Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 9
Jan. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 9 þýðuskólinn — leitar aftur í „humanisma"- tímann, og humanisminn á rætur sínar í Aþenu. Einkenni þessa slcóla okkar er dá- læti hans á þekkingu og fróðleik, hin ein- liliða þroskun vitsins. Við stöndum enn þá á Aþenustiginu, þegar andlega mentunin var hlutskifti þeirra frjálsbornu, en þræl- arnir voru látnir um líkamlegu störfin. pessi skoðun, að vinnan sje bölvun, sem sje frjálsum mönnum ósamboðin, á enn djúpar rætur í okkar tíð og okkar skóla. — — — Skólar okkar eru enn þá lexíuskólar, sem viðhafa orð en ekki efnið sjálft. Aðallcjarni námsins er athafnalaus inntaka altilbúinna þekkingarskamta, hagkvæmu námsgrein- arnar skifta engu. þetta dálæti á vitsmun- unum í skólunum hefir það í för með sjer, að aðrar sálargáfur eru látnar sitja á halc- anum og jafnvel kyrktar. Og þó eru þessir hæfileikar jafn-mikilsverðir og jafnvel miklu meira verðir í framkvæmdalífinu, scm fvrst og fremst krefst athafna.------- Okkur ægja gönuskeið æskulýðsins, en hvaðan stafa þau? Auðvitað frá erfð og upp- eldi. Ef við hefðum einhvern Jerimías á meðal vor, mundi hann segja: þetta er hegning fyrir syndir yðar. Stríðið mikla er uppskera þeirrar menningar, sem hefir hafnað rjetti og mannúð fyrir fje og vit. Heimsstyrjöldin hefir ekki breytt mönn- unum; þeir eru þeir sömu, og skólamir eru þeir sömu. Hjer stoða hvorki nýjar kenslu- aðferðir, ný og betri kenslutæki nje hærri kennaralaun. Kerfið alt verður að gerbreyt- ast frá rótum. Við verðum að leita til baka, aftur fyrir Pestalozzi, Fröbel, Rousseau, Comenius og Aþenu.til sjálfrar náttúrunnar. Nútíðarmenningin stendur á fallanda fæti, nýir tímar munu koma, og þeir nýju tímar verða að fá nýja skóla.-------- það verður að senda a 11 barnið í skól- ann, ekki aðeins vitið, heldur einnig vilja og tilfinningu — lífið verður að þroskast þar. Uppeldið verður — eins og James seg- ir — að þroska alla þá hæfileika, sem barn- ið hefir fengið frá náttúrunnar hendi. Líf- fræðin og sálarfræðin verða að ráða mestu í framtíðinni. Við verðum að skoða hvern mann sem ákveðinn lið í lífinu og þjóðfjelaginu, sem geti leyst þá þraut, að breyta hugsun og þekkingu í f r a m- kvæmd. Maðurinn verður að metast eftir því sem hann a f r e k a r, en ekki eftir því sem hann veit. í okkar nútíðarskóla er það aðalatriðið að afla sjer fróðleiks, og þó er árangurinn harla rýr, einnig á þessu sviði., Kennarinn er ánægður, ef hann fær það aftur í ómeltu og óbreyttu ástandi, sem hann gaf barninu inn, og jafnvel þessi vesöld er venjulega gleymd áðxir en nemandinn lýkur skóla- námi, eða að minsta kosti skömmu seinna. Engin reglulegur hugsanaþroski á sjer stað, og það mikilsverðasta næst alls ekki, hæfi- leikinn að geta beitt þekkingunni og aflað sjer nýrrar.------- Ur kenslubókunum verður að útrýma allri óþarfri fræðslu. Einhver efnafræðingur ætti að taka kenslubókina í sögu og strika út alt, sem hann fyndi ónauðsynlegt, og sagnfræðingurinn ætti að taka að sjer efna- fræðis- og grasafræðisbækurnar og gera þeim sömu skil. Höfundur kenslubókarinn- ar í efnafræði skrifar nefnilega bókina, eins og allir nemendumir ættu að verða efna- fræðingar. Sögubókarhöfundurinn sjer að- eins tilvonandi sagnfræðinga í öllum nem- endunum, og kennararnir og kenslukonurn- ar kenna börnunum eins og þau ættu öll að verða kennarar og kenslukonur. Við að beita yfirheyrslu-aðferðinni jafn- einhliða og gert er nú, tapast s a m h e n g- i ð algerlega. í stað hennar verða að koma slcriflegar og munnlegar æfingar og hagnýt vinna. það verður að komast meira sam- starf og meiri atorka inn í skólana. Skólarnir gera nú mjög lítið til þess að uppala viljann, og mjög lítið til þess að skapa lyndiseinkunnir. Hagnýta vinnan verður að komast inn í skólann, ekki ein- ungis af því að hún er nytsöm, heldur einn- ig af því, að hún skapar viljann, og mótar hugarfarið. Virðingin fyrir líkamlegri vinnu verður að aukast; engin vinna má vera nokkrum manni ósamboðin. Öll vinna, jafnt andleg og líkamleg, hefir sama gildi. Skólarnir verða að hlúa að öllum hæfileik- um og gefa þeim öllum kost á að þróast. Jónas Magnússon, Patreksf. -----0-----

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.