Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 77

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 77
að fara (bls. 112—113), og þá ekki siður ólíklegt, að þau skuli næstu nóttina eftir d&uða 0rlygs öll vera komin aftur í vistina (bls. 148—149) — vera á hálfum degi /dreifð um alla sveitina) búin að fá að vita um, hvað fram fór í kirkjunni og dauða 0rlygs, búin að fá sig laus úr nýju vistunum og flutt aftur að Borg! Örðugt virðist og að skilja, hvernig tök hSfi verið á að veita allri líkfylgdinni (öllum söfnuðinum) mat og drykk á Borg (bls. 148), þar sem ekki var annað heimafólk á bænum en ein farlama kerling og svo kona Ormarrs nýkomin heim. Hver hafði þá búið til matinn handa öllum þessum sæg, sem kom alveg að óvörum, og hver gekk um beina? Auðvitað bætir hér dálítið úr skák, að gera má ráð fyrir, að altaf séu til fyrirliggjandi miklar matarbirgðir á öðrum eins bæ og Borg, sem fljótlegt sé að tilreiða, og að gestirnir hafi sjálfir hjálpað til og gengið um beina. En þó nóg hefði verið til af kjötmat (hangikjöti, saltkjöti, sviðum o. s. frv.), þá þurfti fyrst að sjóða hann (að minsta kosti sumt af honum), og vart er gerandi ráð fyrir, að Ossa gamla hafi haft miklar brauðbirgðir á bænum, eftir því sem á stóð. Málið á bókinni er gott og lipurt — svo gott, að mann beinlínis furðar á því eftir ungan íslending. Þó eru þar stundum notuð orð, sem mjög eru fátíð í dönsku (t. d. »uglad«, bls. 76) eða eingöngu brúkuð í norsku (t. d. »Skavlkunst«, »Ska\i- prover«, 51, og »Snefonner«, 105), og á einum stað kemur fyrir alíslenzW orðatil- tæki (»et rent Barn at kalde«, 92), sem vart mun til í norsku og því síður í dönsku (að kalla á ísl. = »saa at sige« á dönsku). En þrátt fyrir smíðalýti þau, sem finna má á bókinni, þá er hún höf. til mikils sóma og ber þess ótvíræð merki, að hann á framtíð fyrir sér sem söguskáld. V. G. W. A. CRAIGIE: THE ICELANDIC SAGAS. CAMBRIDÍiE 1913. I>að er ekki stór bók þetta, ekki nema 120 bls. í fremur litlu broti; en hún er fyllilega það, sem hún sýnist, því efninu er þjappað saman og drýgilega farið með rúmið. Og þó er framsetningin svo dæmalaust skýr og ljós, og lýsingin svo ýtar- leg, að manni finst eiginlega ekkert vanta, og verður hissa á, hvernig maðurinn hefir getað komið svo miklu efni fyrir í svo litlu rúmi. Eins er öll niðurskipun ágæt. Bókin skiftist í 7 kafla: I. Uppruni sagnanna. II. Skrifaðar sögur. III. Sannar sögur viðvíkjandi íslandi og Grænlandi. IV. Sannar sögur viðvíkjandi Noregi og öðrum norrænum löndum. V. Fornaldarsögur og uppspunnar sögur. VI. Sögur þýddar úr latínu. VII. Enskar þýðingar á sögunum og önnur hjálparmeðul. Aftan við bókina er og gott registur og uppdráttur af íslandi, og á honum sýnt, hvar hver saga gerist. í bókinni eru og 2 Ijósprentuð sýnishorn af íslenzkum söguhandritum, annað úr Njála, en hitt úr Orkneyingasögu í Flateyjarbók. f*að er enginn vafi á því, að þetta litla kver verður öflugt meðal til að út- breiða þekkingu á fornhókmentum vorum meðal stórþjóðanna, þar sem hér fer tvent saman, að bókin er meistaralega samin, og hún óvenjulega ódýr. Hún er nr. 54 í »Cambridge Manuals of Science and Literature« og kostar ekki nema 1 sh. inn- bundin. Allir íslendingar í Ameríku ættu að fá sér hana, og margir heima á ís- landi líka, þeir sem ensku kunna. Ein óþægileg prentvilla er í bókinni, bls. 25: 1103 f. 1133 (dánarár Sæmund- ar fróða). En annars mun þar fátt athugavert. V G. ISLANDICA. V. Ithaca, N. Y. 1912. í þessu átsriti Fiske-bókasafnsins er skrá yfir Fornaldarsögur Norðrlanda, út- gáfur af þeim, þýðingar af þeim á aðrar tungur, ritgerðir um þær eða efni úr þeim o. s. frv. í viðbæti er þar og skrá yfir útgáfur og þýðingar af Danasögu Saxa,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.