Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 46
94 Ó Ð I N N af sama haust, og var þá 15 vetra að aldri. Gat Jós- ef þess oft, hvað hann hafi sjeð mikið eftir að missa Aura. Sem áður er getið, flutti Jósef úr Árnessýslu vor- ið 1874 að Lækjarskógi í Dalasýslu, til Bjargar Gríms- dóttur, sem var þá ekkja. Giftist henni 18. septem- ber 1875. Eftir það bjó hann í Lækjarskógi til árs- ins 1883, að þau fluttu búferlum að Hvammií Hvamms- sveit og bjuggu þar til ársins 1894, er þau fluttu að Sælingsdalstungu, og þaðan árið 1898, að Hofakri, hvar þau bjuggu til ársins 1915, er þau hætfu búskap. Jósef var stór maður vexti, við 3 álnir á hæð, þrek- inn, vel vaxinn, mjög myndarlegur á velli. Skapstór, en stilti jafnan skap sitt þá hann var ekki við vín. Dökkhærður, skarpeygður, enda var hann vel greind- ur maður, sem hann átti kyn til. Hann naut engrar mentunar á uppvaxtarárum sínum fremur en aðrir al- múgamenn. Hafði mikla löngun til að auðga anda sinn. Hann var einn af þeim mönnum, sem þótti mik- ið í varið, að vera duglegur og áreiðanlegur maður, fær í flestan sjó, sem fólk hefur verið kallað, þá það hefur verið fjölhæft á alla vinnu sem fyrir kom vana- lega í daglegu lífi. Eftir að Jósef flutti vestur í Dalasýslu, gaf hann sig að öllu leyti að búskapnum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum sveitar sinnar. Var lengi í hrepps- nefnd, og um nokkur ár hreppsnefndaroddviti. Um langt skeið í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi með fl. 011 þessi störf leysti hann vel og samviskusamlega af hendi. Þá Jósef var miðaldra maður, varð hann mjög gigtveikur, svo að hann þoldi ekki vinnu, sem hann bagaði mjög mikið. Að þeirri veiki kvað svo mikið, að út gekk á honum mjöðmin, svo hann varð haltur og átt því erfitt með allan gang. Þá hann var nálægt 70 ára gamall, misti hann sjónina á báðum augum, og var alblindur síðustu 15 ár æfi sinnar. Þetta hvoru- tveggja fjekk mikið á skapsmuni hans, einkum þá hann misti sjónina, og gat ekkert lesið, því hann var bókhneigður, las mikið og hafði mikla löngun til að fylgjast með öllu sem gerðist, bæði stjórnmálum og landsmálum yfir höfuð. Hann var trúrækinn, iðkaði jafnan húslestra og kirkjuferðir. Jósef fluttisí ásamt konu sinni Björgu árið 1917 til Friðbjargar stjúpdóttur sinnar í Borgarnes og var þar ti! þess er hann andaðist, 8. september 1923, úr hjartaslagi. Vantaði hann þá 2 mánuði fil að vera 84 ára gamall. Hann var jarðsettur á Borg á Mýrum, við hlið konu sinnar Bjargar, sem var dáinn fyrir meir en 3V2 ári. Minnisvarði er á leiðum þeirra, sem á er letrað: »Björg Grímsdóttir, f. 25/n 1835, d. 19/i 1919. — Jósef Jónsson, f. 5/n 1939, d. 8/g 1923. Hjón frá Hofakri«. Gamall vinur. (§ Til Ingólfs Gíslasonar læknis. í Borgarnesi við Brákarpoll þar býr einn höfðingi knár, og sólin hún skein á þennnan þoll í þrisvar tutttugu ár. Hann brákaðra margra batt um mein og burtnam hin sáru kvein. Einn bænarsálmur í tilefni af sextíu ára afmæli höfðingjans, með einhverju nýju lagi við nýjan sálm. 1. Hjer ennþá í tuttugu og eitthvað ár æfinnar þreyttu skeið með fullu lífi og fjöri og þrótt við fylgum þjer eitthvað á Ieið, — en þegar ellin og alt hennar böl, eymd og sjúkleiki þjá, í bálstofuna þá bú þú för, að brenna upp hentast er þá. 2. En hvað tekur við? ja — hamingjan hver heldurðu að viti það? En Pegasus þínum ef ert þú á eflaust þú ríður í hlað hjá sankti Pjetri á himni hátt, því hann vill bænir og Ijóð, og hver veit nema þú hafir það til að hefja’ um hann lofsöngs óð. 3. En gangi það ekki göngu þá jeg greint hefi núna um, þá gengur það öðru vísi — en! alt gangi það vel samt — humm! — því það er aðalatriðið, sko! Oddnýju kystu. - Heyr! — Frá mjer og mínum er kveðja kær, svo kveð jeg hreint ekki meir. — Þinn einl. kollega Vopnfirski forsöngvarinn. (9

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.