19. júní - 01.07.1922, Qupperneq 8

19. júní - 01.07.1922, Qupperneq 8
8 19. JÖNÍ Til kaupenda »19. júní«. Tvær ástæður eru til þess að »19. júní« kemur að þessu sinni alllöngu eftir áætl- un. Önnur er sú, að ritstjórinn tók sér sumarfrí — og vegna þess varð blaðið að gera slíkt hið sama. Og það fór svo að (lvölin í sveitinni varð lengri en upj)- liaílega var ætlað. Veðrið hvern daginn öðrum betra — hreina loftið, sólskinið, í stuttu máli, sveitin, með öllum sinum sumargæðum — varð yíirsterkari, í hvert sinn, er rödd skyldunnar dyrfðist að minna á prent- smiðju, póstferðir og því um líkt. Hin ástæðan er því miður annars eðlis. Fjárhagur blaðsins er nú svo þröngur, að vafasamt er, hvort gerlegt er að auka skuldirnar. Var þó ætlunin að gefast ekki upp fyr en í fulla hnefana, en margan stærri kappa hefir dýrtíðin að velli lagt og mörgum þeim, er á traustari fjár- hagsgrundvelii hafa staðið heflr hún af fótum komið. Kaupendum blaðsins heflr eigi fjölgað að sama skapi og útgáfukostnaður þess liefir aukist, en verð þess eigi hækkað frá því, er það var sett upphaflega. Auk þess er, því miður, skilvísi kaupendanna eigi jafngóð síðustu árin og þeim fjölgar sem »gleyma«. að borga þessa litlu upp- hæð, sem blaðið kostar. Alt þetta heflr svo orðið til þess að kom fjárhag blaðs- ins í mesta öngþveiti. Eru því nú þrír kostir fyrir hendi, og enginn góður: að blaðið hætti að koma út, að hækka verð þess, eða að fækka tölublöðunum í bili. Af þessum kostum höfum vér hugsað áð velja þann minst vonda — þann, að minka blaðið eitthvað þetta árið. Pað er undir kaupendunum kornið, hve mikil brögð verða að þessu. Helst hefðum vér kosið að þurfa ekki að grípa til þess ör- þrifaráðs. Vonum að kaupendur séu sama sinnis og gerí sitt til að afstýra því. Blað- ið biður ekki um gjaflr, mælist að eins lil skilsemi. Athugið hvort þér eigið ekki ógreidd gjöld til þess. Máske aðeins fyrir síðasta árgang, en ef til vill fyrir fleiri Brynjúlfur Björnsson tannlæknir. Hverfisgötu 14. Reykjavík. Framkvæmir öll tannlæknisverk. Býr til gerfitennur af öllum gerðum. og dragið ekki að greiða þessa litlu skuld. Pað munar yður engu, en tilvera blaðs- ins er komin undir skilvísi yðar við það. Hún getur borið það yfir torfærurnar. »19. júní« er sem stendur eina kvenna- blaðið okkar. Varla er oss vanþörf á að eiga eitt lítið blað, einn sameiginlegan samkomustað, þar sem vér getum mætt með áhugamál vor, ef einhver eru. Hlynn- ið því að »19. júní«, meðan eigi er betra blaðs vöi, bæði með því að rita í blaðið, kaupa pað og borga. Vinum blaðsins, sem verið hafa góðir og áreiðanlegir viðskiftamenn, þakkar það viðskiftin á liðnu ári og vonar að njóta veivildar þeirra framvegis — oft var þörf en nú er nauðsyn. Veg'iin þoss að nokkrir kaujiendur iilaðs- ins hafa eigi gert því nein skil um lengri tíma, er þess hér með óskað, að þeir vildu sem fyrst borga skuld sina til blaðs- ins, og um leið gera aðvart ef þeir cígi óska að halda blaðið lengur. Afgreiðslan er í Bröttugötu 6 (uppi), Nýir kaupeinlnr þessa árgangs »19. júni« geta fengið það sem út komið er af blað- inu (5 árganga) ásamt þessum árgangi ef þeir senda andvirðið, 10 kr., með pöntun. Verð blaðsins er kr. 3,00 árgangurinn. Mælið með blaðinu við nágranna yðar og kunningja. Úthreiðið »19. júní«. Ritstjóri: Inga L. Lárusilóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.