Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 41
201 Og það var ekki að eins í bókmenntunum, sem stefna þessi hafði rutt sjer til rúms heldur einnig í stjórnarfari; Friðrik mikli á Prússlandi, Maria Teresia og Jósep 2. í Austurriki, Katrin 2. i Rússlandi o. fl. aðhylltust hana og beittu einveldi sinu til ýmsra umbóta eða breytinga, sem voru í þessum upplýsingar-anda. Og að visu gengu aðalmenn og oddvitar stefnu þessarar vel fram í baráttu sinni móti öllum gömlum og rang- hverfum venjum, og hafði sú barátta margt gott i för með sjer, en allt um það voru menn farnir að finna, að menntalíf upplýsingarinnar var dauflegt og þyrkingslegt, og að það fullnægði skynsemi manna en eigi hjörtum þeirra. Rað risu þvi á ofanverðri öldinni upp margir yngri menn á Pýzkalandi, er snerust öndverðir móti þessari andlegu stefnu, sem öll var í köldu byggjuviti, en snauð af ímyndun og tilfinningu og þessvegna óskáldleg, og leituðust þeir við að glæða nýtt og kraptmeira andlegt lif á þjóðlegum grundvelli í gagnstæði við upplýsingar menntun- ina, sem var frakknesk að anda og uppruna. Margir á Rýzkalandi voru og hrifnir af þeim fagnaðarboðskap náttúrunnar og frelsisins, sem Rous- seau flutti á Frakklandi og vildu í ofurhuga sprengja alla fjötra og rífa niður allt hið úrelta jafnt i fjelagslífi sem bókmenntum. Byrjunin var þegar áður fengin til »klassiskra« bókmennta á móðurmálinu. Klopstock (1724—1803) sýndi í Messíasarkvæði og »óðum« sínum milda anda- gipt og meira vald yfir málinu, en nokkur hafði haft síðan Lúter var uppi. Wieland (1733—1813) samdi fögur skáldrit og, það sem ekki var minnst utn vert, hann þýddi Shakespeare á þýzku, en að öðru leyti svipaði honum bæði í anda og formi til hinna frakknesku rithöfunda á dögum Loðvíks 15. Lessing (1729—1781) var bæði sjónleikaskáld og einhver hinn skarpvitrasti ritdómari, sem verið hefir, og yfirleitt hinn frjálshugaðasti rannsóknarmaður og hvervetna óvæginn gegn öllum hleypi- dómum, orþodoxíu guðfræðinganna, smekkleysi og andlegu ófrelsi. Pað má með sanni segja, að bann frelsaði Pýzkaland undan bókmenntalegum yfirráðum annara þjóða, sjerstaklega hinnar frakknesku, og um leið og hann setti skáldlegar fegurðar reglur, sýndi hann í verkinu, að hann var fær um að breyta eptir þeim, þar sem hann samdi sjálfur ágæta sjón- leiki (»Minna von Barnheim«, »Emilie Galotti«, Natan der Weise«). Hann kenndi mönnum að feta i fótspor Forn-Grikkja og Shakespeares, að því er sorgarleika kveðskap snertir, og sýndi, hversu frakknesku skáldin höfðu misskilið reglur Aristotelesar í þeirri grein og þar með komið finninga-mennirnir, sem höfðu fráfælzt byltingakenningar Voltaire’s af því þeir hneyxluðust á hinu ljettúðuga frekjuháði hans, þeir urðu nú gagntekn- ir af hinni eldheitu, hrífandi mælsku og næmu tilfinningu fyrir tign og feg- urð náttúrunnar, sem var svo yfirgnæfandi hjá Rousseau. Eptir hann eru einna merkust þessi rit: »Fjelagssamningurinn« (Contrat social), »Um upp- runa ójafnrjettis meðal mannanna«, »Emil eða um uppeldi«, — og »Júlía eða Heloísa hin nýja«, sem er skáldsaga og hefir jafnan þótt ágæt bók. Rousseau var »ídealisti« eða hugsjónamaður og hugmyndir hans ófram- kvæmanlegar, en allt um það hefir hann haft stórkostleg áhrif bæði á sam- öld sína og eptiröldina. Voltaire var »realisti« og tók mennina eins og þeir eru og hafa þó áhrif hans að sínu leyti naumast orðið eins langdræg. En báðir þessir aldarskörungar eru jafnan nefndir saman svo sem þeir, er í and- legum og bókmenntalegum efnum hafi gert hvað mest til að undirbúa frakknesku stjórnarbyltinguna. Menn hafa með rjettu kallað Voltaire höfuð tíðarandans, en Rousseau hjarta hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.