Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 12
88 steypiböð herða og styrkja líkamann og afstýra mörgum sjúk- dómum og kvillum. Við mörgum sjúkdómum koma vatnsbakstr- ar að liði, bæði heitir og kaldir, oft frekar en nokkuð annað. í mörgum minniháttar veikindum og kvillum geta menn sjálfir orð- ið sér eða öðrum af heimilisfólkinu að liði með litlum efnum og aðbúnaði og þurfa ekki á læknishjálp að halda, sem auk þess mjög oft kemur að litlu haldi, ef aðhjúkrun sjúklingsins er mjög ábótavant. Góð hjúkrun og aðhlynning sjúklinga er oftast langt- um þýðingarmeiri fyrir líf og heilsu þeirra, en smixtúrur« og »pill- ur« lyfsalans. Vil ég ljúka þessum línum með nokkrum ráðleggingum til þeirra, er grein þessa kynnu að lesa: Á hverju heimili ættu að vera einhver böðunaráhöld, svo að hver maður á heimilinu geti fengið sér bað eða þvegið sér um kroppinn að minsta kosti einu sinni á viku, en helzt á hverjum degi. Á hverju heimili ættu menn og að eiga dálítið lyfjasafn, fyrst og fremst hægðalyf, nokkur styrkjandi meðul, t. d. Hoffmannsdropa eða kamfórudropa, helzt eina eða tvær flöskur af góðu portvíni eða konjakki, joðáburð og nokkur um- búðabindi. Með þessum fáu læknislyfjum og hæfilegri notkun bakstra og baða má komast af án læknishjálpar í ótalmörgum sjúkdómstilfellum. Á hverju heimili, þar sem sjúkdóm ber að höndum, ber að fylgja þessum meginreglum: Sjúklingurinn á að hátta sem skjótast niður í rúm, er hann finnur til krankleika, og ekki rísa úr rekkju, fyr en hann er aftur orðinn albata, að kalla má. Pað verður að sjá um, að gott loft sé í herberginu, sem hann hvílir í, gluggi helzt opinn bæði dag og nótt, en þó enginn súgur í herberginu, dyrnar lokaðar og rúmfötin hlý og skjólgóð. Sjúklingurinn á oft að hafa nærfataskifti, helzt í hvert sinn, er nærföt hans verða vot af svita, og því stundum oft á hverjum degi. Það verður að sjá um, að hann fái hægðir, helzt daglega; og verði það ekki af náttúrunnar völdum sjálfkrafa, verður að gefa honum inn hægða- lyf, og af þeim er amerísk olía (rícínus-olía) bezt og óskaðlegust. Afar-áríðandi er, að sjúklingurinn hafi fult n æ ð i o g r ó, bæði á sál og líkama, og á hjúkrunarkonan að sjá um það, og banna allar óþarfa heimsóknir. Ef sjúklingurinn fellur í dá eða ó- megin, er reynandi að þvo andlitið í köldu vatni og leggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.