Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1907, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.09.1907, Blaðsíða 3
Fréttablað og fróðleiks og þrjú tímarit með myndum. í júlímánuði næstkomandi b.yrjum við að gefa út fróðleiks og fréttablað, er heitir Huginn. Það verður hálfsmánaðar blað í sama broti sem »Berliner Tage- blatt«. Munum vió gera það að vikublaði jafnskjótt sem við sjáum okkur fært, en þangað til gefum við út Nýjungar (í minna broti) þá vikuna, sem Huginn kemur ekki út, svo að við getum jafnan fært mönnum nýjustu fréttir. Fréttaritara höfum við um alt land og í öllum íslendingabygðum erlendis. Við munum gera okkur far um að segja mönnnm frá nýjum uppgötvunum og skýra þær og láta myndir fylgja, ef þurfa þykir. Við munum geta íslenzkra bóka, bæði þeirra, sem oss verða sendar, og hinna, og gera grein fyrir, hvað íslending- um verður ágengt í vísindum og fögrum listum. ]?á munum víð og kappkosta að segja mönnum skýrt og rétt frá, hvað erlendis er ritað um ísland og íslendinga. »Huganum« fylgja þessi ársrit: I. Sumargjöfin. í líku sniði og áður; þó verða hér eftir myndir í henni. Árg. kostar 75 aura; kemur út í apríl. II. Muninn, tímarit með myndum í líku broti og Eimreiðin, 4 arkir, og verður það mjög vandað að öllum frágangi, kostar 1 kr., kemur út í ágúst. III. Æringi, gamanrit með myndum; kostar 1 kr., kemur út í desember. »HugÍnn« kostar 3 kr, 50 au. árg., og borgis einhvern tíma á árinu. Er- lendis kostar hann 5 kr., í Vesturheimi 12/2 doll., sem borgist fyrirfram. — P'ylgi- ritin eru ætluð skilvísum kaupöndum og send jafnóðum og þau koma út öllum þeim, sem þá hafa borgað. — Fylgiritin verða send kaupöndum kostnaðarlaust, þar til burðargjald hækkar að haustinu (15. október/, en þeir verða að gjalda burðareyri undir þau, sem síðar borga. Fyrsti árg. nær að eins til næsta nýjárs og kostar því eigi nema 1,75 kr. Honum fylgja ársritin Sumargjöf og Æringi. Utsölumenn þeir fá 20°/0 í ómakslaun, sem standa skil á andvirði blaðsins fyrir árslok. H U g i n n býður árlega öllum íslendingum, innan lands og utan, að keppa um verðlaun sín, 200 kr. 1?etta ár verða þau veitt fyrir bezta ættjarðarkvæði (söng- ljóð). Skal það vera komið til okkar fyrir næsta nýjár. Nafn höf. skal fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunnarorðum sem á kvæðinu. Dómendur eru: Benedikt Sveinsson, ritstjóri, Guðm. Björnsson, landlæknir, Guðm. Finnbogason, heimspek- ingur, Guðm. Magnússon, læknakennari, og Helgi Pétursson, dr. Fjöldi góðra rithöfunda hefir lofað að rita í Hugann og IVIunann. ]?essir urðu fyrstir til að heita okkur styrk sínum : Guðm. Magnússon, læknakennari, Guðm. Björnsson, landlæknir, Bjarni Sæmundsson, skólakennari, Helgi dr. Pétursson, jarð- fræðingur, Helgi Jónsson, grasafræðingur, Sigfús Einarsson, söngskáld, Bened. Sveins- son, ritstj., Jón Helgason, prestakennari, Arni Thorsteinsson, söngskáld, Jón dr. Por- kelsson, landsskjalavörður, Guðm. Benediktsson, þjóðmegunarfræðingur, Ólafur Daníels- son, stærðfræðingur, Pórður Sveinsson, geðveikralæknir, Einar Helgason, garðyrkju- fræðingur, Guðm Finnbogason, heimspekingur, Porsteinn skáld Erlingsson, Rögn- valdur Ólafsson, húsgerðarlistamaður, Ólafur G. Eyjólfsson, verzlunarstjóri, Guðm. læknir Hannesson, Stefán kennari Stefánsson, Jón ófeigsson, málfræðingur, Eggert Briem, óðalsbóndi í Viðey, Asgeir Torfason, efnafræðingur. Teiknarar og kímnis- skáld hafa lofað »ÆRINGJA« aðstoð sinni. Reykjavík í apríl 1907. Bjarni Jónsson frá Vogi. virðingarfylst. Einar Gunnarsson.

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.