Óðinn - 01.01.1921, Síða 76

Óðinn - 01.01.1921, Síða 76
76 ÓÐINN Sira Jónas Guðmundsson og kona hans frú Elinborg Kristjánsdóttir. Jeg hef fyrir löngu ætlað mjer að biðja »Óð- inn« fyrir nokkur orð um ofanskrifuð höfðings- hjón, en það befur dregist hingað til af ýmsum ástæðum, er eigi verða hjer tilgreindar, en nú á þessu sumri eru rjett 100 ár síðan sjera Jónas fæddist og 80 ár frá fæðingu frú Elinborgar. Þykir mjer nú vel við eiga að láta nú loks verða af þessari fyrirætlun minni, og biðja »Óðinn« fyrir örfá orð um þau. Að vísu skal það játað að mig brestur kunnugleika sem skyldi til þess að lýsa sem vert væri lífsstarfi þeirra og æfiatriðum, og Jónas Guðmundsson. Elinborg Kristjánsdóttir. veldur þar aðallega miseldri og það að jeg kynt- ist þeim eigi neitt verulega persónulega fyr en síðustu lífs-ár þeirra, en þó ætti jeg að vera þeim svo kunnugur að jeg gæti gefið nokkurnveginn rjetla og glögga mynd af helslu dráttunum í lífs- sögu þessara merkishjóna. Síra Jónas Guðmundsson var fæddur að Pver- árdal í Húnaþingi 1. dag ágústmánaðar 1820. Foreldrar hans voru Guðmundur hóndi Einarsson Jónssonar frá Skeggstöðum í Svartárdal og Mar- grjet Jónasdóttir frá Gili í sömu sveit. Bjuggu þeir feðgar í Þverárdal og áttu jörðina. Er ætt þessi fjölmenn og góðkunn í Húnaþingi og Skaga- flrði. Guðmundur var prúðmenni mikið og sæmd- armaður í hvívetna, smiður og ágætur söngmaður. Margrjet var og framkvæmdarmikil gæða- og gáfukona. Heyrði jeg marga eldri Skagíirðinga og Húnvetninga, er mundu þau hjón, minnast þeirra með innilegri velvild og virðingu, er jeg var í Skagafirði. Systkini síra Jónasar voru: Ingibjörg, hannyrðakona mikil og að öðru leyti hin mikil- hæfasta kona. Hún dó ógifl og barnlaus í Reykja- vík 1899. Einar bóndi í Þverárdal, kvæntur frænd- konu sinni Björgu Jónasdóttur frá Gili. Einar varð ekki gamall, og dó í Hítardal hjá síra Jónasi. Dætur Einars og Bjargar eru Guðrún gift Hall- dóri Gíslasyni snikkara í Reykjavík og Ingibjörg kona Kristjáns Loptssonar umsjónarmanns Iaug- anna í Reykjavík. Hálfbróðir síra Jónasar, sam- feðra, er Einar Guðmundsson snikkari og bóndi á Síðu í Refasveit í Húnavatnssýslu. Síra Jónas ólst upp hjá foreldrum sínum í Þverárdal, og bar snemma á óvenjumiklum gáfum og andtegum þroska hjá drengnum, og ungur var hann er hann orkti vísur og vers, er svo eru vel kveðin að inörgum góðskálda vorra væri engin vansæmd að. Þegar hann var á 8. ári orkti hann t. d. þessa vísu: Sýnist mjer að logið lof lítinn auka frama; last og hrós, sem um er of, álít jeg pað sama, og út af samtali sem móðir hans og sóknarprest- urinn eitt sinn áttu saman orkti síra Jónas, er hann var á 12. ári þetta vers: Ef sálin er böli bæld en ef jeg á í sæld bilar oft hugurinn, oft gleymast boðorðin. afvega trúin tæld Braut lífsins mönnum mæld telur á vankvæðin, mikið er vandfarin. Móðir hans mun hafa verið þess mjög fýsandi að síra Jónas var látinn ganga skólaveginn, enda varð það úr, enda þó foreldrar hans væri ekki auðug; þau að vísu áttu jörðina og sæmilegt bú og voru vel sjálfbjarga, en rík voru þau ekki, enda mjög gestrisin og gjöful við alla þurfandi. Var síra Jónasi komið til kenslu til síra Sveins Níelssonar, er þá var prestur í Blöndudalshólum og fjölda pilta kendi undir skóla. Ekki veit jeg hvað lengi síra Jónas var hjá honum, en síra Sveinn bjó hann undir Bessastaðaskóla. Um nám hans er mjer ekki annað kunnugt en það, að honum gekk námið ágætlega vel, og varð hann mæta vel að sjer í öllum þeim fræðigreinum er þar voru kendar; einkum var gert orð á þvi hvað vel hann hefði orðið að sjer í latíuu og latnesk- um fræðum. Vorið 1843 útskrifaðist hann úr skóla með óvenjulega góðum vitnisburði. Var það þá hugsun hans að sigla þegar til Hafnarháskóla til meiri lærdómsframa, en fje skorti til þeirrar farar, því foreldrar hans voru eigi svo efnum búin að þau gætu kostað háskólaveru hans. Hann frestaði því utanferð að sinni, og gerðist heimiliskennari 2 næstu vetur á eftir hjá Birni sýslumanni Blöndal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.