Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 6
134 SKÓLABLAÐIÐ a) prófvottorö frá kennaraskóla, eða afrit af því, staöfest af presti eöa hreppstjóra. b) umsögn skólanefndar eöa fræöslu- nefndar eöa einstakra manna, sem umsækjandi hefir síöast unniö hjá, hafi hann áöur haft kenslustörf á hendi. Skal í þeirri umsögn sjerstaklega geta um dagfar kennarans, hæfi- leika hans til að halda reglu og aga í skóla og aðra kennara- hæfileka. 4. gr. — Nú sækir enginn, sem fullnægir skilyrðinu í 1. gr., í staflið b., um auglýsta kennarastöðu, áður en umsóknarfrest- ur er út runninn, og skal skólanefnd eða fræðslunefnd þá gera ráðstöfun til að útvega svo hæfan mann eða konu, sem kostuc er á, til að hafa kensluna á hendi næsta skólaár, eða þangað til löglega skipaður kennari getur tekið við henni. Leit.j skal samþykkis yfirstjórnar fræðslumálanna til skipunar kenn- ara tii bráðabirgða. 5. gr. — Kennarastöður skal veita frá þeim tíma, er ákveðið er á hverjum stað að kensla skuli byrja, og taka kennarar þá við þeim skóium, sem þeir hafa verið ráðnir til, nema öðru- vísi um semjist. — Ef kennari getur ekki tekið til starfa á tilteknum tíma, ráðstafar skólanefnd eða fræðslunefnd kensl- unni þangað til hann getur tekið við lienni. 6. gr. — Nú segir kennari lausri stöðu sinni, eða hann hefir verið ráðinn kennari við annan skóla, og ber honum að til- kynna það þegar í stað skólanefnd eða fræðslunefnd þess skóla, sem hann fer frá. 7• gr- — Kennarar eiga í öllu dagfari sínu, utan skóla og innan, að vera góð fyrirmynd nemenda sinna og rækja skyldu- störf sín með alúð og samviskusemi samkvæmt því, er nánav verður tekið fram í erindisbrjefi, er fræðslumálastjórnin gef ur þeim. 3. gr. — Ef kennari reynist óhæfur til að gegna skólakenn- arastarfinu, eða ef hann vanrækir skyldustarf sitt, eða vekur hneyksli með framferði sínu í daglegri hegðun, og lætur ekki skipast við áminningu, ber skólanefnd eða fræðslunefnd að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.