Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 5
Erfiöir dagar hjá Goldwater Goldwater. (Teikning eftir Ragnar Lár). ERFIÐIR tímar bíffa nú repú- blikana í Bandaríkjunum. Eins Og við hafði verið búizt, sýna hægri öfgameiin þeir, sem náðu yfirráðum í flokknum með tilnefn Ingu Barry Goldwaters sem' for setaefnis.engin merki þess.að þeir géu fúsir til að sætta sig við dóm Rjósenda og láta af völdum í flokk num. Þeir hafa þvert á móti tek 10 skýrt fram, að þeir muni halda fast við stjórnvölinn í hinum hrjáða flokki og gera aðra til- raun að fjórum árum liðnum. Flestir stjórnmálamenn mundu telja eins gífurlegan ósigur og Goldwater beið gefa tilefni til eftirþanka og sjálfsgagnrýni. En Goldwater og hinir ofstækisfullu fylgismenn hans eru á öðru máli. Honum hafa borizt hundruð Bkeyta frá fylgismönnum, sem biðja hann um að halda áfram „krossferðinni“, sem bjarga eigi Bandaríkjunum frá kommúnist- nm og undirferli þeirra -eða að Biinnsta kosti sósíalisma. Sjálfur hefur Goldwater reynt »0 fullyrða, án þess að taka nokk Urt tillit til staðreynda, að þær 27 milljónir atkvæða, sem liann fékk, tákni stuðning við afturhalds-. skoðanir hans. En flest þessara atkvæða voru eflaust greidd af fólki, sem ekki hefur getað feng 10 sig til að hætta ævilöngum Etuðningi við Ropúblikanaflokk-' Inn, jafnvel þótt hann byði fram forsetaefni, sem því féll ekki í geð. * HARÐAR DEILUR Margir og ef til vill flestir tepúblikana-r líta svo á, að það yrði hörmuleg ógæfa fyrir flokk Inn ef Goldwater yrði áfram leið logi hans. En þeiwi hefur ekki lekizt að komast saman um nýja Btefnuskrá og nýjan leiðtoga. Tveir helztu menn flokksins, fíelson Rockefeller ríkisstjóri í New York og Richard Nixon fv. Varaforseti, hafa þveit á móti lent í hatrömmum, opinberum ðeilum, þar eð Nixon reynir að kenna Rockefeller og öðrum frjáls lyndum repúblikönum um ósigur Goldwaters. Auk hinna mörgu repúblikana, sem ekki geta fallizt á viðhorf Goldwaters til innanlands- og alþjóðamála, harma margir raun- verulegir íhaldsmenn í Repúblik anaflokknum hve kosningaherferð Goldwaters var klaufaleg. Kosn- ingabarátta hans var einhver hin aumasta og verst skipulagða í manna minnum. í þurrum, óupplífgandi ræðum kom hann fram með almenn, ó- ★ ÞINGMENN RÖDD FLOKKS INS Þegar þannig er ástatt, er kannski ástæða til að fagna því, að bandarískir stjórnmálaflokk- ar eru lauslega skipulágðir og und ir veikri miðstjórn, - burtséð frá því, að forseti er viðurkenndur leiðtogi flokks síns. Goldwater öldungadeildannaður getur ekki látið mikið að sér kveða eða beitt áhrifum sínum í flokkn um, þar sem hanu beið ósigur í kosningunum og gegnir engu opinberu embætti eftir áramót. Honum og fylgismönnum hans mun sennilega takast aö halda völdum sínum í lands- stjórn flokksins, en hún er ekki valdamikil. Goldwatersinnar , munu halda völdum sínum í flokkssamtökun í nokkrum rikjum og héruðum Johnson á einum af reiðskjótum sínum. en andstæðingar þeirra í flokkn um munu hafa völdin í öðrum flokksdeildum. Unz næsta forsetaefni repúblik ana verður tilnefnt 1968 verða þingflokkar repúblikana í hinum tveim deildum þjóðþingsins (öld ungadeildinni og fulltrúadeild- inni) hin raunverulega rödd flokks ins. í þingflokkunum eru aðeins fáeinir menn, sem eru ákveðnir Goldwatersinnar, ennþá fleiri eru frjálslyndir repúblikanar en flest i-r íhaldsmenn, sem