Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 3
Jan. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 3 stakk eftir vexti, hagað fræðslunni eftir því sem þar átti best við, og lagt mikið eða lítið í kostnað eftir ástæðum. öll sú lempni og gætni, sem í lögunum kemur fram af hálfu löggjafans, er bæði lofs- verð og nauðsynleg, því með lögunum var stigið það stórt spor í einu, að var- lega varð að fara. En í þessum mikla kosti fræðslulaganna er líka að nokkru falinn sá höfuðgalli, sem hefir að kalla má eyðilagt þau. En gallinn er sá, að hverri sveit, eða nokkrum mönnum í hverri sveit, var að heita má í sjálfs- vald sett, hvort lögin skyldu haldin eða að vettugi virt. því fræðslunefndunum er fengið í þessu fullveldi, að kalla, en hins vegar engin sjerstök trygging fyr- ir því, að til nefndanna væri vandað. þau eru líka fræg orðin, þessi raun- sönnu orð fræðslumálastjóra, að „sum- staðar hefir kosning í fræðslunefnd tekist svo hrapallega, að ástæða er til að ætla, að það hafi verið gert af ásettu ráði, til að hindra það, að nokkur hlutur yrði gerður fræðslulögunum til fram- kvæmda“. það er og auðvitað, að þessi hægð og gætni, sem beita þurfti í fyrstu við framkvæmd laganna, gat orðið um of, enda hefir farið svo. þegar lögin voru búin að standa það lengi, að líkindi voru á að beita mætti meiri alvöru til að koma þeim í framkvæmd, þá skall styrjöldin á. Alt fer á ringulreið, og ógemingur verður að ganga hart eftir framkvæmd laganna. Auk heldur gerði þing og stjórn beinar ráðstafanir til að draga úr kenslu og skólahaldi, en um allar sveitir urðu hin mestu vandræði að fá nokkum mann til kenslu. Eitt er það um fræðslulögin, að við- urlög við brotum á þeim eru svo lítil- fjörleg, að hæðilegt má kalla. það er með þau eins og sum önnur lög, að það er oft beint gróðabragð að brjóta þau, og mætti gera sjer það að atvinnuvegi. Og hversu sem fræðslunefnd vanrækir skyldu sína, er ekki hægt að koma fram ábyrgð á hendur henni nema með saka- máli, og löngum málarekstri, og er von þó að ekki sje gripið til slíks fyr en í fulla hnefana. þá er það, að alt eftirlit með fram- kvæmd laganna hvílir á einum manni, og er honum ætlað að ferðast lítið eitt til eftirlits að sumrinu til. En ættu slíkar eftirlitsferðir að koma að nokkru haldi, er það svo best, að þær sjeu farnar að vetrinum, e£a meðan kenslan stendur yfir. Og auðvw.að kemst enginn einn yfir sh'kt eftirlit. það verður fróðlegt að sjá, hverjar tillögur mentamálanefndin gerir um barnafræðslumálin, þegar svo langt er komið störfum hennar. Og ekki síður fróðlegt að sjá mótbárurnar, sem þá munu ekki láta á sjer standa. Um allar sveitir virðist það því nær einhuga álit þeirra, sem áhuga hafa á fræðslumálum, að versta meinið sje húsleysið. En bygging skólahúsa er vandamál, og getur síðari villan orðið verri hinni fyrri, ef bygður er einhver hjallur úti á eyðimel í miðri sveit. Sveitaskólarnir verða að vera nátengdir góðu heimili, eða sjálfir heimili. Og svo mun reynast, að heimavistaskólar verða að öllu besta úrlausnin víðast hvar; því mjög óvíða geta heimangönguskólar komið að haldi fyrir heila sveit. það mun aldrei einhlítt verða eða hentugra, að hola börnum niður á bæjum í kringum skólann, heldur en að vista þau í skól- anum sjálfum. Áður en farið verður fyrir alvöru að reisa skólahús, og verja þar til miklu fje, verður að gera sjer ljós ýms megin- atriði, sem standa í nánu sambandi við það, hversu skólabyggingum beri að haga. Er þá fyrst stærð skólahjerað- anna. Sumir hreppar, og ef til vill marg-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.