Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 68

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 68
i44 »Nú, ég kysti hann Sigga úti á hlaðinu fyrir dilkinn, ef það er það, sem þú vilt vita.« Jósep þagði — en Bogga hló. v ÁLFGEIR KÁRASON. Ritsjá. JÓNAS JÓNASSON: LJÓS OG SKUGGAR. Smásögur. Rvík 1915 (Sig. Kr.). Allar þessar sögur hafa áður verið prentaðar á víð og dreif í blöðum og tímaritum (ein þeirra í EIMR.). En það var vel gert að safna þeim saman í eina heild og gefa þær út á ný. Í’ví að þó þær séu talsvert mikið gallaðar sem skáldsögur, þá eru þær að öðru leyti mestu kostagripir. Efnið er margbreytt og alstaðar gripið beint út úr daglegu nútíð- arlífi um það leyti, er sögurnar voru ritaðar. Þær eru 10 talsins, og heitir sú 1. Gletni lífsins og lýsir því, hvernig faðir neyðir dóttur sína, er ann ungum framfaramanni, til að giftast efnuðum ekkjumanni, mesta þumbalda og þurradrumb, gegn vilja sínum. 2. Brot úr æfi- s ö g u er um ágengni hreppstjóra við fátæka prestsekkju og herfilega meðferð á henni. 3. Yfirmenn og undirgefnir lýsir tíundarsvik- um og fleiri brellum. 4. Björn í Gerðum er um búandi ónytjunga og óhófsskepnur á sveit, sullaveiki, skottulækna, mormóna og vesturfarir. 5. Offrið um innheimtu á prestsgjöldum o. fl. 6. Frelsisherinn um pólitískan vindbelging, Danahatur o. fl. 7. Þriggjapelaflask- an um afleiðingar laganna, er bönnuðu að selja minna en 3 pela af áfengi í einu. 8. Ábúðarrétturinn um galla á ábúðarlögunum, er standi jarðabótum leiguliða fyrir þrifum. 9. Hestavinirnir um sam- vizkulausa meðferð á hestum. 10. Eiður um menn, sem láta kaupa sig fyrir fáeinar krónur til að bera falskan vitnisburð og sverja rang- an eið. f>að er víst enginn vafi á því, að sögur þessar hafa átt brýnt er- indi til þjóðarinnar. í þeim er fólgin svo heilsusamleg gagnrýni á svo mörgu, sem ábótavant er (eða var) og betur mætti fara. Og þó að skuggarnir verði þar yfirgnæfandi, þá bregður þó jafnaðarlegast fyrir nokkrum ijósgeislum sem andstæðu þeirra. Sögurnar hafa því haft sína köllun og eru afarmikils virði. Og þær ættu að hafa haft og munu líka hafa haft talsverð áhrif.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.