Skólablaðið - 01.10.1912, Side 13

Skólablaðið - 01.10.1912, Side 13
SKOLABl.AÐIÐ 157 væri um leið fenginn dómur manns, sem vit hefði á, um hús- næðið. í annan stað hefur umsjónarmaður fræðslumálanna á ferðum sínum um Iandið undanfarin ár gjört sér alt far um að vekja fræðslunefndir til athugunar á þessu alvarlega máli. En því miður miðar umbótunum fremur hægt. Þó verður ekki sagt, að ekki sé aðhafst, því að á síðastliðnum 4—5 árum, eða síðan fiæðslulögin gengu í gildi, hafa þó verið reist um 40 ný skóla- hús, 15 í kaupstöðum og 25 utan kaupstaða. En alt um það eiga skólarnir — og einkum farskólarnir— enn víða við hörmu- lega slæm hús að búa. Til þessa finna nú að vísa allir mætir menn; en þeir kveinka sér við að reisa kensluskýli og reyna i lengstu lög að notast við baðstofurnar og þinghússkriflin, sem engum er vært í fyrir kulda. Prestur einn í Húnaþingi hefur fyrir skemstu vikið að þessu í greinarkorni í »Nýju Kirkjub!aði«, 1, sept síðasll., og er gleðii- efni að sjá, hve sárt har.n finnur hér til vandkvæðanna. Það er einkum berklasýkishættan, sem hann minnist á, og er síst óþarfi að vara við henni. Fyrst er nú að sjá hættuna, og þá að finna várnir og varúðarreglur. Presturinn spyr: »Hvar er eftirlitið með heilbrigðisástand- inu? Lögin ganga fram hjá því.« Ekki er það nú reyndar með öllu rétt, að lögin gangi fram hjá þessu atriði. Þau fela það fræðslunefndunum. En prestinuin þykir lítið hald í fræðslu- nefndunum til þeirra hluta, og það álit munvíða mega til sanns vegar færa, En því meiri ástæða er til að njóta aðstoðar læknis, eins og áður hefur verið minst á. Berklahættan er reyndar ekki úr sögunni, þá að húsakynnin verði heilnæm. Það þarf að gjalda varhuga við því, að berkla- sjúkum börnum sé ekki leyft að sækja skóla, og þá ekki síður, að berklasjúkir kennarar séu ekki látnir kenna í skólum, eða far- skólum. Það er ekki fyrirsjáanlegt að nægilegrar varúðar verði gætt í þessu efni, nema læknarnir hafi afskifti af því. Um allar hinar þörfu og góðu athugasemdir prestsins við víkjandi berklahættunni erum vér honum fyllilega samdóma; en þegar svo kemur til þess að ráða bót á þessu meini, þá slær svo út í fvrir honum. að furðu geenir. Ráðið. sem honum

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.