Alþýðublaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 3
Innrásarinnar í Normanndí minnzt Douvrees la Delivrande, Nor- mandi, 5. júní. (NTB-Reut.). Gamlir hermenn, sem tóku þátt í í mestu hernaðaraðgerðum, sem j gerðar hafa verið á landi, sjó og lofti, samtímis innrásinni, sem var fyrirboði endaloka Hitlers- Þýzkalands, hófu í dag sólarhrings hátíðarhöld víðs vegar í Normandí til að minnast hins mikla afreks Bandamanna, 6. júní 1944. í dag kl. 18.15 voru 20 ár liðin síðan Dwight D. Eisenhower hers höfðingi ákvað að hin sögulega árás skyldi gerð daginn eftir. Um kvöldið var fréttinni um innrásina útvarpað í dulmáli til frönsku and- spyrnuhreyfin’garinnar. Hálfri stundu fyrir miðnætti liófust loft- árásir á strendur Normandí. Menn úr andspyrnuhreyfing- I unni sprengdu brautarteina í loft upp og skáru sundur símaleiðslur til aðalstöðva Þjóðverja í Saint Lo. Mikið var um dýrðir í Normandí í dag. Á stöðum þar sem innrásar sveitirnar stigu á land gengu menn með bowler-hatta og hanska, en aðrir uppgjafahermenn komu í gömlum snjáðum jökkum og bux- um. Lúðrasveitir léku og hermenn gengu skrúðgöngu. Veður var heldur slæmt <)g minnti menn á, að vegna veðurs lá við að fresta yrði innrásinni fyrir tuttugu árum, en hún kall- aðist „Operation Overlord.” Litil börn með sandspaða ganga nú um íjörurnar og klappirnar, þar sem áður voru múrar úr stáli og stein- steypu, gaddavírsgirðingar og varðhús. Myndin er frá innrásinnii Normandí 6. júní 1944. TYRKIR RÆDA ENN UM ÁRÁS Á KYPUR de Gaulle um Suðaustur-Asíu París, Moskva, Vientiane, 5. júní. (ntb-reuter). — Bandaríski að- stoðarutanríkisráöherrann Georgc Ball, sem er sériegur sendimaður Johnsons forseta í sambandi við deiluna í Suðaustur-Asíu, ræddi í dag við de Gaulle forseta í Él- ysse-höll. Ball afhenti forsetanum boðskap frá Johnson forseta, en vildi ekki segja blaðamönnum frá viðræðunum nema hvað þær hefðu verið gagnlegar og forvitnilegar. Meðan þessu fór fram liöfðu hormenn Pathel-Lao-ihreyfingar kommúnis'a í Laos og Viet-Minh hermcnn frá N-Vietnam gert á- rás á hermenn hlutleysissinna á Krukkusléttu. í Moskva var skýrt frá því að Sovétríkin styddu til- lögu Pólverja um undirbúnings- ráðstefnu sex landa um Laos og legðu til, að ráðstefnan yrði liald- in mjög bráðlega í Sviss. ★ Viðræður Balls við de Gaulle fjölluðu um Suðaustur-Asíu. Fyrr í dag ræddi hann við Couve de Murville utanríkisráðherra, sem sagði á eftir, að ekkert nýtt væri að segja um samskipti Frakk- lands og Bandaríkjanna. Þegar Ball var að því spurður menn Laos-ráðstefnunnar. Ind- við komuna til Parísar í morgun hvort samskipti Frakklands og og Bandaríkjanna hefðu versnað, sagði hann, að þau væru enn tengd mjög traustum böndum. í september í fyrra sagði de Gaulle, að eina leiðin til að af- stýra síauknum áhrifum Kínverja ; í Indó-Kína, væru stjórnmálavið-1 ræður og hlutleysi Laos, Suður- ! Vietnam og Kambódíu. í dag ótt- uðust franskir diplómatar nýjar deilur Bandaríkjamanna og Frakka. Sömu menn óttast, að sigur Goldwaters öldungadeildarþing- manns í prófkosningunum í Kali- fomíu muni knýja Johnson for- seta