Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 6
iilltil AIXIR tannlæknar hafa við vandamál að stríða í sambanði Ji'ö sjúklinga sína, en sennilega enginn eins og' Thcodore Kazimi- roff, tannlæknir í New York. Hann var um dagrinn kallaður til að setja hettu yfir tönn í fimm hundruð punda kven-rostungi, er nefnist „Sapiunik", sem mun vera eskímóíska fyrir i(Peppy“, hvað sem það svo þýðir. Sá er gallinn við Peppy, að hún liefur lagt það í- vana sinn að núa tönnum sínum vjð barminn á laug- inn'i, sem hún býr í í fiskasafninu í kew York. Afleiðingln var að sjálfsögðu sú, að hún braut glerunginn af, svo að hætta var á, að tennurnar tækju að skemmast. Var því ekki um anhað að ræða en kalla á tannlækni, er vildi setja hettu yfir tennurnar. Hún var svæfð og aðgerðin tók um hálftíma. Hér sést aðstoðar- maður Kazimiroofs, Joseph Geraci, vera að skoða handarverk- ALLIR vita, að Frakkar búa til heimsins bezta mat — og sömuleiðis að þeir hafa hingað til haft stórkostlega ánægju af að taka vel til sín af honum. En nú virðist hafa orðið hér breyting á, og hún allróttæk. Nýútkomin skýrsla um neyzlu Frakka sýnir, að þar sem „ánægja borðsins" nam 49% af eyðslu meðalfjölskyldu árið 1950, er hún nú aðeins 19% af neyzlunni. Ástæðan til þessa mun vera sú, að menn eyða nú miklu meira fé í hús og íbúðir, bíla, sjónvarpstæki, happdrættisspil og í veðmál á veðhlaupavöllum, kvik myndatökutæki og segulbönd. Svo merkilegt sem það kann að virðast hefur hundraðshlut- inn einnig lækkað að því er varðar fatnað, að ekki sé talað um leikhús, bíó og aðrar skemmtanir.— en hins vegar hafa útgjöld til ferðalaga fjórfaldazt á tíu árum. EINS og menn muna kostaði kvikmynd in „Cleopatra" 20th Century Fox eina litla 2 milljarða króna — upphæð, sem enginn bjóst raunverulega við að ná inn aftur —_ og menn muna líka, að i þessu sambandi varð Liz TaylQr fyrir margs kon- ar árásum. En nú er komið annað hljóð í strokkinn í Hollywood — hljóð, sem vafalaust ger- ir Liz glaða. 2 milljarðarnir eru þegar komnir í kassann — og myndin geng ur enn svo vel víða um heim, að félagið er farið að reikna með því, að brúttótekjur af myndinni verði yfir 6 milljarðar. Sjálf segir Liz: — Ef þetta skyldi gerast, geta óvinir mínir ergt sig yfir því, að ég hafi unnið mestan persónulegan sigur í sögu kvikmyndanna. Erkibiskupinn af Kantaraborg er glaðvær maður og hefur sínar eigin skoðanir á hinum svokölluðu tómstundum. Hann sagði þetta um þær í skálaræðu nýlega: „Við höfum aldrei haft það eins gott, en við höfum heldur aldrei haft það eins flókið. Vissulega hefur húsbóndinn nú fri á laugardögum, en afi þurfti ekki að þvo og bóna bílinn til að réttlæta þetta laugardagsfrí og fara með fjölskylduna út á yfirfulla vegi til einhvers staðar( sem maður þarf svo að yfirgefa, áður en maður hefur raunverulega notið staðarins, til að komast aftur heim í tæka tíð til að horfa á sjónvarpsatriði, sem var ekki nærri því eins gott og laugardaginn á undan.