Óðinn - 01.01.1921, Side 46

Óðinn - 01.01.1921, Side 46
46 ÓÐINN L á r e n z. Heima’ er hún og veit ei meira en mállaust vöggubarn. Hlaðgerður. Að sitja heima virðist fínum fremd, þá eru líka brostin ykkar bönd; þú ferð einn Lárenz. — Lárenz, taktu mig með þjer á skip, og haf mig þjer við hönd. Jeg þoli’ að horfa’ á manndráp, morð og blóð, er hugarslerk, þjer væri hjálp í mjer. Þjer fylgi’ eg trú, og fallir þú i val, þá hleyp jeg fyrir borð og læt þar líf, °8 geng með þjer i gegnum lif og hel. L á r e n z. Pú hefur, Gerður, opnað augu mín á Vitis porli — það er þetta skip. Þeir koma fljótl að sækja sína bráð, fyrr en jeg veit hvað lukka lífsins er. Óstuddur fer jeg. Iílaðgcrður. Lárenz, leyfðu mjer að fylgja þjer til Vítis. L á r e n z. Pú crt ær! Pín óvitsmælgi vekur hroll og hrylling. Hlaðgerður. Pú hugsar þetta sjálfur! — Segðu mjer, er prestur ær, sem prjedikar um Víti i sóknar kirkju? L á r e n z. Kenning sú er helg! Hlaðgerður. Ef það er heilagt, sem er sagt at' slól, en verður eintóm vitfirring hjá mjer, þá veit jeg ei hvað veldur slíkum mun. (Litur á hanu). Nær fanstu, Lárenz, ástareldsins glóð! Nær fjekslu koss, er brendi munn og brjóst, og faðmlagseld, sem fór um allan þig, og lagði þig af sjer eins og brunninn kveik? Hefðarmey lundköld leikur ei svo dátt. Við skulum leiðast gegnum ís og eld, sje eldur þar, og hrími nokkra sál; gott er í Viti þeim sem unnast þar, elskendum þeim sem Ieiðast hönd í hönd þeim liður vel. Nei ást á ekkert Víti, — jú, afbrýðina. Lárcnz. Stúlka! Pú crl óð! U n a (kemur). Hlaðgerður, þú gengur hjeðan burt. Hlaðgerður. Bannar þú kirkjur! U n a. Aðeins stutla stund. Hlaðgerður (kallar til Lárenz). Pú lalar við mig, Lárenz, ef þú lapar. (Hún fer). U n a. Pú sagðir mjer þinn samning. Jeg veil alt, sem þörf er að vita. Parna er klukka sett i skrúðhúsið. Jeg sett’ hana eftir sól, þú heyrir hana slá. Lá ren z. Sje Ógaulan ræningjafantur, en maður eins og eg þá ver jeg frelsið, fyrrum var mjer kcnt að skilmast snjalt, og sverðið mitt er gott. En sjc hann illur andi. — U n a. Gaktu þá inn fyrir grátur. Aldrei máltu fara út fyrir þær, þó lílið liggi við, því sje hann illur andi, þá er hætt að gólfið bresti undan, ef þú ferð út fyrir það, sem helgast alls er lijer. Ógautan á að halda í hendi þjer. Tak krossmarkið og hafðu það í hendi, (Tekur krossmark nieö keðju af hálsi sjer, vefur keöj- unni um hcndinu og bindur þaö meö henni fast i lófa lians). og leys þaÖ ekki burt úr lófa þjer fyrr en jeg kem hjer aftur klukkan tólf. Sje hann nú illur andi, snerlir liann krossmarkið aldrei, hve mjög sem hann vill og sje hann illur andi, hugsa jeg að helgimyndir missi lif og lit, þá hann er inni. L á r e n z (fer inn íyrir gfáluruar og kyssir krossinarkið 1 lófa sjer). Helga verndartákn! U n a. Jeg læsi öllurn hurðum. L á r e n z. Kngri liurð má læsa þá, ef menskur maður vill hjcr komast inn að sýna samning minn. Sje þetta Kölski, kemst hann inn um veggi, scm aðrir gangi þar um opnar dyr. U n a. Treystu svo guði, Kristi og Maríu mey, og fel þeim lif þitt, lán þitt, von og sál, (Fer).

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.