Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 42

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 42
42 Að þessum rannsóknum loknum liggur næst fyrir að ræsa mýr- arnar; því venjulega eru þær alt of votar. Að minsta kosti er nauðsynlegt að sjá fyrir svo góðri framrás úr gröfinni, að vatn standi ekki fyrir í henni. Að ræslan hafi þýðingu, sést bezt á því, að í mjög votri mýri fæst venjulega ekki nema 125 kíló, eða minna, af þurrum mó úr hverjum teningsmetra, en ef mýrin er ræst vel, fást 200 kíló, og stundum meira, úr teningsmetranum. Upptaka og flutn- ingur kostar jafnmikið fyrir hvern teningsmetra, hvort sem mikið eða lítið er af vatni í honum, svo framræslukostnaðurinn borgar sig fljótt. Að grafa niður smáholur og skilja eftir vatnsbakka við hverja gröf, eins og gjört er víða heima, er bæði óhæf eyðsla á efninu og mjög óhagkvæmt við vinnuna. Svo lagaðar mógrafir eru auk þess mjög hættulegur skepnum. Að ræsa mýrina til botns, hefur líka þann kost í för með sér, að þá er hægt að jafna rofinu yfir botn grafarinnar, og ef grasrótin snýr upp, verður mýri, sem allur mórinn hefur verið skorinn úr, jafngóð eða betri til ræktunar eftir en áður. Kostnaðurinn við það er ekki svo neinu nemi, mest hugsunarsemi og hirðusemi. Eins og mátuleg ræsla er góð, er ofmikil ræsla skaðvæn. Að jafnaði ætti helzt að vera 75—8o°/o af vatni í mónum. Helzt ætti að haga svo til, að gröfin yrði fylt með vatni að vetrinum, eða ef ekki er hægt að koma því við, ætti að byrgja móstálið að vetrinum með rofi, mylsnu eða öðru, sem fyrir hendi er, og hindra á þann hátt skaðleg áhrif frostsins. Hvaða aðferð sem höfð er við mótekjuna, þarf ætíð sléttan og þurran þerrivöll. Beztur þurkvöllur er slétt, hálent, sendið harðvelli, helzt með lágu en þéttu grasi. Slétta mela má líkleg- ast vel nota, þar sem þeir eru til. Sé ekki völ á öðrum þerri- velli, verður að nota sjálfa mýrina, en þá skal ræsa hana með 0,3 m. djúpum skurðum, er ekki sé lengra á milli en 10—20 m., svo hvergi geti staðið vatn á þerrivellinum. Sé mýrin þýfð, verð- ur að slétta hana. Auðvitað kostar það talsvert, en sá kostnaður næst fljótt aftur, því öll vinnan gengur langtum fljótar. Stærð þerrivallarins fer eftir ýmsum atvikum, t. d. rúmar dag- sláttan 40—100 smálestir af skornum mó, eftir því hvernig hann er lagður, 35 smálestir af steyptum (voteltum) mó og 35 smá- lestir af mótuðum (þureltum) mó. í Danmörku er þerrivöllurinn venjulega notaður þrisvar á sumri,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.