Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 39

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 39
199 í’eir koma til Tímons þar sem hann er að pæla. Örbirgð (.Penía) vill ekki með neinu móti að Tímon, sem nú er orðinn hennar dyggur dýrkandi, skuli aftur hverfa til auðs og velsældar og sjálfur vill Tímon ■ekki heldur verða auðkýfingur í annað sinn, þvl nú er hann orðinn rammur mannhatari; er það með naumindum að hann fæst til að taka við hinum mikla fjársjóð (keri fullu af gullpeningum), sem Se'/s sendir honum upp úr jörðinni. Nú þegar hann er aftur orðinn ríkur, koma þeir, sem smjaðrað höfðu fyrir honum í velgengninni, en síðan yfirgefið hann, og færa honum hamingjuóskir sínar með auðmýktar fieðuskap, en Tímon rekur þá burt með barsmíð og grjótkasti. i. Tímon. Sevs, vináttu vörður, gesta verndari og bræðra- lags frömuður, þu eldingaslöngvir, svardaga gætir, skýsafnari, há- þrumari og hvað annað, sem hin tryltu skáld kalla þig, einkanlega þegar þau eru í vandræðum með stuðlana, því þá færðu svo mörg nöfnin hjá þeim til þess þú styðjir það, sem ætlar að detta sund- ur í kveðskapnum, og fyllir út það, sem gapir í hendingunum; hvar er nú þín hvínandi elding og þín öskrandi þruma, þitt bálandi, blossandi, ógurlega reiðarslag? Alt þetta er auðsjáanlega tóm hégilja og einber skáldareykur og ekkert nema nafnaglamur. Pinn marg-lofsungni, fjarljóstandi, síreiðubúni þrumufleinn er ein- hvernveginn útsloknaður og kulnaður, svo ekki lifir eftir í honum minsti reiðineisti, sem gæti slegið niður í koll hinum ranglátu. 2 Margur einn, sem lcominn er á flugstig með að sverja meinsæri, mundi fyr hræðast hálfslöktan lampakveik en blossann af þínum alvolduga þrumufleini; þeim þykir það því líkast sem þú sveiflaðir yfir þeim eldiskíði og þurfi þeir h\-orki að óttast af því eld né reylc; komi það í þá, getur ekki meira að orðið en að þeir fyllist af kolaryki. Pess vegna var það líka, að hann persónu í samtali þessu, hefir til verrð í raun og veru, en ekki vitum vér með vissu um hann nema það, að hann var uppi á tímum Polopseyjarófriðarins, samtíða Só- kratesi og Alkibíadesi, og hafði reist sér turnmyndað hús fjærri manna vegum; enn fremur að hann var jarðaður á bröttum kletti við sjó fram og braut brimgangur klettinn frá landi skömmu eftir, svo lítt fært varð að komast að legstaðnum. Á Tímon þenna hefir verið minst í leikritum hinna fornu kómedíu-skálda og Plútark getur hans einnig í æfisögu Markúsar Antóníusar. Ut af sama efninu hefir og Shakespeare gert leikritið »Timon oí Athens«. í þýðingu þessari hefir aðallega verið farið eftir textanum í útgáfu J. Som- merbrodts (Weidm. útg. Berlín). Hliðsjón hefir verið höfð af þýðingu eftir Svein- björn Egilsson, sem piltar á Bessastöðum hafa skrifað upp eftir honum, og nú er til í handritasafni l.andsbókasafnins, og hafa einstaka orðatiltæki verið notuð úr henni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.