Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 3

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 3
3 að eins hafa »sannleikann að leiðarstjörnu«; þetta er reyndar ekki rjett að orði komist; það er ekki »sann- leikurinn*, sem er »leiðarstjarna« okkar; það er h an n, sem við erum báðir að 1 e i t a að, en hitt er satt, að það er á s t i n til sannleikans, sem efalaust er leiðarstjarna BMO, jafnt hans sem mín; ef hvorug- um okkar hlotnast að finna hann og okkur getur ekki komið saman, þá er það af því, að það eru ósjálfráð öfl, sem beina leiðarstjörnum okkar sinni í hvora áttina; við það ráðum við ekki. Um leið og jeg lýk þessu lofsorði á ritgjörð BMÓ, get jeg þó ekki bundist þess — úr því að jeg er nú við »persónulegheitin« og best er illu aflokið, segja menn — að vísa með öllu frá mjer því ráði, sem BMÓ gefur mjer í niðurlagi ritgjörðar sinnar (bls. 127); því get jeg ekki tekið, og jeg get heldur ekki viðurkent, að BMÓ hafi nokkura ástæðu eða heimild til að komast svo að orði, sem hann gerir þar; þótt hann sje mjer ósamþykkur í smáu sem stóru, og þ ó 11 hann aldrei nema h e f ð i getað hrakið skoðun mína, gefur það honum enga heimild til að hafa þau umyrði; ef hann hefði vitað, hve o f t jeg hef hugsað þetta mál, heimili Eddukvæð- anna, og hve oft allar þar að lútandi rannsóknir hafa farið fram, get jeg imyndað mjer, að hann hefði kynokað sjer að viðhafa annað eins orðatil- tæki og að jeg hafi »kastað fram« þeim og þeim kenníngum. Þó að honum finnist þær »illa rök- studdar«, þarf það ekki að koma til af því, að jeg hafi »ekki melt« skoðanir minar. Mjer er óhætt að segja, að þótt jeg hefði ekkert gert annað 10 ár- in til en hugsa og rannsaka þetta mál, hefði bók mín vart orðið öðruvísi. Jeg hef fengið hvað eftir annað tækifæri til að taka upp rannsóknir mínar 1*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.