Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 53
53 enn meiri hita í fanginu sunnan að, og loksins kom gaukurinn, eins og yfirdróttseti til að gæta að, hvort allt væri nú í lagi; hann flaug hingað og þangað, settist svo á unga björk, innst inni i hlýrri vík, og gól: Vorið var komið; Noregur gamli vor loksins búinn! Og þarna lá hann — hár og skínandi og speglaði sig í bláma hafs- ins; — svo fátæklegur og magur — svo hress, hraustur og brosandi sem nýþvegið barn. I höfnunum fram með ströndinni varð ys og annríki, og hvit segl undu sjer út i gegnum skerjagarðinn og hurfu út á hafið. Skiðunum var stungið upp undir sperrulegginn, sleðafeldurinn vandlega stráður kam- fóru og hengdur á afvikinn stað; og eins og björninn hristir loðna bjór- inn, þegar hann kemur út úr hiðinu, þannig hristi fólkið þungu limina sina, spýtti i lófana, og lagði hönd á vorvinnuna. Timburflekarnir hjeldu niður eptir elfunum og ösluðu kalt jökul- vatnið; i breiðu, frjósömu sveitunum skar plógurinn langar, svartar rákir; á norðurhjaranum voru menn að fást við saltfiskinn, sem breiddur var á berar klappirnar; á sljettu flötunum vestur við hafið var verið að aka þara út á akurinn, og inni á hálsinum stóð smávaxinn maður, súreygður, og skimaðist um eptir bleikálóttri hryssu.« — — A nokkur þjóð fegurri þjóðsöng en þetta, þó hann sje ekki í ljóðum? Hvernig getur það verið, að skáld, sem vegsamar föðurland sitt, eins og hann hefur gjört hjer, og hefur gefið oss myndir (jeg nefni hjer eina einstaka »Else«), sem telja má til ágætustu listaverka samtíðarinnar, og er þar á ofan tigulegasti kjarkmaður- inn í norsku bókmenntunum, — hvernig getur það verið, að hann hefur orðið að hætta? Já, meira að segja, að stórþingið hefur synjað itrekaðri umsókn hans um skáldalaun, sem allir starfsbræður hans, sem honum eru samtímis, hafa? Og að um þetta voru ekki aðeins allir hægrimenn sammála, heldur og mikill hluti vinstri- manna — með vinstristjórnina í broddi fylkingar?! Þetta fór fram meðan á versta þjóðmála-gauraganginum stóð. í’jóðmálefnin og meðferð þeirra geta að sönnu verið hið göfgasta, sem þjóðin á í eigu sinni; þau ættu líka altjent að vera það, því náunganskærleikinn kemur þar fram í sinni æðstu mynd. En vanalega eru þau grár vefur miðlungsháttar, og stundum, og það ef til vill ekki svo sjaldan, eru þau kjarnseyðið af ruddaskap þjóð- arinnar. Sjerhver þjóð á eitthvað það í fórum sínum, sem gjörir oss hreykna af því, að heyra henni til; en hún hefur líka sumt það í fari sínu, sem gjörir oss kinnroða. Sje nokkur veigur í oss, er það fremur hið síðarnefnda en hið fyrnefnda, sem stælir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.