Alþýðublaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 16
Landsþing sveitar- félaga sett í gær NEFND TIL AÐ KANNA LÁNSFJÁRMÁLIN 7. Landsþing íslenzkra sveitar- í'élaga vár sett í gærmorgun að Hótel Sögu í Reykjavík. Formað- lur sambandsins, Jónas Guðmunds son, setti þingiö. Minntist hann í upphafi þriggja manna, er starf að höfðu í samtökunum og setið þing þeirra, en þeir voru: Eri- ingur Friðjónsson, Akureyri, Eirík 1 ur Jónsson oddviti, Arorsabæ og ívar Jasonarson, Vorsabæjarhóli. i Fundarmenn vottuðu hinum lótnu líónas Guðmundsson setur þingið. virðingu sín með því að rísa úr sætum. Þá bauð Jónas innlenda og er- lenda gestti þin,gsins velkiomna, en nöfn þeirra eru birt á öðrum stað í blaðinu. Alls eiga 170 fulltrúar sæti á •þinginu og hafa aldrei svo margir setið þing samtakanna. Kaupstað- irnir senda 42 fulltrúa en hrepps félög 128. 54 sveitarfélög voru tekin í sambandið í upphafi fund arins. Voru kjörbréf allra fulltrúa sam þykkt. Þá fór fram kosning forseta þingsins. Var Jónas Guðmunds- son kjörinn forseti, en íru Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, fyrsti varaforset/i. Ritarar voiru kjörnir Páll Björgvinsson oddviti Húsavík og Jóhann Hermannsson forseti bæjarstjórnar á Húsavík. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri flutti ávarp í upphafi fundar og ræddi m.a. um samstarf ríkis og bæjar. Sagði hann, að innan sveit arstjórna væri mikið unnið að þvi, að jafna pólitískan ágreining og ná víðtækri samvinnu um fram faTa- og hagsmunamál. Borgar- stjóri taldi mikilvægt að menn, sem ynnu að sveitarstjórnarmál- um hittust og væri ekki sízt mik- ils virði, að sveitarstjórnarmenn innanlands hittust oftar og skýrðu hverir öðrum frá reynslu sinni. Að ávarpi borgarstjöra loknu flutti Jónas Guðmundsson skýrslu stjórnarinnar og skýrðj frá reikn ingum sambandsins. Síðasta Landsþing íslenzkra sveitarfélaga var háð 1959. Þá var kosin fram- kvæmdanefnd fyrir sambandið og skipuðu hana Jónas Guðmunds 4on, fiormaðui-, Tómas Jóínsson borgarlögmaður, Stefán Gunn- laugsson fyrrv. bæjarstjóri, Björn Finnbogason oddviti og Hermann Eyjólfsson oddviti. Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega einu 6inni í mánuði allt kjörtímabilið og oftar þegar ástæða hefur þótt til. Stjórnarfundir hafa verið sam tals 43 frá síðasta Landsþingi. Þegar seinasta Landsþing var haldið voru í sambandinu 137 sveitarfélög, 13 kaupstaðir og 124 hreppsfélög Á kjörtímabilinu hafa gengið í sambandið 57 hreppsfé lög og einn kaupstaður, en Framh. á 5. síðu koniinn til Reykjavíkur, og fer hann utan í fyrramálið. Hinir fjór ir koma í bæinn innan skamms. Bretarnir bjuggu í leitarmanna kofa, sem Upprekstrarfélagið í Hvítársíðu hefur byggt við vatn- ið. Þangað er um 6—7 klukku- stunda ferð í bíl, enda yfir hrein ar vegleysur að fara. Bretarnir fimm merktu 150 álft ir, en í fyrra er þeir voru hér á ferð, merktu þeir 50 álftir og þeg ar hafa fjórar þeirra fundist á Brtlandseyjum. Það er ákveðin álftastofn, sem mennimir eru að fylgjast með, og eru merkingarn- ar auðveldastar hér, þar að þessi stofn finnst ekki aftur fyrr en í Síberiu. Sá sem átti hugmyndina að ferð inni hingað kom fyrst til íslands árið 1955. Mennirnir gera þessar athuganir og merkingar alveg á eigin vegum og á eigin kostnað. Sýning