Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 29
samt sem áður einhvern veginn hálf-illa við kveðjuna. Mér fanst ég kenna kaldan óþef fyrir vitunum á mér, eins og andremmu framan úr manni, sem aldrei hreinsar í sér tennurnar. Eg tók auðvitað glaðlega undir við manninn, sem hlaut að vera gamall kunningi minn. Svo fór ég að virða hann fyrir mér. Eg var alveg viss um, að ég þekti hann, þó að ég gæti núna í svipinn ekki komið honum fyrir mig með nokkru móti. Að fara að spyrja kunnugan mann að heiti, náði auðvitað engri átt — gera sig að athlægi þarna í miðjum- þingsalnum. Pað hlaut að rifjast upp fyrir mér, hver maðurinn væri. — Að minsta kosti var hann einn af háttvirtum kjósendúm — ef ekki kjósandi minn, þá einhvers annars. Og það eru nú einu sinni háttvirtir kjósend- ur, sem við alþingismennirnir lifum á — og þið, svei mér, líka. Eg get lýst fyrir þér manninum. — Hann var til fara eins og flestir eru á þessum síðustu og verstu dögum; var yfirhafnar- laus, í »jaket« — minnir mig — og hélt á hattinum sínum í hendinni. — Nú, það gerir nú minst til, hvernig maðurinn var búinn, úr, því hann var ekkert afkáralega búinn, og það var hann ekki. Hann var fullkomlega gentlemanlike, — eins og menn eru nú farnir að segja, — með öðrum orðum, alveg eins og háttvirtir þingmenn sjálfir. Hitt skifti mestu, hvernig hann var sjálfur. Hann var langur og mjór — hár og grannur, ætlaði ég að segja. Magur var hann og langleitur, og allur eins og bein- unum væri krækt saman í honum. Dökkur var hann á hár, og hárið dálítið hrokkið, dökk-brýnn og allur dökk-gulur á yfirlit, eins og hann hefði lengi legið í mold. Skeggið á honum var sama sem ekki neitt, ofurlítill híungur á efri vörinni, sem hann var við og við að strjúka. Og augun í honum — þeim gleymi ég aldrei. Eau voru gjótur langt inn í hausinn, og inst í þeim gjótum glórði í eitthvað, sem líktist hálfbrunnum kolum. Pað fór hrollur um mig allan, þegar ég leit í augun á honum. — Málrómurinn var lágur, en fastur og ísmeygilegur og eitthvert lamandi magn í honum, — eins og maðurinn var þó blíðmáll! — Satt að segja stóð mér hálfgerður stuggur af manninum, og þó þótti mér í öðru veifinu hálf-vænt um hann. Eg gat ekki varist því, að hugsa um það, hvílíkur afbragðs-afbragðs-kosninga- smali þetta hlyti að vera. — Að senda s v o n a mann á hattvirta kjósendur og láta hann afla sér fylgis, — nei, það varð aldrei til fjár metið. — Svona mann, — svona blíðmálan, svona kurteisan,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.