Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 15
SKÓLABLAÐIÐ 14? af nýjuslu og merkustu rannsóknum og tilraunum í uppeldismálum, bæði um likamltgan og andlegan þroska barna og þrifnað. Þetta er hjer saman tekið í ljósa heild og skipulega, af gerhygli og vandlæti, og er bókin skemtilegt og vekjandi fræðirit. Álíka bók eða betri, um þessi efni, mun ekki að fá á Norðurlandamálum, enda er þetta fyrsta bók dönsk sinnar tegundar. Höfundurinn velur sem ávarpsorð til kennaranna þessa smásögu: Litill drengur hafði fengið sleða i jólagjöf og langaði nú í snjó. En snjórinn kom ekki. 1 óþreyju sinni bað drengurinn í kvöldbænum sín- um guð um kafald, og bætti við : „Ertu alveg búinn að gleyma hvernig það var, þegar þú varst lítill sjálfur?" — Af þessu má marka þel höf- undarins til æskunnar. Bókin fæst hjer í bókaverslun Ársæls Árnasonar og kostar 13 kr. 50 au. í sterku bandi. MONTESSORI METODEN. Videnskabelig Pœdagogik som an- vendcs i Montessori-skolerne. Af Dr. MARIA MONTESSORI. — V. Pios Boghandel. — Kbh. — 1917. Eigi verður hjer fjölyrt um þessa merkisbók. Fyrirlestur frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur, sem hefst í þessu blaði, er bygður á bók þeirri, er hjer ræðir um, og gefst því lesendum blaðsins kostur á að kynn- ast efni hennar. Bók þessi hefir þótt miklum tíðindum sæta á sviði uppeldismálanna og flaug þegar um allan heim í þýðingum á helstu menningarmálum. Prófessor Edv. Lehmann skrifar stuttan formála fyrir þessari dönsku þýðingu, og segir þar meðal annars svo: Það mun koma sú tíð, að litið verður á skólauppeldi vorra tíma eins og vjer nú skoðum lækningar miðaldanna, að kennarinn, sem hygsl að fræða börnin með orðarunum, sem þau ekki muna, og reglum, sem þau ekki skilja, verður álíka skopleg hrygðarmynd og presturinn eða munkurinn, sem hugðust að lækna sjúkdóma með vígsluvatni og sær- ingum. Þá var lítið um læknavísindi; fáir einir þektu til þeirra, og þau náðu ekki til almennra lækninga. Uppeldisfræðin skipar á vorum dögum sama sess, og uppeldismátinn og kenslulagið er lagt á vald guð- fræðinga, heimspekikandidata, stærðfræðinga og annara óviðkomandi manna, blátt áfram af því, að reglulegir uppeldisfræðingar eru svo hverfandi fáir til, og þetta er aftur af því, að rækilogar ratyisóknir á barnseðlinu, sem eru nauðsynleg undirstaða uppeldisfræðinnar, eru að eins ofurlítið í byrjun. — En eitt af öruggu skrefunum á þeirri tor- færu leið, eru barnarannsóknir Maríu Montessori og kenslulag hennar,“

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.