Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 65
145 voru, biðu ekki einu sinni á meðan organistinn var að lúka við útgöngusálminn, eins og þær voru þó vanar að gjöra. Pað var líka farinn að heyrast hljóðfærasláttur úr stóra skálanum, enda var farið að rökkva. Áður en langt um leið, var skálinn orðinn troð- fullur hringinn í kring, því menn voru orðnir því vanir, að raða sér út við veggina eins og kindur á jötu, svo að miðjan væri auð og til taks, hvenær sem á þyrfti að halda. Og þess var ekki langt að bíða. Hljóðfærið gall við, og þá hófst dansinn. Fyrst dönsuðu tiltölulega fáir, en þeim fjölgaði altaf, þangað til alt var komið á iðulausa hringferð, sem stundum varð að endalausri þvögu. Pegar frá leið, tóku sumir sig út úr þvögunni, námu staðar út við veggina, og fóru að þurka af sér svitann með vasaklútunum sínum, en menn voru lítið orðnir sveittir ennþá. En hvað það var notalegt, að geta hitað sér svona, jafn- skjótt og komið var úr kirkjunni. Hitatilfinningin gagntók sál og líkama, og mönnum fanst guðs orð, sem þeir höfðu hlýtt á í grimdarhörku, eins og þiðna og verða nú fyrst að tilætluðum notum. »Ætlarðu að fara strax?« spurði Rósa á Bakka Guðrúnu á Melum, sem fór að láta á sig sjalið eftir fyrsta dansinn. »Ég held það«, svaraði Guðrún. »Hann er heldur að dimma, og það er ekki að vita, nema hann bresti á, þegar minst varir«. »Heldurðu það? Hann verður ekki svo vondur, að ekld verði ratfært í tungsljósinu. Pú ættir að bíða eftir söngnum*. sPað verður enginn söngur í kvöld. Eg spurði hann Gísla að því áðan, og hann hélt, að organistinn væri farinn«. »Farinn?«, tók Rósa upp eftir henni. »Eað er ómögulegt. Hann hefir ekki kvatt«. »Eað er satt, en ég þori ekki að slæpast lengur«. »Eruð þið að fara, dúfurnar mínar?« spurði Sigríður í Nesi, sem kom að í þessu. Hún var að vísu gift kona, en hún var barnung, og ekki orðin leið ennþá á glaum og gleði lífsins, enda var hún vön að slá í einn hring með unga fólkinu, þegar hún kom til kirkju, áður en hún fór af stað. »Ekki ætlaði ég nú strax«, gegndi Rósa, og lagaði á sér svuntuna. »Mér sýnist það«, sagði Sigríður. xPað er nokkuð til hátta- tíma enn, svo það liggur ekkert á«. Svo fóru þær allar saman að dansa, því nú mátti heita, að IO

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.