BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Page 11

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Page 11
Frá norrænni ráðstefnu BFÖs.l. haust. F.v. Haukur Isfeld, Óskar Ólason, Óli H. Þórðarson, Hjalti Zóphón- íasson. BRYNJAR VALDIMARSSON 1983- Hér að framan hefur verið sögð saga félagsins og er nú komið að því að rýna í framtíðina. Það er alltaf erfitt að sjá hvað verður gert í framtíðinni og ber því að líta á þessi skrif sem ósk um það sem við viljum gera. Það verkefni sem ber mest á er Ökuleiknin sem stendur nú að vissu leyti á tímamörkum, því önnur aðildarfélög NUAT-Ungdom hafa hætt samstarfi við GM verksmiðjurnar um keppnina. Standa nú yfir samningar við annan bílaframleiðanda. Verð- ur því ekki um norræna keppni að ræða í sumar en þær hefjast aftur að ári. Þrátt fyrir það mun BFÖ verða með Ökuleikni í sumar með sama fyrir- komulagi og áður. í tengslum við Ökuleikni hafa verið vélhjólakeppnir í samvinnu við Umferðar- ráð. það er ætlunin að halda vélhjólakeppnir, þar sem óskað verður eftir því, sé þess kostur. Alltaf er þörf fyrir fleiri félaga og er því ætlunin að vera með félagafjölgunarherferð á næstunni. Bið ég því alla félaga að aðgæta hvort vinir eða kunningjar hafi áhuga á að ganga í BFÖ. Starfandi er félagaöflunarnefnd sem hefur m.a. það verkefni að auka þjónustuafslætti, sem félögum bjóðast og mun koma með næstu félagsgjaldainnheimtu nú skrá yfir fyrirtæki sem veita afslætti. Alltaf er nokkuð um að félagið sendi fulltrúa á ráðstefnur hér heima og erlendis. Það er þó ekki nóg að fara á ráðstefnur og fundi, heldur þarf að reyna að bæta og auka tengsl skrifstofu við félagana og deildirnar, og er því starfandi tengsla- nefnd, sem skal m.a. gera það sem unnt er til að aðstoða og hafa samband við deildir. Þá höfum við BFÖ blaðið sem nú kemur fyrir sjónir ykkar og vonumst við til að það verði reglulega gefið út. Þar hefur Sigurður R. Jónmundsson tekið við ritstjórn. Þá má ekki gleyma þeim ungu sem starfa í ungmennadeildinni. Þar eru duglegir og áhuga- samir menn við stjórn, sem hafa góðar hug- myndir, sem vonandi komast í framkvæmd. Að lokum vil ég minna á eitt atriði. Það er lítið hægt að gera án peninga og því fleiri sem eru í félaginu þeim mun meira getum við gert. Það er einn liður í fjáröflun að fjölga félögum. Segið því frá félaginu og hvetjið aðra til að ganga í BFÖ, því það eru miklu fleiri sem afneyta áfengi en þú heldur. Með ósk um farsæla framtíð. 11

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.