Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 68

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 68
68 borgar eru þeir síra Sigurður Stefánsson í Vigur á ísafirði og Stefán Stefánsson kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri). Móðir Magnúsar lögmanns var Þórunn dóttir Ólafs bónda Bjam- arsonar að Sellandi í Blöndudal. Móðir Ólafs var Þórunn Helgadóttir. bónda í Þverárdal, og alsystir Arna Helgasonar að Fjalli £ Sæmundar- hlíð, föður Sigþrúðar móður Jóns í’orkelssonar fyrrum rektors í Reykja- vík. En móðir Þórunnar (móður Magnúsar lögmanns) var Sigríður Henriksdóttir, systir Henriks föður Jóns (eldra) í Múla. Sumarið 1874 fluttu þau hjónin Brynjólfur og Þórunn með öll börn sín vestur um haf, (til Kanada), og dvöldu þau í Kinmount og Lindsay í Ontaríó-fylki veturinn 1874—1875. En vorið 1875 fluttu þau sig til Nýja-Skotlands (Nova Scotia), og dvöldu þar þangað til sumarið 1881; þá tóku þau sig upp þaðan og fluttu vestur til Duluth í Minnesota og þaðan (eftir vetrardvöl) til Pemþína- héraðs í Norður-Dakóta. A meðan Magnús Brynjólfsson var í Nýja- Skotlandi, gekk hann um hríð á skóla þar, og fékk þar góða undirstöðu til mentunar sinnar. Hann var snemma námfús og skilningsgóður, var sérlega fljótur að nema og gleymdi því trauðla, er hann einu sinni lærði. Báru þeir bræður (Magnús og Björn) að gáfum langt af öðrum íslenzkum ungmennum, sem gengu á skóla í Nýja- Skotlandi, og munu þó flest ungmenni, som þar voru, hafa verið vel í meðallagi gáfuð. — En þótt Magnús lærði mikið þann tíma, sem hann gekk á skólann, þá lærði hann tifa.lt meira, þegar hann tók til að lesa utan skóla; enda átti hann hauk í horni, þar sem faðir hans var, því hann er einhver sá gáfaðasti og bezt mentaði ís- lenzkur bóndi, sem sá, er þetta ritar, hefir nokkurn tíma kynst. iírið 1887 byijaði Magnús að lesa lög hjá lögfræðingi George H. Megquier í Pembína. Las Magnús svo kappsamlega, að hann tók próf í lögum tveim árum si'ðar; og 9. sept. 1889 voru honum veitt fullkomin réttindi sem málaflutnings-manni í Dakóta. Settist hann þá

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.