til að taka harðari afstöðu til vandamálanna í Austurlöndum fjær. ★ Tillaga Pólverja, sem Rússar lýstu yfir stuðningi við í dag, er á þá lund, að fulltrúar Sovét- ríkjanna, Bretlands, Kanada, Ind lands, Póllands og foringjar stjóm málahreyfinganna þriggja í Laos lialdi með sér ráðstefnu. Rússar og Bretar taki þátt í ráðstefnunni, þar eð fulltrúar þeirra voru for- verjar, Kanadamenn og Pólverjar Ankara, 5. júní. (NTB-Reuter). Utanríkisráðherra Tyrkja, Feid- un Kemal Erkin, sagði í dag, að ef áfram héldi, sem nú horfði, væri engum blöðum um það að fletta, að Tyrkir gengju á bnd á Kýpur. Jafnframt benda diplómatar i Ankara á, að um þessar mundir séu stjórnmálamenn önnum kafnir vegna Kýpurdeilunnar. Þessa hef- ur einkum orðið vart síðan Mak- arios lögleiddi herskyldu á eynni og um það bárust fréttír, að Grikk ir væru farnir að flytja inn vopn. Erkin utanríkisráðherra ræddi við blaðamenn um Kýpurdeiluna þegar hann hélt til forsetahallar- innar að ræða við Kemal Giirsel forseta. Forsetinn hafði rætt við sendiherra Kanada í Tyrklandi, Bruce William, og þvi næst við Ismet Inönu forsætisráðherra. Það sem enn hefur aukið spenn- una er frétt um, að Makarios for- seti hafi hafnað þeirri áskorun dr. Kutchuk, varaforseta Kýpur, að grískir og tyrkneskir ráðherrar Kýpurstjórnar haldi fund með sér til að ræða vopnahlésvandamál. í gærkvöldi bað bandaríski sendiherrann, Raymond Hare, um viðtal við Inönu forsætisráðherra og stóðu viðræður þessar fram á nótt. Á Kýpur hefur allt verið með kyrrum kjörum, að öðru leyti en því, að skipzt hefur verið á skot- um í einu úthverfi Nikosíu og í Cyreníafjöllum. Formælandi SÞ rannsakar fréttir um vopnasmygl Grikkja og Tyrkja á eynni. Hann segir, að U Thant aðalfram- kvæmdastjóra sé skýrt frá öllum vopnabirgðum, sem Kýpur-stjórn berst. Haft er eftir opinberum heimild um, að ákvörðun sú frá í gær, að kalla árgangana 1943, 1944 og 1945 til herskyldu feli ekki 1 sér, að nýliðar verði kvaddir til starfa nú. Ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði gert. Innbú hótelsins slegió á 750 þús. vegna þess, að þeir standa að al- þjóðlegu eftirlitsnefndinni. Áður hafa Rússar viljað, að öll þau ríki, sem fulltrúa áttu í La- osráðstefnunni 1962 haldi nýja ráðstefnu. Bretar hafa lagt til, að fulltrúar hinna 14 ríkja ráðfærist í Vientiane, þar eð formlfig ráð- stefna muni tákna, að menn telji Laos-samninginn frá 1962 mark- leysu. Kínverjar vilja fjölmenna ráðstefnu í Kambódíu. (Framhald á 4. síðu). BHEZKIR 1AFMAÐAR- IVIENN VINNA SIGUR Faversham, Englandi, 5. júní. (NTB-Reuter). Brczki Verkamannaflokkurinn vann yfirburðasigur í aukakosn- ingunum í Faversliam í Kent í dag. Verkamannaflokkurinn hélt þing sæti sínu með 4.941 atkvæða meirihluta, en meirihluti hans í kosningunum 1959 nam aðeins 253 atkvæðum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir íhaldsflokk Sir Alec Douglas-Home forsætisráðherra, sem vinnur af kappi að því að auka álit kjósenda á sér fyrir lcosningar til þingsins í október. