Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 63

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 63
63 Pví engum manni er augsýn veitt um öll þau hallargólf, né þau hin dýrstu helgi-hólf, þó hafi ’ann bænir þreytt. En sá, sem opnar eina skrá, svo inn um rifu sér, til siðmenningar brunns hann ber það bezta, er veita má. Sem guðssonar var gæzka föl, er grátnum þerði brár og græddi ótal andleg sár og innra mannsins kvöl, svo lagði Finsen líknarmund og ljóssins meinabót við sjúklinganna sárarót og sollna græddi und. Pín minning er sem baldursbrá og blómguð úrvals-rós, svo megin-björt sem mánaljós er mjöllum tindrar á, og háleit eins og stjarna stök, er starir himni frá á blóðga jörð og sollinn sjá og sár og glímutök. Á meðan sólin geisla-glóð að gróandanum ber og æskuþráin óskar sér að eiga líf og blóð; á meðan sól á sali skín og sjúkur þráir bót, svo komið geti á mannamót — þín minning aldrei dvín. II. MÓÐURSYSTIR MÍN. (f okt. 1904). Nú sofnar alt það, er sofið fær: hver sóley á bala grónum og bifukollan og bláklukkan og berglindin — undir snjónum. Og horfin er rjúpan á hæstu fjöll og heiðló úr berjamónum. I bæjunum hreiðra sig börnin vor, sem brosandi lék’ út á velli, unz veturinn gefur þeim vegabréf og veizludýrð út’ á svelli. — Og þá er ei’ furða að síðasti svefn er siginn á hruman af elli. Pví margur er gengin sá maður til rúms, sem minna en þú starfaði um æfi, en hafði þó meira að bera til brunns og betra og nær sínu hæfi. Pu hefðir víst kosið þér hugnæmra líf, ef hamingjan óskastein gæfi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.