Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐ'Ð 187 land þarfnast sólar“ o. s frv. Já, eins og blóm og jurtir ekki geta þrifist nema við yl vorrar sólar, eins getur manns- hjartað ekki náð fullkomnun og sannri mentun nema við yl kærleikssólar guðs. þegar eg byrjaði að læra, sagði móðir mín við mig: „Bið þú nú guð að hjálpa þér, til að læra það sem gott er“. Eg skammast mín ekki fyrir að játa, að eg hef síðan haft þessa reglu að leita hjálpar guðs í störfum mínum, og ekki síður síðan eg var yfir aðra sett; og nú bið eg fyrir þessum skóla, að okkur kennurunum og ykkur börnunum veitist hjálp til að gera það sem rétt er, ekki einungis innan þessara skólaveggja, heldur hvar sem vér erum, svo skólinn okkar verði heimkynni friðar og hamingju. Ingveldur Á. Sigmundsdóttir: Skýrslu um líkamlegar framfarlr barnanna hefur skólastjóri Jón þ. Björnsson á Sauðárkróki látið fylgja skólaskýrslu sinni í ár. það sýnir lofsverðan áhuga og væri æskilegt að fleiri kennarar vildu taka upp þann sið að gera reglubundnar athuganir um líkamlegar framfarir. Börnin eru vigtuð og mæld haust og vor (í skólaársbyrj- un og í skólalok); í sérstakan dálk er svo sett hvað þau hafa þyngst og hækkað meðan skólinn stóð. Skýrsla þessi er um 40 börn á aldrinum 10—14 ára, og má margt af henni læra. — Af þessum barnahóp hafa 4 staðið í stað þetta hálfa ár, að því er þyngdína snertir, — hvorki þyngst né létst; en tvö hafa létst, annað um 1J/2 kg., en hitt um 3/t kg. þegar 11 ára stúlka léttist um 11/2 kg. á 6 mánaða tíma, er eitthvað að, sem lagfæra þarf. Öll höfðu börnin hœkkað, en mjög misjafnlega mikið; frá 1 cm. og upp í 41/* cm. hefur hækkunin verið. Mest hefur ein stúlka þyngst, 6 kg. á 6 mánuðun. það er efnilegt!

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.