19. júní - 01.07.1922, Side 2

19. júní - 01.07.1922, Side 2
2 19. JÚNÍ þá hugsjón fyrir augum, að góður og starfhæfur fulltrúi er þjóðinni eins mikils virði — þó flokksleysingi sé — eins og sá, sem bundinn er í báða skó af tilliti til flokkshagsmuna. Um leið og »19. júní«, í nafni fjölda kjósenda um land alt óskar hinum nýja þingfulitrúa allra heilla og blessunar á hinu nýja starfssviði, vill blaðið einnig minna ykkur, alla þá er C-listann kusu, en þó sérílagi kvenkjósendur, á, að einnig fyrir oss, óbreyttu liðsmennina, er nýtt og þýð- ingarmikið starf fyrir hendi. Minna ykkur á orð, er nafnkend finsk kona, sem reynslu hefir af margra ára þing- setu, sagði eitt sinn: »Ef hagnýta á rétt þann, er konnr unnu, er þær fengu pólitískt jafnrétti, þörfnumst vér öfiugra pólitískra samtaka«. 8. júli síðastliðinn genguð þér að kjör- borðinu og greidduð, í fyrsta sinni á æfinni, konu atkvæði til þingsetu. Margar konur lögðu hart á sig til að geta ferðast á kjörstaðinn — því enn eiga konur ekki jafn heiman- gengt og bændur þeirra. Viljið þér nú skilja við verk sem aðeins er hafið. Nei, vissulegá ekki. Margar konur fundu það fyrst nú, er þær fóru að vekja áhuga á kosningunni meðal nágranna sinna, hve svefninn og deyfðin liggur þungt á hugum margra í fámennum, afskektum sveitum — og í fjölmenninu víða líka. Látið vakninguna, sem fór yfir nú í vor lifa lengur en fram yfir kosn- inguna. Blásið lífi í litla neistann og haldið áfram að kveikja hanu hjá þeim, er enn þá sofa. Þá verðum vér íslenskir kvenkjósendur betur búnir undir næsta róður. því ef vér konur eigum að koma einhverju góðu lil leiðar, þurfum vér fyrst og fremst að vera samtaka. Pað er skylda vor gagnvart sjálfum oss, sem borgurum í landi voru, og þær konur, er vér kjósum, sem fulltrúa vora, hvort heldur er á æðsta þing þjóðarinnar, eða til annara trúnaðarstarfa, eiga heimting á, að vita sig studdar í starfi sínu af áhuga og samúð kjós- enda sinna. Aðalfundur Bandalags kvenna. Fundurinn var haldinn 27.—28. júní og mætlu á honum fulllrúar allra félaga í Bandalaginu, nema tveggja, auk þess nokkrir geslir. Forseti setti fundinn, gat þess að honum hefði verið frestað vegna fjar- veru varaforseta, er sótt hefði stjórn- arfund Alþjóðabandalags kvenna i Hollandi, en nú væri komin heim og mundi síðar á fundinum skýra frá ferð sinni. Síðan flutti forseti ávarp til fundarins. (Er það prenlað á öðr- um stað hér í blaðinu). Var síðan gengið til dagskrár. I. Upptaka nýrra félaga. í Banda- lagið gekk kventélagið »Gefn« í Gerðahreppi og var það boðið hjart- anlega velkomið. II. Skýrslur. Frestað til næsta dags. III. Reikningar lagðir fram til sam- þyktar. Ekkert við þá að athuga.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.