Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 189 er til í sveitinni ? Hver á að ábyrgjast það, að barnið komist áfram fyrir bókaieysi ? 4. Hvað á fræðslunefnd að gera, þegar hún er búin að fara fyrir hvers manns dyr í hreppnum til að biðja um húsnæði fyrir farskólann og hvergi fengið ? Ber hún ábyrgð á því, að kenslan f-alli niður ? Á kennarinn, sem ráðinn hefur verið, aðgang að fræðslunefndinni með kaup, sem hún hefur ráðið hann fyrir, þó að ekkert verði úr kenslu þann vetur ? 5. Er það herbergi forsvaranlegt handa kennara til íbúðar, sem er mjög súgfult og slagafult og ofnlaust, svo að bækur hans eyðileggjast og honum finst heilsa st'n alls ekki þola þetta? Hvað á kennari að gera, sem ekki getur fengið bót á þessu ? Svör: 1. Skólahús, sem fær styrk úr landsjóði verður að vera gert eftir teikningu, sem stjórnarráðið hefur samþykt, og húsið verður að vera opinber eign. Einstakir menn geta því ekki fengið styrk. 2. það er eflaust meining fræðslulaganna, að lágmark launa eigi að vera 6 kr. um vikuna, kostnaðarlaust kennaran- um að öllu leyti, ljós og hiti teljist með húsnæðinu. Að taka alt að þriðjungi launa kennarans fyrir ljós og hita nær vitanlega engri átt, þó að heimilt væri að láta hann borga fyrir það af launum sínum, sem fráleitt er rétt. 3. Fræðslunefndin á að annast um, „að börnin geti fengið nauðsynlegar bækur og áhöld“. þeirri skyldu sinni gegnir hún ekki nema hún sjái um, að bækurnar og áhöldin séu þar sem hægt er að ná til þeirra; ætti því að vera til taks innansvehar. 4. Heimta af hreppsnefnd, að hún láti reisa skólahús á kostnað hreppsins. Hvernig fer um kröfu kennarans til launa fyrir þann vetur, sem kensla hefur fallið niður sakir húsnæðisleysis, getur orðið dómsmál. Best að ráðgast um það við sýslumann. 5. Nei. Ganga úr vistinni og heimta skaðabætur.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.