Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 40

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 40
200 Salmónevs1 dirfði sig til að þruma móti þér, enda var það ekkt ólíklegt af honum, stórbokkanum og fantinum, við jafn-rolulegan og óreiðigjarnan Sevs. Var það ekki von? Pví þú sefur, viti menn, eins og þú hefðir etið af svefnrót og hvorki heyrirðu til þeirra, sem rangt sverja, né horfir á þá, sem rangt gera, heldur ertu augndapur og sljóskygn við alt, sem fram fer, og heyrnar- daufur eins og útlifað gamalmenni. 3. Pví meðan þú varst enn þá ungur og ákaflyndur og fólskan mögnuð, þá gekstu skörulega fram móti ranglætismönn- um og ribböldum og gafst þeim aldrei grið, heldur var þrumu- fleinninn alt af á lofti, ægiskjöldurinn hristist, þruman drundi og eldingaskotin gengu jafnt og þétt eins og örvadrífa í skotbardaga; jörðin skalf eins og skekið sáld, snjónum kingdi niður og haglið- dundi sem grjótflug og svo ég taki munninn duglega fullan við' þig — þá var rigningin grenjandi og ofsaleg, hver dropi var vatnsfall, svo að á Devkalíons dögum varð hinn minnilegasti skiptapi rétt á svipstundu og sukku öll skip í kaf nema ein dálítil örk; hún komst af með naumindum og kendi grunns á Lýkor- evs2 og hafði hún að geyma lífkveikju mannlegs sæðis, til þess að þar af skyldi æxlast enn verri kynslóð en sú fyrri. 4. Pess vegna færðu líka hjá þeim rétt mátuleg laun fyrir kæruleysi þitt, því enginn færir þér framar fórnir eða kranza, nema einhverjum skyldi verða það að vegi við olympisku leikana. svona hinseiginn, og ekki af því honum þyki nein nauðsytt tii bera, heldur einungis af því hann vill fylgja gamalli venju. Pess verður ekki langt að bíða, að þeir fara með þig eins og annan Kronos, þú mæringur guðanna! og steypa þér úr tigninni. Eg fæ mér nú ekki til orða hvað oft þeir hafa ruplað musteri þitt; já, þeir hafa enda lagt hendur á þig í Olympíu3 og þú sjálfur, háþrum- arinn, varst ekki einu sintti svo hugaður, að þú þyrðir að vekja hundana eða kalla á nágrannana, að þeir kærnu í skyndi til hjálpar og gripu þjófana, meðan þeir vóru að taka saman þýftð til þess að flýja burt með það. Nei, nei, þarna situr þú, ágæti Gíganta bani 1 Salmónevs Eólosarson (bróðir Sisýfosar) ofmetnaðist svo mjög, að hann taldi sig jafnsnjallan Sevs; líkti eítir þrumugnýmim, með því að aka vagni sínum eftir glymjandi koparbrú en eftir eldingunum með blysum. Fyrir þá óhæfu steypti Sevs honum niður í Tartaros (Myrkheim). 2 Lýkorevs var forn borg sunnan tii í fjallinu Parnassos. 3 í Olympíu í Elis var Sevshof og í því hin fræga líkneskja hans eftir Fidías.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.