Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ --@sss@- ÁTTUNDI ÁRGANGUR 1914. | Reykjavík, 1. des. j 12. tbl. Hinn afmenni mentaskóli. það eru nú rétt 10 ár síðan breyting var gerð á Lærða- skólanum með nýrri reglugerð (9. sept. 1904). Með þess- ari nýju reglugerð er skólanum skift í tvœr deildir: gagn- frœðadeild og lœrdórnsdeild, og skólinn heitir nú ekkí lengur „Lærðiskólinn", heldur „Hinn almenni mentaskóli". Hlutverk gagnfræðadeildarinnar er það, að veita nem- endum sínum hæfilega afmarkaða almenna mentun, en hlut- verk lærdómsdeildarinnar, að veita nemendunum æðri al- menna mentun og gera þá færa um, að stunda vísindanám við háskólann í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Sú var tíðin, að námfúsir unglingar áttu ekki í annað hús að venda en Lærðaskólann, ef þeir vildu afia sér nokkurrar verulegrar skólamentunar, urðu annaðhvort að ganga í Lærðaskólann (Latínuskólann) eða engan skóla, — og það þó að þeir hugsuðu alls ekki til að búa sig undir vísindaiðkanir við háskóla, eða búa sig undir neitt embætt- ispróf. Fyrsta sporið til að bæta úr þessu er stofnun Möðruvallaskólans. þá vakti fyrir mönnum, að hæfilegt væri að allur landslýður sækti gagnfræðamentun sína til Norðurlands, eins og allir yrðu að sækja embættis-mentun- ina til Reykjavíkur. En það var fyrirsjáanlegt, að það fyrir- komulag gæti ekki staðið lengi. þörfip á gagnfræðaskóla í Reykjavík kallaði að og henni var fullnægt með skiftingu Lærðaskólans (eða Latínuskólans) í lærdómsdeild og gagn- fræðadeild. þá eru nokkurnveginn hliðstæðir gagnfræða-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.