á mynd- um Gunnlaugs Blöndal NÆSTKOMANDI þriðjn- dag, hinn 27. égúst, verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safnsins sýning á málverk- um eftir Gunnlaug Blöndal listmálara. Þann dag hefði hann orðið sjötugur. Á sýn- ingunni verða margar af þekktustu myndum Iista- mannsins svo og nokkrar sem ekki hafa sést á sýningum áð ur. Áætlað er að sýningin standi í 10 daga eða til 8. september. Matvörukaupmenn deila um lokunartíma verzlana DEILUR um kvöldsölu verzlana í Reykjavík eru nú að komast á loka- og úrslitastig. Eins og menn muna hefur borgarstjórn afturkall að öll kvöldsöluleyfi frá og með 1. október n.k. og fyrir þann tíma mun hún því hafa í hyggju að taka einhverja endanlega afstöðu til þessa máls. Skoðanir á þessu máli hafa verið skiptar meðal kaupmanna sjálfra og sömuleiðis hafa kaupmenn og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur deilt út af vinnutíma verzlunarfólks í sam bandi við kvöldsölu. Félag matvörukaupmanna, sem málið er að sjálfsögðu skyldast að undanteknu Félagi söluturnaeig- enda, hefur undanfarna daga haft Siglufirði, 21. ágúst. LEITARSKIPIÐ Pétur Thor- steinsson hefur undanfarna tvo daga rannsakað svæðið á milli Kol beinseyjaf og Grímseyjar og fund ið sæmilegar torfur á fimmtán faðma dýpi. allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna. Eftir því sem blaðið hefur komizt næst mun þar hafa verið greitt atkvæði um þrjár meginstefnur í þessum málum: 1) að búðum skuli öllum lokað skil- yrðislaust klukkan 6 á kvöldin, 2) að lokunartími verði gefin algjör lega frjáls, og 3) að það ástand, sem nú ríkir verði framlengt í 15 mánuði, og þá sennilega látin fara fram frekari rannsókn á málinu. Blaðið hefur fyrir satt, að tals- verður hiti sé í matvörukaupmönn um út af málinu og hafi atkvæða- greiðslan verið harðsótt. Það, sem raunverulega er deilt um, er, hvort banna skuli viðskipta vinum, sem verða of seinir í búð fyrir sex, að verða sér úti um ýmsa þá munaðarvöru, er menn neyta, svo sem sígarettur og annað tó- bak, sælgæti, kaffi o. s. frv., eða hvort einstökum kaupmönnum sé sett það í sjálfsvald, hve lengi þeir hafa búðir sínar opnar, eða hvort halda skuli því kerfi, sem, nú tíðk ast, þ. e. a. s. að hafa opna sölu- tuma eða „sjoppur” til hálf tólf og sumir kaupmenn noti svo slík leyfi til að selja allar þær vörur, sem á boðstólum eru í verzlunum þeirra, út um gat á hurðinni. ÞAÐ mun varla tíðkast í nokk- urri af stærri borgum Evrópu eða Ameríku, að öllum verzlunum borgarinnar sé lokað á sama tíma alla daga vikunnar. Lokunartím inn er mismunandi. Og það, sem meira er, hinn hálfi frídagur verzlunarfólks, sem hér á landi er undantekningarlaust á laugardög- um, er mismunandi eftir hverfum í borgum erlendis. Hverfi eitt lok ar kannski eftir hádegi á laugar dögum, en hverfi tvö hefur opið Framh. á 11. aiSn 44. árg.‘ — Föstudagur 23. ágúst 1983 — 179. tbl. FIMM Bretar hafa nú um þriggja vikna skeið dvalið við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði og merkt þar álftir. Einn þeirra er Bafa þeir sýnt mikinn dugnað við þetta verkefni, en nánar verður skýrt frá tilgangi þeirra í blaðinu síðar. Nokkrir fulltrúanna á þinginu. Fimm Bretar á Arnarvatnsheiði: MERKJA ÁLFTIR VIÐ ÚLFSVATN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.