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Terrence Boston, hlaut 24.749 atkvæði, en frambjóðandi íiialdsflokksins, frú Elsie Olsen 19.808 atkv. Óháði frambjóðand- inn Russel Ecklay hlaut 352 atkv. Verkamannaflokkurinn hafði fyrir fram talið sér sigur vísan, en yfirburðirnir voru meiri en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Kosningarnar í Faversham sýna, að fylgisaukning Verka- mannaflokksins er 5%. Ef slík fylgisaukning endurtæki sig í þingkosningunum fengi flokkur Harold Wilsons 55 þingsæta meiri hluta í Neðri málstofunni. Hin 630 þingsæti í Neðri mál- stofunni skiptast nú þannig: í- haldsflokkurinn 359, Verkamanna- flokkurinn 259, Frjálslyndi flokk- urinn 7 og óháðir 2. Auð sæti: 3. Akureyri, 5. júní. — GS-HP. KLUKKAN TVÖ i dag hófst á Akureyri uppboð á hluta af eign- um Brynjólfs Brynjólfssonar, veit- ingamanns. Það, sem boðið var upp úr þrotabúinu í dag, var allt inn- bú og tæki Hótel Akureyrar, á- leggsskurðarvél og flygill. Innbú- ið var allt boðið upp í einu lagi að ósk kröfuhafa og slegið Árna Árnasyni, kaupmanni á Akureyri, á 750 þús. Á þriðjudaginn verður boðinn upp vörulager þrotabúsins en bú veitingamannsins og aðrar eignir síðar samkvæmt nánari aug- lýsingu bæjarfógeta. Skiptafundur hófst f veitinga- sal Hótel Akureyrar kl. 2' í dag. Auk bæjarfógetans á Akureyri, Friðjóns Skarphéðinssonar, Sigurð ar M. Helgasonar fulltrúa og starfs manna bæjarfógetaembættisins, var allmargt fólk viðstatt, þ.á.m. Brynjólfur Brynjólfsson og nokkr ir fulltrúar kröfuhafa. í upphafi skiptafundar lýsti bæjarfógeti því yfir sem vilja kröfuhafa, að innbú og tæki Hót- el Akureyrar yrði selt í einu lagi ef sómasamlegt boð fengist. — Nefndi hann síðan töluna 900 þús. sem hugsanlegt boð, lækkaði síðan boðið ofan í 800 þús. en enginn sinnti þyí. Loks nefndi bæjarfó- geti 750 þús. og lýsti því jafn- framt yfir, að neðar færi hann ekki. Var síðan Árna Árnasyni, for stjóra Byggingavöruverzlunar Tómasar Björnssonar, slegið inn- búið á 750 þús. kr. Síðan var boðin upp áleggsskurðarvél og sleg in KÉA á kr. 16 þús. Uppboðs- þingi var síðan frestað til kl. 3, en þá var boðinn upp flygill, sem notaður hefur verið á Hótel KEA, sem Brynjólfur hafði á leigu til skamms tíma. Flygillinn var að lok um sleginn Skarphéðni Ásgeirssyni (Framhald á 4. síöu). SföðumæJar Framhald af síðu 1. til aS leysa umferSarvandamál borgarinnar, sem verð'a ískyggi legri meS hverjiun deginum sem liSur? Hversvegna halda yfirvöld að sér höndum, meSan slysum og árekstrum fjölgar óhugnanlega ört? Hversvegna eru ekki sett upp umferðarljós á fleiri gaina mótum hér í, borginni, eins og umferðarnefnd hefur þó mælt með? Ofangreindar tölur bera meS sér, að ekki er fjárskortur á- stæðan fyrir framkvæmdaleys inu. Þeir sem greiða fé í stöSu- mæla við götUr borgarinnar eiga skilyrðislaust kröfu 4, að það fé sem þannig fæst, verði notað iil að efla öryggi í um- ferSinni. Þessar 2,5 milljónir eiga ekki að liggja hjá bönk- um og sparisjóðum, þær á að nota strax því allir munu sám- mála um að nóg sé við féð að gera og jafnvel þótt upphæðin væri hærri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. júní 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.