19. júní - 01.07.1922, Page 6

19. júní - 01.07.1922, Page 6
6 19. JÚNÍ sýnir þroska og hvetur til að reynast sjálfur nýtur og trúr. Hjá þjóð eins og oss íslendingum, hlýtur alt að vera í smáum stíl og ekkiþola samanburð við stórþjóðirnar. t*ó getur jafnvel í smæðinni verið falinn styrkur; það er færra sem trutlar og við stöndum nær hver annari. Notum einmitt þann styrk, sem í því getur legið að nálgast hver aðra, styðjum, en rífum ekki niður; hlúum að sérhverri góðri og rétt- mætri hugsun, bæði í orði og verki. Á því höfum við efni, en ekki hinu, að sundra og eyðileggja. Pess ætti ekki að vera langt að bíða, að konur gætu á flestum svið- um staðið og starfað við hlið karl- mannanna. En eigi þær að standa þar sem jafningjar, þá verða þær að auka kvengildi sitt og til þess trúum við að allur félagsskapur kvenna nú- tíðarinnar miði. Það er með þeirri sannfæringu, sem vér nú viljum fagna fulltrúum félaganna og gestum vor- um vonandi að kvöldstundir þær, er vér höfum ákveðið að verja til að líta yíir liðið starf og búa undir framtíð- ina, megi verða oss til uppörfunar og ánægju. Tökum oss svo í munn þau orð, er frændsystur vorar í Noregi byrja hvern fund með; Guð blessi samkomu vora. St. H. Bjarnason. f’að er líkt á komið með auðæíin og saltvatnið, — pví meir sem maður drekk- ur, þess meira þyrstir hann. Schopenhauer. Um uppeldis- og fræðslumál. Allir hljóta að viðurkenna, að mikið veltur á því fyrir hvert þjóð- félag, að vel takist að ráða uppeldis- og fræðslumálunum til lykta. — Við rekum okkur viða á misfellur á þessu sviði hér á landi. Þótt margt og mikið hafi verið gert, þá er feikna- mikið ógert. — Síðasli mannsaldur- inn hefir verið lilraunatímabil. Við eigum eftir að sníða margt af því nýja og aðfengna við okkar hæíi, við eigum eftir að fá verklegu störfin viðurkend og virt í uppeldis- og fræðslumálum íslendinga. Það er kunnara en frá þurli að segja, að á konuin hvílir mikil á- byrgð um uppeldi og fræðslu æsku- lýðsins, þær hafa þar borið hita og þunga dagsins ekki síður en karlar og finna hvar skórinn kreppir. Mundi þá ekki eðlilegt og sjálfsagl að þær ásamt karlmönnunum fjalli um þau mál, þar eð þær hafa bæði þekkinguog reynslu, sem fyllilega jafn- ast á við það sem karlar hafa þar til brunns að bera. Það mætti ætla að menn sœktust ejltr þeirri hjálp og aðsloð, sem kon- ur geta i té látið i þessu þýðingar- mikia máli. Uppeldis- og fræðslumálin og í sambandi við þau heilbrigðismál þjóðarinnar munu jafnan verða fyrslu inálin á stefnusluá íslenskra kvenna. //. B.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.