Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 2
SKÓLABLAÐIÐ 130 mcð líkum sínum og eiga kost á að velja og hafna á cig- in ábyrgð. En fjölmcnnur barnaskóli er þó ætíð brot af lífinu sjálfu, mcð tækifærum þcss, áhættum og skakka- föllum, göllum þess og gæðum. Börnin eiga þar sitt eig- ið þjóðlíf, sem þau mynda sjer sjálf, sitt almenningsálit og sín óskráðu lög. Skólalífið, með öllum þess ys og þys, smáskærum og flokkadráttum, samheldni og kepni, og með öryggi heimilisins að bakhjarli, getur orðið drjúg- ur undirbúningur undir lífið, engu síður en margföld- unartaflan. — Sumir foreldrar í bæjum láta sjer svo ant um börn sín, að vilja ekki hætta þeim í glaum og soll barnaskólanna. pað er athugavert, hvernig þetta reyn- ist. Margoft verður það sýnilega til ills eins. Börnin verða sjergóð og einræningsleg eða beygjuleg, og reynast ekki lieldur mun „betri“ eða „óspiltari“ en hin, sem meira hafa komið i margmennið. pað er og hin ómetanlegasta blessun og bollasta þjóð- aruppeldi, ef börn allra stjetta ganga í sama skólann, og sje enginn munur á þeim ger; og stjettaskólarnir eru hvarvetna hin mesta bölvun og sá eitri i alt líf þjóðanna. En það sem segja má um stjettirnar á engu síður við um einstök heimili í hverjum stað, þótt í minna mæli sje. það er mikilsvert fyrir börnin, sem eiga gerólik heimiliskjör, börn rikra og fátækra, æðri og lægri, að eiga sjer einn og sama skólann, umgangast þar hvert annað og kynnast. það væri minna af verkföllum í heim- inum, og minna af dýrslegu hatri, ef stórþjóðirnar licfðu kunnað eða getað hagað svo uppeldi barna sinna. Hverja skoðun, scm menn annars hafa á barnaskól- um, munu flestir játa, að i bæjum og þjettbýli sjcu þeir óumflýjanleg nauðsyn. En um sveitirnar er öðru máli að gegna. Nú þykir mörgum, að barnaskólar geti verið nauðsynlegir, og kanski þarflegir, fyrir útlendar þjóðir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.