Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1907, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.09.1907, Blaðsíða 8
Eimreiöin Úr ritdómum um 12. árg-ang: »Að öllu samtöldu mun »Eimreiðin« hafa fullnægt köllun sinni bezt af þeim tímaritum, sem íslenzkri alþýðu hafa boðist til þessa. Hún heíir nú í ellefu ár flutt margt, fróðlegt og skemtilegt, sumt af því prýðisvel ritað. Frágangurinn allur hefir jafnan verið vandaður, og myndir hennar hafa flestar verið til prýðis (nema ómynd SÚ af eimreið, er til skamms tíma var prentuð framan á kápuna). Auðvitað hefir efni og ritháttur verið misjafn að gæðum, en varla mun neitt, er hún hefir flutt, hafa verið svo lélegt, að ekki hafi mátt heita fullboðlegt; og ruslaskrína hefir hún aldrei verið. Hún hefir vissulega haft góð áhrif á íslenzka alþýðu yfir höfuð. í þessu fyrsta hefti af tólfta árgangi hennar er lengsta og helzta ritgerðin: ^ífingeyjarsýsla fyrir og um aldamótin«, eftir Guðmund Friðjónsson. Hún er fjör- lega rituð og frá mörgu er þar hnittilega sagt .... höf. sýnir margar skýrar myndir af þjóðfélagi sýslu sinnar og segir skemtilega frá því, er hann vill lýsa.« (»VÍNLAND« V, i.) »1 nýkomnu Eimreiðarhefti (XII, i) eru tvær ritgjörðir hvor annarri betri í sinni röð. — Önnur þeirra er um ffingeyjarsýslu fyrir og eftir aldamótin, eftir Guðm. Friðjónsson .... Frá þessari ritgjörð er snildarlega gengið. Vér ætlum það ekki á færi nokkurs annars íslendings að lýsa lífinu í sinni sýslu jafn-skemti- lega .... Hin ritgjörðin, sem vér viljum sérstaklega benda á, er »Stjórnin og- embættisgjöldin« eftir ritstjóra Eimreiðarinnar. Dr. V. G. hafði bent á það í Eimr. áður, að embættisgjöld hér væru afarhá í samanburði við sams konar útgjöld Dana. Þeirri grein svaraði prófessor Björn M. Ólsen í Andvara. Nú svarar Dr. V. G. aftur, og verður ekki annað séð, en að prófessorinn sé beinlínis aumkunarverður eftir þá útreið.« (»FJALLKONAN« XXIII, 15.) »Eimreiðin er rit, sem ætti að hafa meiri útbreiðslu meðal Vestur-íslendinga,. en enn hefir orðið. Að eins valdir höfundar rita í þetta tímarit, og allir rita þeir vel og um fróðleg efni yfirleitt. Sjálfur er Dr. Valtýr, útgefandinn, svo vel þektur af Vestur-íslendingum, að ekki er þörf að fjölyrða um rithæfilegleika hans. Þeir eru í fullu samræmi við lærdóm hans og gáfur. Og svo velur hann sér rithjálp, að ekki kennir neinnar hlutdrægni gegn nokkrum manni, málefni eða hugsjón; og er þaA stór kostur, sem allir frjálshugsandi menn munu kunna að meta að verðleikum. Is- lenzka málið er þar ritað svo sem bezt verður, af þeim, sem bezt kunna móður- málið. í*að út af fyrir sig er gild ástæða fyrir Vestur-íslendinga að kaupa rit þetta og lesa það. Það er hver maður fróðari fyrir lestur ritsins, og sá fróðleikur ætti. að skoðast meira virði en nemur verði ritsins.« (»HEIMSKRINGLA« XX, 39.) »Eimreiðin er skemtileg, að vanda og kærkominn gestur hér vestra öllum sem fróðleik unna og fallegu ritmáli.« (»LÖGBERG« XIX, 31.) »Af Eimreiðinni er og út komin 2 hefti þetta ár, af tólfta árgangi. Þar hefir Guðm. Friðjónsson ritað í bæði heftin um ÍHngeyj arsýslu fyrir og um alda- mótin af miklum kunnugleik og eftir því snjalt og skemtilega..... »Önnur tilkomumesta greinin í þessum heftum er eftir Ólöfu Sigurðardóttur skáldkonu, Bernskuheimilið mitt, og þó ákaflega yfirlætislaus: ekki annað en. bernskuminningar, lýsing á lífinu á íslenzkum kotbæ um miðja öldina sem leið, en gerð af þeirri glöggrýni, drengilegri hreinskilni og látlausri orðsnild, að hún er ger- semi í sinni röð. . . . , Stórmikið mundi í það varið, að eiga viðlíka glöggar og gagnorðar lýsingar á alþýðulífi hér á landi frá hverjum hálfaldarmótum eða þó ekki væri nema heilaldamótum....... »Hringsjáin íslenzka í hverju hefti, eftir ritstj. (mest) og ýmsa aðra, er alt af mikils virði, hér um bil eina heilleg vísbending sem vér fáum um annarra þjóða rit um Island og íslenzkar bókmentir. Ritsjá, um íslenzkar bækur, er og í hverju heftL Loks mynd af konungshjónunum nýju framan við síðastaf heftið.« (»ÍSAFOLD« XXXIII, 44.)

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.