Óðinn - 01.01.1922, Page 4

Óðinn - 01.01.1922, Page 4
4 OÐINN reiða sig á, að alt sje rjett, sem maður hefir sjeð og heyrt í æskunni, bæði vantar næmleika þá til að skilja til fulls það, sem fyrir ber, og einkum alla dómgreind til að greina verulegt frá óverulegu. Það er hætt við, að menn fari mest eftir því í æskunni, sem hrífur augað, að tilfinningarnar verði ríkastar og sólskini inn á höfnina undir dynjandi fallbyssuskotum frá herskipunum, er lágu á höfninni, norsku, sænsku, þýsku og frönsku, og hásetar og hermenn þöktu allar rær skipanna og veifuðu höttunum hrópandi húrra. Að þessu leyti var koman hingað 1907 talsvert óhátíð- legri, þó það væri sjón að sjá, er báturinn með kon- Friðrik krónprins. Knútur prins. grípi menn því um of. Jeg veit því með vissu, að endurminningar mínar frá 1874 eru ekki alveg áreið- anlegar, að mjer hættir of mjög við að líta bjartari og glæsilegri augum á viðburðina en rjett er, og hins vegar, að mjer hættir íil að líta, ef til vill, svartari augum á viðtökurnar 1907 en rjett er, af því að jeg var mikið við þær riðinn, og hafði oft og tíðum tals- verðar áhyggjur þeirra vegna. En jeg verð að segja alveg eins og mjer finst. Það var hátíðleg sjón, er »Jylland« seig í skínandi ung og hans glæsilega föruneyti seig að landi. Jeg saknaði við landtökuna 1907 koparkórónunnar, sem gnæfði yfir miðri Knudtsons bryggju 1874. Hana sá jeg mörgum árum síðar uppi á pakkhúslofti hjer í bænum, en hvar hún er nú, hef jeg enga hugmynd um, hún ætti þó skilið að komast á þjóðmenjasafnið. En beri maður hinsvegar þjóðhátíðina á Oskjuhlíð 1874 saman við hátíðahöldin í Alþingishúsinu 1907, þá er munurinn stórkostlegur. Staðurinn í Oskjuhlíð var svo illa valinn, sem frekast var hægt að hugsa

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.