Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 12
12 Hann gekk til hennar og bað hana að dansa við sig einn dans — rjett einn dans. Hún neitaði. Hann gekk þegjandi burt og út, og svalaði sjer á vínflöskunni. Svo byrjaði dansinn. Hann kom inn og tók sjer sæti út í horni og horfði á dansfólkið. Og í gremju sinni drakk hann alltaf meira og meira, þangað til honum fannst salurinn með dansfólkinu hringsnúast og þokubaugar hringa sig um ljósin. Hann sá Onnu dansa einn dansinn eptir annan við Einar, og hatur hans á honum magnaðist svo, að honum fannst hann vel geta vitað hann dauðan. Það leið að danslokum. Arni hugsaði sjer, að hann skyldi dansa síðasta dansinn við Önnu, hvað sem það kostaði. Svo þeg- ar átti að byrja dansinn, gekk hann til hennar, þreif í handlegg hennar og sagði: »Anna, þú skall dansa við mig þennan síðasta dans, hvort sem þú vilt eða ekki.« »Slepptu mjer,« sagði hún og reyndi að snúa sig af hon- um. »Þú klípur mig í handlegginn. Arni, segi jeg, þú«--------------- Lengra komst hún ekki, því þá kom Einar að, og sagði um leið og hann þreif hana af honum og hratt honum fram á gólfið, svo hranalega að hann datt flatur: »Heldur þú, að nokkur heið- virð stúlka vilji dansa við þig, fyllisvínið þitt ?« Arni reis seint á fætur og sá, að allir hlógu að honum, og Anna hló líka, og það sveið honum mest. Hann slangraði eptir gólfinu og fór út, og gat varla stjórnað sjer fyrir hatri sínn til Einars. I einhverju hugsunarleysi ranglaði hann veginn út úr kauptúninu, áleiðis að Dal. Við og við slokaði hann drjúga teyga úr vínflöskunni, og blóðið fossaði hraðara og hraðara í æðum hans, og reiðin og vonzkan magnaðist meira og meira. Hann var kominn spölkorn norður með sjónum, þegar hann heyrði mannamál á eptir sjer. Hann nam staðar og hlustaði. Það var kallmaður og kvennmaður, sem töluðu, og á málrómnum þekkti hann, að það voru þau Einar og Anna. »Hann er að fylgja henni heim,« hugsaði hann.« »Látum hann leika sjer í þetta skipti, en hann skal ekki gera það optar.« Hann kraup á bak við stóran stein, meðan þau gengu fram- hjá. Svo slangraði hann i humáttina á eptir þeim, unz hann kom þangað, sem vegurinn lá gegnum stórgrýtisurð, sem komið hafði úr tindinum. »Hjer skal jeg sitja fyrir honum« hugsaði hann og settist niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.