Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 5
O Ð I N N 53 Stefán skáld frá Hvítadal. Hann var aldrei ríkur af veraldar auð, því vann hann sjer minna hrós. Jeg vissi, að skáldið oft skorti brauð, — en skært var hans gáfna-ljós. Því fegurð í óðlist og andans snild af allflestum langt hann bar. Hans hljómur var þýður og harpan mild og hrífandi söngurinn var. Enginn fæst undan skilinn, — allir þeir falla’ í val. — Steyptist í stóra hylinn Stefán frá Hvítadal. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. Dalanna söngva-svanur til sóllanda floginn er. — Ljóð-iðju var sá vanur og vel hana tamdi sjer. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. Víðsýnn, á vængjum sárum vatt sjer um himingeim. Líðandi’ á bragar-bárum blíðum með söngva-hreim. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. 111 voru hans æfikjörin, örbirgð, og heilsan veik; en sigur hans söngva-förin, sá kunni bragar-leik. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. Söng hann um sól og vorið, sólelskur jafnan var. Brast aldrei þrótt nje þorið, af þjóðskáldum flestum bar. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. Margt var hans mæðusporið, merkan þó batt sjer krans. — Þeir svala’ eins og suðrænt vorið söngvar þess förumanns. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. — — Klauf síðast kalda bylinn, kvaddi lýð skálda-val. — Steyptist í stóra hylinn Stefán frá Hvítadal. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. Jens Sæmundsson. Sárt nú skáldgyðjan grætur gullfagra snillinginn. — Söngurinn hans var sætur, sveif hann til hjartans inn. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. En sætast sá Ijóða-svanur söng undir dauðann hjer. — Lífsstríði var hann vanur og vissi best hvað leið sjer. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. Minning hans stöðugt stendur, þó stöðvaðist hjartablóð. — Oma við Islands strendur hans ódauðleg snildarljóð. Hljómar voru fagrir þá hörpuna sló. ættjarðarvinur, og svipaði mjög til hinna tignu og þróttmiklu norrænu forfeðra. — Sagði að hann væri þauilesinn og rótfastur í hinu íslenska fornmáli og stæði þar vafalaust framar öllum öðrum skagfirskum mentamönnum, sagði að »hann hefði lagt í það vanda- verk fyrir ekki alllöngu, að sýna mönnum fram á það, hvernig hinir miklu meistarar í íslenskri braglist og höfuðskáld þjóðar vorrar, þeir Jónas Hallgrímsson og Matthías Jochumsson, hefðu mótast og sótt snild sína í hina fornu gullnámu mannvits og braglistar, sem íslendingar eiga í skáldskap Eddukvæðanna, Völs- ungakviðu, Hamdís- og Háva-mála og margra fleiri. Hann gripur upp lokið af gullkistunni og bregður upp fyrir okkur sýnishornum af dýrustu gimsteinum hins forna mannvits, sem bundnir eru og geymdir óbrotlegir í bragarsnild fornkvæðannac. Að síðustu mintist hann á gjöf þá, sem fram- kvæmdanefnd minningarhátíðarinnar hefði komið sjer

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.