur sig | hinn eina útvalda málsvara samvinnuhreyfingar- innar á íslandi, skuli vera svo blindur á sjónarmið neytenda, sem framsóknarblöðin eru. Greiðslugeta neytenda er ekki takmarkalaus, jafnvel þótt góðæri sé og mikil vinna. Það mun ' koma illa við framleiðendur sjálfa, ef þeir ofbjóða kaupmætti neytendanna. Ættu framleiðendur að nótfæra sér tækni til aukinnar framleiðni og beita Jiagkvæmari vinnubrögðum til að spara fram- leiðslukostnað í stað þess að heimta sífellt hærra verð, hærra verð, hærra verð. Kraftkerti í hvern bíl ............................................................... „„„""""•j ^ Vegir, en al!s ekki ökufærir ■fc EyðiSagðar bifreiðar á ófærum. 1 Presturinn vitnar. 1 ^ Benzínskattur; stórfé til vegaframkvæmda. 5 VEGFARANDI SKRIFAR: „Ný leg-a skrifar prestur um vcgina austur í sýslur og bendir á a3 þessir vegir séu í raun og veru á stórum köflum gjörsamlcga ófæ~- ir og eyðil'eggi venjulegar bif- reiðir. Hann segir að hörmung sé að sjá útreiðina á nýjum bifreið- um eftir að þær eru búnar að fara vegina austur í Skaftafells- sýslur. Þetta er dýrt spaug, segir hann, fyrir einstaklingana og fyrir þjóðina. ÉG VIL EINDREGIÐ taka und- ir þessi orð prestsins. Nýlega fór ég austur í sveitir og ég verð að segja það, að á Rangórvöllum voru vegir víða svo slæmir, að þeir voru í raun og veru ófærir og bíllinn skemmdist mikið. Ég veitti því athygli þegar ég fór austur að búið var að aka ofaníburði öðr- um megin á veginn á alllöngu svæði og var þarna þykkt lag af ofaníburðinum. Enginn hefill var þarna sjáanlegur. Ég fór í Vík og samdægurs heim en mjög seint og þá var enn ekki búið að jafna úr og enn var enginn hefill sjá- anlegur. ÞARNA VAR ÚTILOKAÐ að liægt væri að mætast. Bíll gat ekki farið út í binginn, þó að hann hefði komizt út í haiin, þá hefði hann setið fastur í honum. Hvers konar ráðslag er þetta? í raun og veru var vegurinn lokaður á öllu þessu svæði — og það átti að loka honum. Annað var hrein vit- leysa. Svona lagað skilur maður ekki. Maður veit það, að þeir, sem- stjórna vegaviðhaldinu eru örin- um kafnir, tæki of fá, of fáir menn, að minnsta kosti á sumrin, en „system verður að vera í gal- skapnum.“ ÞÁ VIL ÉG MINNAST á annað til þess að benda á það, að margir vegir, sem íslendingar nefna svo eru alls ekki vegir fyrir um 90% bifreiða. Fyrir rúmu ári var sett brú á ána austur í Laugardal. Um leið var veginum breytt fyrir aust an Ketilvelli. Ofaníburður í nýja veginn var tekinn úr farvegi ár- innar, en hann ,er möl og vatnsi- sorfið hnullungsgrjót. Upp brekk ur að fara. Þetta er í raun og veru ófær vegur fyrir allar venjulegar f arþegabif reiðir.“ SVO MÖRG eru þau orð bréf- ritarans. Ég hef dálítið kynnzt sum um þessara vega í sumar og er alveg sammála bréfritaranum um það, að margt af því, sem við köil um vegi er alls ekki vegur, heldur ruðningurj, aðeijns fær jeppum, traktorum og stórum bílum og þess háttar farartækjum, en alls ekki minni bifreiðum. Þetta sama er mér sagt, að eigi við Vestfjarða Framh. á 12. síðn £ 23. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.