Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 4
180 SKÖLABLAÐIÐ skóla svo gömlum að þeir hljóta að verða eldri en 18 ára þegar þeir lúka gagnfræðaprófi. í annan stað af því, að þeir hafa fengið styttri undirbúningstíma undir lærdómsdeildina en aðrir, sem þeir eiga þar að verða samferða. það væri ekki of mikið að þeir til uppbótar á hinum styttri undirbún- ingstíma væru að minsta kosti einu ári eldri. í þriðja lagi er það alls ekki þýðingarlaust, að þeir hafa fengið kenslu hjá öðrum kennurum en samferðamenn þeirra í lærdómsdeild- inni. Að öllu þessu og Heiru þar að lútandi athuguðu, virð- ist svo sem 19 til 20 ára Akureyringar gætu mjög vel átt samleið með 18—19 ára Reykvíkingum í 4. bekk hins al- menna mentaskóla. Ef til einhverra ráða þyrfti að grípa til að takmarka að- sókn að lærdómsdeidinni, þá væri það varla væniegasta ráð- ið að útiloka frá henni alla nemendur eldri en 18 ára, hvern- ig sem á stæði; enda mundi ekki verulega um það muna, því að þeir mundu ekki verða svo margir, sem undanþág- unnar æsktu árlega. En eins og nú stendur er ekki ástæðu- laust að hugsa ráð til þess að takmarka aðsóknina; hún er svo langt fram úr því sem þörf er á, og æskilegt er. Embættisstaðan virðist enn vera undarlega tælandi fyrir unga menn hér á landi, þrátt fyrir sultarlaun flestra embætt- ismanna, og sífeldar eftirtölur launanna, og þrátt fyrir alt það sem hér hefur verið gert til að níða embættismaniia stéttina og vekja tortrygni til hennar og lítilsvirðingu almennings fyrir henni. Eftir allan þann lestur mætti ætla að nú væri svo komið að til vandræða horfði um nýtilega menn til em- bættisverka. En í þess stað horfir nú til vandræða með húsrúm handa nýjum embættismannaefnum, og engar líkur tii þess að allur sá sægur, sem sækir að lærdómsdeild menta- skólans, geti nokkurntíma fengið embætti hér á landi. En með hvaða ráðum verður þessi straumur stöðvaður? þegar tvískiftingin var gerð á skólanum, mátti búast við að talsverður hluti þeirra sem tækju gagnfræðapróf, létu þar staðar munið og tækju sér annað fyrir höndur, en að eins nokkur hluti þeirra héldi áfram námi í lærdómsdeildinni, sá hlutinn sem legði út á embættisbrautina eða vildi stunda ein-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.