“ M SONGUR I AUGLYSINGU í blaði einu í Bayern í Þýzkalandi voru konur hvattar til að ganga í kirkjukór- ana — svo að þær gætu „slankað sig“. Sagði í auglýsingunni, að konur, sem syngja í kirkjukórum tækju að horast eftir eina eða tvær vikúr. „Vöxtur yðar mun þakka yður“, sagði í auglýsing- unni. / Það er svo sem skiljanlegt, að auglýsingin vakti nokkra reiði. — Blaðadeild mótmælendakirkjunn- ar kallaði auglýsinguna „meira en vafasama”. Taldi deildin augljóst, að kirkjukórar skyldu aðeins syngja guðí lof og 'dýrð, en ekki verka sem nuddstofur. 181 GLÆPASÖ ★ Ökumað.ur stóð fyrir rétti í París um daginn sakaður um að hafa keyrt yfir þvergötu á rauðu ljósi. Hann vildi ekki viðurkenna og sagði: „Það hef ég örugglega alls ekki gert. í versta falli hef ég keyrt móti gulu ljósi. Ég man greinilega eftir appelsínulitnum“. Því svaraði - lögreglumaðurinn þurrlega: „Það hefur þá verið blóðapp- elsína." •k Lif rússneskra diplómata í öðrum löndum er ekki alltaf sæld arbrauð. Þannig hefur sendiherra Sovétríkjanna í Bonn, Andrei Smirnov, orðið að skipta á Sil- límusínúnni sinni, stóru og miklu átta gata tryllitæki rússn esku, og heldur óhentugum Merc edes-220. Ástæðan er sú, að vest iir þýzk bilaviðgerðarverkstæði reyndust ekki geta útvegað vara hluti í fina „Sil-bílinn“. B GEORGE Simenon, hinn frægi g rithöfundur, hefur skrifað 181 §j glæpasögu, sem nú teljast nán- ■ ast klassískar. Hann hefur lát- B iff binda þær sérstaklega inn H og hefur þær í sérstakri hillu í B vinnustofu sinni. En hillan er affeins hálf af bókum hans. jg Hinn hlutinn er fylltur upp af U símaskrám víffs vegar aff úr gj heiminum. jj — Þær eru spennandi lesefni, U segir hann, en annars nota ég §§ þær til aff finna í þeim hæfileg H nöfn á þann aragrúa af persón- jj um, sem koma fyrir í sögum g mínum. Þaff var eftir aff ég var t§ búinn að skrifa hundraff bækur, B sem ég fór aff verffa uppi- a skroppa meff nöfn — og þá upp- g götvaffi ég þessa ótæmandi 1 nafnauppsprettu SORGE ORÐINN ÞJÓÐHETJA FORSÆTISNEFND Æðsta ráðs Sovétríkjanna veitti í byrjun þessa ' mánaðar titilinn „Hetja Sovétríkj- I anna” rússneskum njósnara, sem ! tekinn var af lífi í Japan í síðustu heimsstyrjöld. Maðurinn er hinn frægi njósnari Richard Sorge. Segir Tass fréttastofan, að Sorge ★ 1 Bandaríkjunum er tekið svo til orða, að stúlka sé „going ste- ady“, þegar hún á fastan vin, sem hún fer alltaf út með. Svo að þessar fráteknu stúlkur geti feng ið að vera í friði fyrir pilsaveið urum, hefur sá siður verið upp tekinn í Vestur - Virginiu, að stúlkur, sem eiga einn vissan vin ganga með eldrauðar rendur á báð um ermum.'Sé einhver stúlka ekki alveg „steady“ hefur hún slíkar rendur aðeins á annari erminni. hafi verið lýst sem frábærum, sqv- ézkum njósnara .. föðurlandsvini, óttalausum kommúnista og hug- rökkum baráttumanni". Bætir fréttastofan við, að Sorge, sem gerði svo mikið fyrir land sitt í byrjun heimsstyrjaldarinnar, hafi ekki verið þekktur meðal rúss- neskrar alþýðu fyrr en nýlega”, í september sl. birti Pravda lofs- grein um Sorge, sem gaf Stalín upplýsingar um yfirvofandi innrás Þjóðverja árið 1941. 6 19. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.