Skólablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 4
62 SKÓLABLAÐIÐ við þessa hagsýni, að leggja niSur kvennaskólana, því enn er aö bóla á hugmyndinni í þinginu. Og eitt af því, sem fræSslumálanefndin nýja mun nú taka til athugunar, er þetta: Hvernig á aö haga kvennaskólunum ? í>aö er auSvitað, og æskilegt, að hjer rísi upp húsmæöra- skólar, skólar, sem lcenna þaö, ,,er konur einar læra“, og þá einkum matreiöslu og innanhússverk. Slíkir skólar eru mikil nauösyn, og þyrftu aö veröa sem víöast, og námskeiö i þess- um efnum gætu oröiö til hins mesta gagns. Þeir, sem leggja vilja niöur kvennaskólana, sem nú eru kallaöir, ætlast til þess, að húsmæðraskólarnir komi í staðinn, en aö konur sæki sjer bóklega mentun í gagnfræöaskólana, þær sem hennar óska. Fræðslumálastjóri hefir þegar, í brjefi sínu til stjórnarinn- ar, bent á þaö, aö þessi skipan gæti oröiö til að spilla mentun kvenna, því margar stúlkur mundu ekki sjá sjer fært að sækja tvo skóla, sækja svo kanski engan, eöa láta sjer að minsta kosti nægja verklegu kensluna og fara á mis viö bóknámið. En á hinn bóginn mundu og margar ganga í bóklegu skólana eingöngu, en sleppa verklegu námi, og ekki tekur þá betra viö. Alþýða manna hjer á landi hefir til þessa talið það fyrstu skyldu konunnar, að hún kynni aö þjóna sjer, og þaö er víst ekki nema holt og gott enn sem komið er, að halda sig að þeirri skoðun. Ekkert viröist nú sjálfsagðara en það, aö sú kona, sem vill afla sjer almennrar mentunar, bæöi til munns og handa, þurfi ekki nauðsynlega að leita úr einum skóla í annan. Auk þess sem bóklega námið og verklega eru svo nátengd, að verklega námið að minsta kosti getur ekki án hins verið. En á eitt stórmikið atriði í þessu máli hefir lítið eða ekk- ert verið minst, sem sje það, að mentun kvenna verður í heild sinni öll önnur i kvennaskóla heldur en í almennum gagn- fræðaskóla, jafnvel þótt námsefni væru öll hin sömu. Enn meiri hlýtur munurinn að verða, ef kvennaskólinn er í ölltl sniðinn sem best viö kvenna hæfi. Viö segjum, íslendingar, aö kona sje „kvenleg" eða „ókven-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.