eru fulltrúar sveitahéraða og smáborgaralegra úthverfa. Það er rödd þeirra, sem flokk urinn mun tala í þjóðþinginu, og þetta verður rödd raunsærra en mjög íhaldsamra manna, - ekki upplífgandi en að minnsta kosti Framhald á síðu 1(V ljós og þokukennd vígorð um á- Komdu nú að kveðast á Alþýðublaðið birtir í dag vísur þær er fluttar voru í þættinum „VEL MÆLT“ Til þáttarins frá Birni H. Björnssyni, Akranesi, sem kvaðst vera 10 cm. lægri en Thorolf Smith: Vel er mælt, þótt vandi sé, vit í því að finna. Hafa skaltu háð og spé úr hendi vina þinna. Svar þáttarins: M-argt af því, sem miður fer, mætti fága’ og betra, og takast kann að teygja úr þér tíu sentimetra. Frá : Skúla Benediktssyni, Ól- afsvík: í kvöldsins ró að yrkja myndi ég þannig ljóð, að jafnvel Gvendi Sigurs- syni til sinnar skyldu rynni blóð. Svar þáttarins: Orðsins gandur ekki snar er að vanda staður. Heilagur andi aldrei var okkar bandamaður. Guðjón E. Jónsson, Eskifirði: Væri ekki Rússland rautt, og ráðstjóm oít með fúlu geði, yrði hjalið ykkar snautt af andagift og sannri gleðl. Svar þáttarins: Ráðsnild þeirra’ i Rússiá rægja enginn skyldi meðan aðeins crgir þá íslenzk hláturmildi. kveða saman kostar ekki pening neinn. Vorrar þjóðar glæða gaman Gvendur, - ■ Óli, ; Smith og Sveiiin Svar þáttarins: Egils lcveðja’ er ekki mild, . ofin drjú'gum kala, en þetta’ er kölluð þing- eysk snilld og þýðir ekki um að tala. Frá. „Jafnöldru" Ef ung ég væri aftur nú, yrkja skyldi’ ég bögu, gefa þér -allt, sem girnist þú og gista með þér á Sögu. Svar þáttarins: Þótt árin deyfi dug og geð, dável takast mætti á Hótel Sögu’ -að syndga með sögulégum hætti. Frá þættinum til Rósbergs- Snædals og Kristjáns frá Djúpalæk: Magnast heimsins myrkra- völd mjög til allra fanga. Starir á oss, stjörf og köld, Stalins afturganga. Ekki síður ógna mér aðrar nær,- og vestar. Svar Kristjáns: Aldrei myndu augu blíð ykkur lengi skína. Fer hér eins og forðum tíð, fjandinn þekkir sína. Ekki yinum vandur að var sá Kremlar díi, enda niður kappann kvað Krúsi’ á fylliríi. Að því mætti gjarna gá, guðir koma’ og fara. Bráðum ykkur brostin á beggja augu stara. Þátturinn svarar enn: Á stjórnmálanna víðavangi virðist mjög í álinn skyggja, ef drukknar senn í drauga- gangi díalektísk efnisliyggja. Frá Agli Jón-assyni, Húsavík: Truflazt hafa Thorolfs kvarh ir’ treyst er nú á slysavarnir, flæktar saman Gvendar garn ir, gugna óðum snillingarnir. rí ' rtwmmmimmmmmwmwiMwwMMWwwwwMmwwwwwwwwwMMWWwwwwimwww* Svar Rósbergs: Austur í Moskva eigið áfturgöngur flestar. þér' Fyrripartur fyrir hlustcndur: Andar köldu í okkar garð enn í dönskum ræðum. AIÞÝÐUBLABID — 19. nóv. 1964 $ stándið í Bandaríkjunum, en hafði bókstaflega aldrei neitt jákvætt til málanna að leggja og fann aldrei málefni, sem gat fylkt kjós endum ura hann. Hinir áköfu fylgisménn, sem hann sjálfur hafði skipað að stjórna kosningabá-ráttu sinni frá aðalstöðvum landsstjórnar flokks ins í Washington, reyndust hroka - fullir og grunnhyggnir og viðvan ingar og gutlarar þegar um venju leg framkvæmdaratriði pólitískr ar herferðar var að ræða. Jafn vel varaforsetaefni Goldwaters, William Miller þingmaður, missti mikið af áhuga sínum á kosninga baráttunni og nauðsynlegum eld- móði mörgum vikum fyrir kosn ingarnar, og gerði gys að Gold- water við blaðamenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.