Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 8
56 Ó Ð I N N Jón Einarsson, Stóra-Hofi. ]ón Einarsson fæddist að Eysfeinshálsi á Síðu 15. júlí 1842. Foreldrar hans vóru svo fáfæk, að þau höfðu ekki ráð á að hafa jörð fil ábúðar, en urðu að nægjast með húsmensku og litla grasnyt. Jón var næst-elstur sinna mörgu systkina, og var hann smábarn, er hann fluttist með foreldrum sínum frá Hátúnum að Fljóta- krók í Meðallandi. Þar dvöldu þau mörg ár í hús- mensku. Var það þá heimilinu mest til bjargar, að faðir Jóns var góður smiður, og hafði löngum atvinnu af því. Var þá hvorttveggja, að verkakaup var lágt og börnin mörg,enda var þá oft þröngt í búi. Loks fjekk Einar, faðir Jóns, J/3 af Hvoli í Mýrdal til ábúðar. Vóru þá börnin orðin 10, og hin elstu þeirra komin vel á legg. Bjuggu þau þar svo, að hagur þeirra blómgaðist smátt og smátt. Lá og enginn á liði sínu, því allir vissu hvað skortur var og umkomuleysi. Er Jón var kominn um þrítugt (1871) misti hann föður sinn í sjóinn. Tók hann þá jörðina tíl ábúðar eftir föður sinn, og bjó þar leigu- liði á annan tug ára, þá rjeðst hann í að kaupa hana. Á Hvoli bjó hann allan sinn búskap og farnaðist vel. Árið 1873 giftist Jón Gróu Árnadóttur frá Hvoli, og var sambúð þeirra hin besta. Þau eignuðust 4 börn: samsætisgesfunum skemt hið besta af söngsnillingum sveitarinnar. Mælti Jón bóndi Jónsson í Glaumbæ fyrir minn þeirra og fórst prýðilega. Tíminn leið áður en fóikið vissi af, og nú var kom- ið fram undir miðnætti. Fóru menn þá að hugsa til heimferðar. Var þá fagurt um að litast í vornætur- kyrðinni. Sólin rann með haffletinum fyrir miðjum firðinum, og lýsti unaðsblæ á lög og láð, alt >frá Málmey að Hofdalahjarni* áður en hún hvarf við sjóndeildarhring austurfjallanna. Skagfirðingur. m 1. Pál. Hann andaðist úr barnaveiki, á 4. ári. 2. Ragnhildi, húsfreyju á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. 3. Elínu. Hún dó úr mislingum, á 3. ári. 4. Rannveigu. Hún dó fárra vikna gömul. Er Ragnhildur dóttir Jóns giftist, hætti hann bú- skap, og fjekk jörðina og búið í hendur hennar og tengdasonar síns, Guðmundar Þorbjarnarsonar, og bjuggu þau á Hvoli fram yfir aldamót. Þá seldu þau Hvolinn en keyplu aftur Stóra-Hof á Rangárvöllum. Fluttist Jón þangað með þeim, og dvaldi þar til dánardags, 15, júlí 1933, og stóð því rjett á níræðu er hann dó. Jón Einarsson var einkennilegur maður, jafnvel óvanalegur. Þó hann bæri auðsæ merki fátæktar og erfiðleika uppvaxtaráranna, þá var þó sterkasti þáft- urinn í skapgerð hans sterkur vilji og örugg sjálfs- afneitun til að ná því marki, er hann hafði sett sjer, þegar fátækt og umkomuleysi þjakaði honum mest, að verða að manni, að verða svo sjálfstæður, að hann væri engum manni háður, og að hans nánustu þyrftu ekki að mæta öðrum eins andviðrum á lífsleiðinni og hann. Við fyrstu kynningu gat Jón virtst harður, jafnvel kaldur og hjásneiðinn. Þó var hann aðeins harður við sjálfan sig. Þar voru kröfurnar ákveðnar og strangar. Að öðru leyti var þessi kuldi aðeins tilbúin hlíf, fyrir mjög tilfinningaríkt hjarta, innilega samúð með öllu, sem leið. Þannig kom fram þessi barnslega feimni, sem einkendi hann ætíð, er mildi hans átti í hlut. Hún var sá fjársjóður, sem hann átti dýrstan, og þann dýrgrip bar hann ekki á torgin, og öll þau verk hans, sem voru spunnin af þessum toga, voru honum leyndarmál. Mjög unni hann Ragnhildi dóttur sinni. Var hún og honum góð og umhyggjusöm dóttir. Óvanalega var augnaráð hans hýrt og glatt, er hann horfði á Ragnhildi sína, því líkt sem væri hún enn þá litla stúlkan hans, sem ein allra barnanna fjekk að lifa hjá honum. Dulrænn var Jón alla tið, og sá margt og heyrði, er aðrir urðu ekki varir. Sjaldan talaði hann um þessa hluti. Þó er víst, að þeir höfðu djúp áhrif á hann. Ekki skulu hjer rakin dæmi þessa, því fyrst hann sjálfur vildi tala sem fæst um þvílíka hluti, þá mega þeir ekki flíka því, er hann sagði eitt eða annað af trúnaði. Trúmaður var hann mikill og horfði öruggur fram á leiðina. Hann elskaði Guð vegna mildi hans og miskunnar, að leggja jafnan líkn við þraut, og hann þakkaði Guði alt það, sem hann hafði gert mönnun- 7ón Einarsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.