Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 59

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 59
135 um þar fullnægt, til þess' sem fyrst að koma galdrasnápunum fyrir kattarnef. Lögréttan lét svo síðar í ljósi ánægju sína yfir dómunum og gaf vottorð um, að þeir væri lögunum samkvæmir. Pegar Porleifur Kortsson lögmaður lét brenna þá Kirkjubólsfeðga, voru dómarnir lesnir upp á alþingi, og »þótti öllum guðhræddum og réttvísum dómendum þeir dómar vel, kristilega og löglega á- lyktaðir« (Lögþb. 1656, nr. 17). Það er engin ástæða til að kenna Holgeir Rósenkranz eða öðrum höfuðsmönnum um galdrabrennur hér á landi, íslendingar voru sjálfir í því efni æstari en Danir, sem létu galdramálin hlut- laus, unz Kristófer Heidemann aftók galdrabrennur 1690 og á- kvað, að líflátsdómum í galdramálum skyldi skotið til konungs. í*á tók af allar galdrabrennur; en margir voru hýddir fyrir galdra og héldust slíkar refsingar við og við, þangað til tilskipun um hús- aga 3. júní 1746 ákvað aðeins áminningar prests og kirkjuaga fyr- ir slík brot. Um viðleggi og gervilimi. »Hvar er nú fótrinn minn? sagði Snorri þorvaldsson ok brosti við, um leið ok hann þreifaði til stúfsins« (Sturlunga II, 204). Ef það er satt, að Snorri hafi brosað, hefir það fráleitt verið af því, að honum hafi þótt þægilegt eða skemtilegt að missa fótinn; en vel má vera, að honum hafi stokkið bros við þau einkennilegu viðbrigði, að finna ekki lengur til fótar síns, og áður en hann í rauninni áttaði sig á, hvað skeð hafði. Því venjulega brosa menn ekki, þegar það óhapp hendir, að missa einhvern lim. En þegar skaðinn er skeður, er að taka öllu karlmannlega og reyna að bæta úr skák eftir föngum. Frá aldaöðli hefir verið reynt að gjöra gervilimi svo laglega, lipra og notadrjúga sem unt hefir verið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.